Ásakanir Seðlabankastjóra á hendur Fréttablaði vart skotheldar Ole Anton Bieltvedt skrifar 5. janúar 2022 20:30 Í gær fór Seðlabankastjóri mikinn á Facebook-síðu sinni, og ásakaði hann Fréttablaðið um óvandaðan og óboðlegan fréttaflutning. Tilefnið var, að blaðið hafði greint frá því á forsíðu, að tveir aðilar, annars vegar rithöfundur og fræðimaður, sem einnig er doktor í norrænum fræðum, og, hins vegar, sagnfræðingur, báðir að því er virðist vel metnir og virtir men, höfðu sakað Seðlabankastjóra um ritstuld. Hér var um tvær fréttir að ræða, sem komu þá í tvígang. Embætti Seðlabankastjóra er eitt æðsta og þýðingarmesta embætti landins. Auðvitað voru þessar ásakanir um meintan ritstuld Seðlabankastjóra því stórfrétt.Fréttablaðið fjallaði um málið á þeim nótum. Í gær birti svo Fréttablaðið fyrir undirritaðan grein, ”Er jörðin enn flöt hjá Seðlabanka”, þar sem ég tjái þá skoðun mína, að Seðlabanki hafi gert alvarleg mistök, þegar hann hækkaði stýrivexti úr 0,5 í 2,0% á seinni hluta 2021. Það leiði fremur til þess, að herða verðbólguhnútinn, en leysa hann, enda hafi aðrir evrópskir seðlabankar forðast að hækka stýrivexti við þau skilyrði, sem voru og eru. Verðhækkanir vegna COVID séu heilsufarsvandamál, ekki efnahagsvandamál í sjálfu sér, sem heilbrigðiskerfi verði að leysa.Ég lét því í ljós þá skoðun, að fagmennsku hefði skort hjá Seðlabanka í málinu. Á ofangreindan hátt, var vegið bæði að Selabankastjóra persónulega, meintur ritstuldur, og faglega, rangar stýrivaxtaákvarðanir. Fréttablaðið birti, annars vegar, fréttir um meintan ritstuld og, hins vegar, mína grein, auðvitað sem frétta- og birtingamiðill. Fréttablaðið lagði ekkert til þessara ásakana, nema, að flytja fréttir af þeim, eins og góðum miðli sæmir. Tal Seðlabankastjóra um, að framferði Fréttablaðsins í málinu sé ekki boðlegt, er því Seðlabankastjóra vart boðlegt. Hann verður að bregðast við ásökununum, sem á hann eru bornar, með málefnalegum andsvörum og rökum, ekki með því, að fara gegn þeim, sem flytur fréttir um ásakanir eða gagnrýni eða birtir þær. Seðlabankastjóri sýnir fram á það á Facebook-síðu sinni, að ásakanir sagnfræðingsins virðast rangar. Er það vel. Á hinn bóginn eru ásakanir rithöfundarins, og um leið doktorsins, komnar til Siðanefndar Háskóla Íslands, sem vart hefði tekið við kvörtun rithöfundarins og ósk hans um umfjöllun kærunnar í siðanefndinni, hefði kæran verið bábilja. Það er því ekki rétt, að Seðlabankastjóri hafi hreinsað sig með öllu af áburði um ritstuld. Skuggi þessara ásakana hangir því yfir Seðlabankastjóra þar til siðanefndin hefur lokið störfum sínum. Vonandi fer þetta vel fyrir Seðlabanakstjóra, annað væri slæmt fyrir embættið, bankann og stjórnsýsluna í heild, en það liggur engan veginn fyrir á þessu stigi. Seðlabankastjori ætti því að ganga hægt um gleðinnar dyr, hvað varðar sjálfshreinsun af áburði um ritstuld. Hitt er svo líka mál, alla vega fyrir undirrituðum, með hvaða hætti Seðlabankastjóri vill útskýra ákvarðanir bankans um stórfellda hækkun stýrivaxta, með þeim íþyngjandi áhrifum, sem þær valda flestum eða öllum skuldurum landsins, á sama tíma og slík stýrivaxta skref virðast ekki hvarla að helztu seðlabönkum álfunnar, en sá verðþrýstingur, sem alls staðar er í gangi nú, er að mestu afleiðing af COVID-faraldrinum, sem er bæði tímabundinn og verður ekki leystur með efnahagslegum aðgerðum, heldur einvörðungu með átaki í sóttvarnar- og heilbrigðismálum. Höfundur er alþjóðlegur kaupsýslumaður og stjórnmálarýnir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjölmiðlar Ole Anton Bieltvedt Bergsveinn Birgisson sakar Ásgeir Jónsson um ritstuld Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Sjá meira
