Býður sig fram til formanns Eflingar Atli Ísleifsson skrifar 4. janúar 2022 11:01 Ólöf Helga Adolfsdóttir rataði í fréttir í haust eftir að henni var sagt upp störfum sem hlaðmaður hjá Icelandair. Efling Ólöf Helga Adolfsdóttir, varaformaður Eflingar og fyrrverandi hlaðmaður hjá Icelandair, hefur ákveðið að bjóða sig fram til formennsku í Eflingu. Frá þessu segir í tilkynningu frá Ólöfu Helgu. Þar segir að einnig að hún gefi kost á sér til setu í stjórn Eflingar á þeim lista sem uppstillingarnefnd mun setja saman. Ólöf Helga hefur setið í stjórn Eflingar frá árinu 2019, en frá í byrjun nóvember hefur hún gegnt stöðu varaformanns. Tók hún við því starfi af Agniezsku Ewu Ziólkowsku sem tók við stöðu formanns í kjölfar afsagnar Sólveigar Önnu Jónsdóttur. Ólöf Helga rataði í fréttir í haust eftir að henni var sagt upp störfum hjá Icelandair og var þá deilt um hvort hún hafi gegnt stöðu trúnaðarmanns þegar henni var sagt upp. Erfitt að missa vinnuna og framfærsluna Ólöf Helga segist hafa orðið virk í verkalýðsmálum í starfi sínu sem hlaðmaður á Reykjavíkurflugvelli, en þar hafi hún unnið í fimm ár og gegnt embætti trúnaðarmanns þar til mér var sagt upp störfum. „Það er erfitt að missa vinnuna og framfærsluna, ekki síst fyrir okkur sem höfum eingöngu starfað í láglaunastörfum og eigum því ekki borð fyrir báru þegar í harðbakkann slær. En það er líka sárt að vera vísað á dyr af óljósum ástæðum, sem virðast ekki vera aðrar en þær að ég sinnti hlutverki trúnaðarmanns af alúð á tímum þar sem vegið var að kjörum og réttindum starfsfólks. Við þessar aðstæður átti ég skjól hjá mínu stéttarfélagi sem reis upp mér til varnar. Ég þekki því af eigin raun hversu mikilvæg öflug og skipulögð verkalýðshreyfingin er launafólki andspænis ægivaldi fyrirtækja og samtaka atvinnurekenda. Ég býð mig fram til formanns Eflingar því að ég hef áhuga á að beina öllum kröftum mínum að verkalýðsbaráttu. Ásamt stjórn, samninganefnd og trúnaðarráði vil ég leiða Eflingu – næststærsta stéttarfélag landsins og stærsta félag verka- og láglaunafólks – í gegnum kjarasamninga sem eru lausir síðar á þessu ári. Ég vil leggja mitt af mörkum til að styrkja stöðu trúnaðarmanna og efla þá í starfi. Ég vil halda áfram því öfluga starfi sem Efling hefur unnið að síðustu ár og lýtur m.a. að þjónustu við erlenda félagsmenn og þátttöku þeirra í starfi hreyfingarinnar. Ég vil takast á við vanda ungs fólks á vinnumarkaði og þeirra sem eru utan náms og vinnu af fullum þunga. Síðast en ekki síst vil ég vinna að því ásamt stjórn og skrifstofu að efla þjónustu við félagsmenn enn frekar, byggja upp fræðslustarf, auka lýðræði innan félagsins og tryggja aðgengi félaga að upplýsingum um starfsemi Eflingar. Á næstu vikum mun ég leitast við að hitta sem flesta félagsmenn, bæði til að kynna mig og mínar hugmyndir og heyra en betur hvað brennur á félagsmönnum. Með framboði þessu bið ég um traust trúnaðarráðs og félagsfólks Eflingar til að leiða félagið fram til baráttu næstu tvö ár,“ segir Ólöf Helga. Kjaramál Ólga innan Eflingar Félagasamtök Stéttarfélög Deilur Ólafar Helgu og Icelandair Tengdar fréttir Með ólíkindum að Icelandair ætli í stríð við verkalýðshreyfinguna „Mér finnst alveg með ólíkindum að fyrirtæki sem er í þeirri stöðu sem [Icelandair] er ætli sér að fara í stríð við verkalýðshreyfinguna,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, um ákvörðun fyrirtækisins um að standa við uppsögn Ólafar Helgu Adolfsdóttur. 7. október 2021 07:31 Enn skráð trúnaðarmaður á innri vef og hjá Vinnueftirlitinu Ólöf Helga Adolfsdóttir var enn skráður bæði trúnaðarmaður og öryggistrúnaðarmaður á innri vef Icelandair þegar henni var sagt upp störfum hjá fyrirtækinu. Stéttarfélagið Efling ætlar í hart vegna málsins og hyggst meðal annars höfða mál fyrir dómstólum. 6. október 2021 07:09 Greinir á um hvort að starfsmaðurinn hafi verið trúnaðarmaður Icelandair er ekki sammála stéttarfélaginu Eflingu um að starfsmaður sem var látinn taka poka sinn hafi verið trúnaðarmaður þegar til uppsagnarinnar kom. Efling ætlar að stefna Icelandair vegna uppsagnarinnar. 5. október 2021 18:09 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Fleiri fréttir Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Sjá meira
Frá þessu segir í tilkynningu frá Ólöfu Helgu. Þar segir að einnig að hún gefi kost á sér til setu í stjórn Eflingar á þeim lista sem uppstillingarnefnd mun setja saman. Ólöf Helga hefur setið í stjórn Eflingar frá árinu 2019, en frá í byrjun nóvember hefur hún gegnt stöðu varaformanns. Tók hún við því starfi af Agniezsku Ewu Ziólkowsku sem tók við stöðu formanns í kjölfar afsagnar Sólveigar Önnu Jónsdóttur. Ólöf Helga rataði í fréttir í haust eftir að henni var sagt upp störfum hjá Icelandair og var þá deilt um hvort hún hafi gegnt stöðu trúnaðarmanns þegar henni var sagt upp. Erfitt að missa vinnuna og framfærsluna Ólöf Helga segist hafa orðið virk í verkalýðsmálum í starfi sínu sem hlaðmaður á Reykjavíkurflugvelli, en þar hafi hún unnið í fimm ár og gegnt embætti trúnaðarmanns þar til mér var sagt upp störfum. „Það er erfitt að missa vinnuna og framfærsluna, ekki síst fyrir okkur sem höfum eingöngu starfað í láglaunastörfum og eigum því ekki borð fyrir báru þegar í harðbakkann slær. En það er líka sárt að vera vísað á dyr af óljósum ástæðum, sem virðast ekki vera aðrar en þær að ég sinnti hlutverki trúnaðarmanns af alúð á tímum þar sem vegið var að kjörum og réttindum starfsfólks. Við þessar aðstæður átti ég skjól hjá mínu stéttarfélagi sem reis upp mér til varnar. Ég þekki því af eigin raun hversu mikilvæg öflug og skipulögð verkalýðshreyfingin er launafólki andspænis ægivaldi fyrirtækja og samtaka atvinnurekenda. Ég býð mig fram til formanns Eflingar því að ég hef áhuga á að beina öllum kröftum mínum að verkalýðsbaráttu. Ásamt stjórn, samninganefnd og trúnaðarráði vil ég leiða Eflingu – næststærsta stéttarfélag landsins og stærsta félag verka- og láglaunafólks – í gegnum kjarasamninga sem eru lausir síðar á þessu ári. Ég vil leggja mitt af mörkum til að styrkja stöðu trúnaðarmanna og efla þá í starfi. Ég vil halda áfram því öfluga starfi sem Efling hefur unnið að síðustu ár og lýtur m.a. að þjónustu við erlenda félagsmenn og þátttöku þeirra í starfi hreyfingarinnar. Ég vil takast á við vanda ungs fólks á vinnumarkaði og þeirra sem eru utan náms og vinnu af fullum þunga. Síðast en ekki síst vil ég vinna að því ásamt stjórn og skrifstofu að efla þjónustu við félagsmenn enn frekar, byggja upp fræðslustarf, auka lýðræði innan félagsins og tryggja aðgengi félaga að upplýsingum um starfsemi Eflingar. Á næstu vikum mun ég leitast við að hitta sem flesta félagsmenn, bæði til að kynna mig og mínar hugmyndir og heyra en betur hvað brennur á félagsmönnum. Með framboði þessu bið ég um traust trúnaðarráðs og félagsfólks Eflingar til að leiða félagið fram til baráttu næstu tvö ár,“ segir Ólöf Helga.
Kjaramál Ólga innan Eflingar Félagasamtök Stéttarfélög Deilur Ólafar Helgu og Icelandair Tengdar fréttir Með ólíkindum að Icelandair ætli í stríð við verkalýðshreyfinguna „Mér finnst alveg með ólíkindum að fyrirtæki sem er í þeirri stöðu sem [Icelandair] er ætli sér að fara í stríð við verkalýðshreyfinguna,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, um ákvörðun fyrirtækisins um að standa við uppsögn Ólafar Helgu Adolfsdóttur. 7. október 2021 07:31 Enn skráð trúnaðarmaður á innri vef og hjá Vinnueftirlitinu Ólöf Helga Adolfsdóttir var enn skráður bæði trúnaðarmaður og öryggistrúnaðarmaður á innri vef Icelandair þegar henni var sagt upp störfum hjá fyrirtækinu. Stéttarfélagið Efling ætlar í hart vegna málsins og hyggst meðal annars höfða mál fyrir dómstólum. 6. október 2021 07:09 Greinir á um hvort að starfsmaðurinn hafi verið trúnaðarmaður Icelandair er ekki sammála stéttarfélaginu Eflingu um að starfsmaður sem var látinn taka poka sinn hafi verið trúnaðarmaður þegar til uppsagnarinnar kom. Efling ætlar að stefna Icelandair vegna uppsagnarinnar. 5. október 2021 18:09 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Fleiri fréttir Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Sjá meira
Með ólíkindum að Icelandair ætli í stríð við verkalýðshreyfinguna „Mér finnst alveg með ólíkindum að fyrirtæki sem er í þeirri stöðu sem [Icelandair] er ætli sér að fara í stríð við verkalýðshreyfinguna,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, um ákvörðun fyrirtækisins um að standa við uppsögn Ólafar Helgu Adolfsdóttur. 7. október 2021 07:31
Enn skráð trúnaðarmaður á innri vef og hjá Vinnueftirlitinu Ólöf Helga Adolfsdóttir var enn skráður bæði trúnaðarmaður og öryggistrúnaðarmaður á innri vef Icelandair þegar henni var sagt upp störfum hjá fyrirtækinu. Stéttarfélagið Efling ætlar í hart vegna málsins og hyggst meðal annars höfða mál fyrir dómstólum. 6. október 2021 07:09
Greinir á um hvort að starfsmaðurinn hafi verið trúnaðarmaður Icelandair er ekki sammála stéttarfélaginu Eflingu um að starfsmaður sem var látinn taka poka sinn hafi verið trúnaðarmaður þegar til uppsagnarinnar kom. Efling ætlar að stefna Icelandair vegna uppsagnarinnar. 5. október 2021 18:09