Í gær fór Seðlabankastjóri mikinn á Facebook-síðu sinni, og ásakaði hann Fréttablaðið um óvandaðan og óboðlegan fréttaflutning. Tilefnið var, að blaðið hafði greint frá því á forsíðu, að tveir aðilar, annars vegar rithöfundur og fræðimaður, sem einnig er doktor í norrænum fræðum, og, hins vegar, sagnfræðingur, báðir að því er virðist vel metnir og virtir men, höfðu sakað Seðlabankastjóra um ritstuld. Hér var um tvær fréttir að ræða, sem komu þá í tvígang. Embætti Seðlabankastjóra er eitt æðsta og þýðingarmesta embætti landins. Auðvitað voru þessar ásakanir um meintan ritstuld Seðlabankastjóra því stórfrétt.Fréttablaðið fjallaði um málið á þeim nótum. Í gær birti svo Fréttablaðið fyrir undirritaðan grein, ”Er jörðin enn flöt hjá Seðlabanka”, þar sem ég tjái þá skoðun mína, að Seðlabanki hafi gert alvarleg mistök, þegar hann hækkaði stýrivexti úr 0,5 í 2,0% á seinni hluta 2021. Það leiði fremur til þess, að herða verðbólguhnútinn, en leysa hann, enda hafi aðrir evrópskir seðlabankar forðast að hækka stýrivexti við þau skilyrði, sem voru og eru. Verðhækkanir vegna COVID séu heilsufarsvandamál, ekki efnahagsvandamál í sjálfu sér, sem heilbrigðiskerfi verði að leysa.Ég lét því í ljós þá skoðun, að fagmennsku hefði skort hjá Seðlabanka í málinu. Á ofangreindan hátt, var vegið bæði að Selabankastjóra persónulega, meintur ritstuldur, og faglega, rangar stýrivaxtaákvarðanir. Fréttablaðið birti, annars vegar, fréttir um meintan ritstuld og, hins vegar, mína grein, auðvitað sem frétta- og birtingamiðill. Fréttablaðið lagði ekkert til þessara ásakana, nema, að flytja fréttir af þeim, eins og góðum miðli sæmir. Tal Seðlabankastjóra um, að framferði Fréttablaðsins í málinu sé ekki boðlegt, er því Seðlabankastjóra vart boðlegt. Hann verður að bregðast við ásökununum, sem á hann eru bornar, með málefnalegum andsvörum og rökum, ekki með því, að fara gegn þeim, sem flytur fréttir um ásakanir eða gagnrýni eða birtir þær. Seðlabankastjóri sýnir fram á það á Facebook-síðu sinni, að ásakanir sagnfræðingsins virðast rangar. Er það vel. Á hinn bóginn eru ásakanir rithöfundarins, og um leið doktorsins, komnar til Siðanefndar Háskóla Íslands, sem vart hefði tekið við kvörtun rithöfundarins og ósk hans um umfjöllun kærunnar í siðanefndinni, hefði kæran verið bábilja. Það er því ekki rétt, að Seðlabankastjóri hafi hreinsað sig með öllu af áburði um ritstuld. Skuggi þessara ásakana hangir því yfir Seðlabankastjóra þar til siðanefndin hefur lokið störfum sínum. Vonandi fer þetta vel fyrir Seðlabanakstjóra, annað væri slæmt fyrir embættið, bankann og stjórnsýsluna í heild, en það liggur engan veginn fyrir á þessu stigi. Seðlabankastjori ætti því að ganga hægt um gleðinnar dyr, hvað varðar sjálfshreinsun af áburði um ritstuld. Hitt er svo líka mál, alla vega fyrir undirrituðum, með hvaða hætti Seðlabankastjóri vill útskýra ákvarðanir bankans um stórfellda hækkun stýrivaxta, með þeim íþyngjandi áhrifum, sem þær valda flestum eða öllum skuldurum landsins, á sama tíma og slík stýrivaxta skref virðast ekki hvarla að helztu seðlabönkum álfunnar, en sá verðþrýstingur, sem alls staðar er í gangi nú, er að mestu afleiðing af COVID-faraldrinum, sem er bæði tímabundinn og verður ekki leystur með efnahagslegum aðgerðum, heldur einvörðungu með átaki í sóttvarnar- og heilbrigðismálum. Höfundur er alþjóðlegur kaupsýslumaður og stjórnmálarýnir.
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar