Gripinn með gríðarlegt magn barnakláms sem uppgötvaðist fyrir tilviljun Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. janúar 2022 20:50 Dómur í máli mannsins féll í Héraðsdómi. Vísir/Vilhelm. Karlmaður búsettur á höfuðborgarsvæðinu hefur verið dæmdur í átján mánaða fangelsi, þar af fimmtán mánuði skilorðsbundna, fyrir að hafa 132 þúsund ljósmyndir og rúmlega fimm þúsund kvikmyndir sem sýndu börn á kynferðislegan og klámfengin hátt í vörslum sínum. Málið má rekja til þess að árið 2019 var tilkynning send til lögreglu eftir að sá sem tilkynnti uppötvaði áðurnefnt efni fyrir tilviljun þegar hann var staddur á heimili mannsins. Lögregla gerði í framhaldinu húsleitir hjá manninum þar sem barnaníðsefnið fannst geymt á borðtölvum, fartölvum, hörðum diskum, disklingum, seguldiskum og geisladiskum. Alls fundust 244.254 ljósmyndir og 5.543 kvikmyndir. Við yfirheyrslur hjá lögreglu kannaðist maðurinn við efnið en kvað það hins vegar vera gamalt efni, frá árunum 1990-1992, þegar hann var haldinn barnagirnd. í kringum 1998 hafi hann hins vegar misst áhuga á efninu. Í millitíðinni hafði hann hins vegar fært efnið á milli tölva og harðra diska. Fyrir dómi sagðist maðurinn hafa verið haldinn barnagirnd á umræddum árum og leitað í barnaníðsefniefni, en ekki börnin sjálf. Kvaðst hann hafa orðið háður því að skoða efnið. Magnið gríðarmikið að sögn lögreglumanna Lögreglumenn sem báru vitni í málinu og þurftu að skoða efnið við rannsókn þess sögðu magn þess sem fannst í húsleitunum hafa verið gríðarmikið. Maðurinn gekkst við því að hafa haft í vörslum sínum um langt skeið ljósmyndir og kvikmyndir sem sýndu börn á kynferðislegan og klámfengin hátt. Lögreglumenn þurfti að skoða efnið í þágu rannsóknar málsins.Vísir/Vilhelm. Hið mikla magn skýrði hann þó með því að að hluta til væru um mörg eintök af sama efninu að ræða, sem hafi afritast er hann færði það á milli tækja. Þá hafi hann ætlað sér að farga hluta efnisins, sem fannst í kjallara mannsins. Þessari skýringu var hafnað af Héraðsdómi Reykjavíkur sem taldi manninn sjálfan bera ábyrgð á fjölföldun efnisins af þessu tagi. Þó var maðurinn sýknaður fyrir vörslu á svokölluðum smámyndum eða „thumbnails“ sem voru rúmlega 111 þúsund af hinum 244 þúsund myndum sem fundust á heimili mannsins, á grundvelli þess að þær hafi ekki verið vistaðar á tækjum mannsins af honum sjálfum, heldur orðið til við meðhöndlun stýrikerfa þeirra. Var hann því sakfelldur fyrir að hafa 132.798 ljósmyndir og 5.435 kvikmyndir sem sýndu börn á kynferðislegan og klámfengin hátt. Dómari skoðaði efnið með handahófskenndri skoðun Í dóminum segir að myndefnið hafi verið af ýmsum toga en að svo til á öllum munum hafi fundist efni af allra grófasta tagi, þetta hafi dómari sannreynt með handahófskenndri skoðun á efninu. Segir í dómi héraðsdóms að magn efnisins beri vitni um stjórnleysi mannsins sem þurfi augljóslega á aðstoð að halda. Var maðurinn dæmdur í átján mánaða fangelsi, þar af fimmtán mánuðir skilorðsbundnir sem falla niður haldi maðurinn skilorði í tvö ár. Dómsmál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Sjá meira
Málið má rekja til þess að árið 2019 var tilkynning send til lögreglu eftir að sá sem tilkynnti uppötvaði áðurnefnt efni fyrir tilviljun þegar hann var staddur á heimili mannsins. Lögregla gerði í framhaldinu húsleitir hjá manninum þar sem barnaníðsefnið fannst geymt á borðtölvum, fartölvum, hörðum diskum, disklingum, seguldiskum og geisladiskum. Alls fundust 244.254 ljósmyndir og 5.543 kvikmyndir. Við yfirheyrslur hjá lögreglu kannaðist maðurinn við efnið en kvað það hins vegar vera gamalt efni, frá árunum 1990-1992, þegar hann var haldinn barnagirnd. í kringum 1998 hafi hann hins vegar misst áhuga á efninu. Í millitíðinni hafði hann hins vegar fært efnið á milli tölva og harðra diska. Fyrir dómi sagðist maðurinn hafa verið haldinn barnagirnd á umræddum árum og leitað í barnaníðsefniefni, en ekki börnin sjálf. Kvaðst hann hafa orðið háður því að skoða efnið. Magnið gríðarmikið að sögn lögreglumanna Lögreglumenn sem báru vitni í málinu og þurftu að skoða efnið við rannsókn þess sögðu magn þess sem fannst í húsleitunum hafa verið gríðarmikið. Maðurinn gekkst við því að hafa haft í vörslum sínum um langt skeið ljósmyndir og kvikmyndir sem sýndu börn á kynferðislegan og klámfengin hátt. Lögreglumenn þurfti að skoða efnið í þágu rannsóknar málsins.Vísir/Vilhelm. Hið mikla magn skýrði hann þó með því að að hluta til væru um mörg eintök af sama efninu að ræða, sem hafi afritast er hann færði það á milli tækja. Þá hafi hann ætlað sér að farga hluta efnisins, sem fannst í kjallara mannsins. Þessari skýringu var hafnað af Héraðsdómi Reykjavíkur sem taldi manninn sjálfan bera ábyrgð á fjölföldun efnisins af þessu tagi. Þó var maðurinn sýknaður fyrir vörslu á svokölluðum smámyndum eða „thumbnails“ sem voru rúmlega 111 þúsund af hinum 244 þúsund myndum sem fundust á heimili mannsins, á grundvelli þess að þær hafi ekki verið vistaðar á tækjum mannsins af honum sjálfum, heldur orðið til við meðhöndlun stýrikerfa þeirra. Var hann því sakfelldur fyrir að hafa 132.798 ljósmyndir og 5.435 kvikmyndir sem sýndu börn á kynferðislegan og klámfengin hátt. Dómari skoðaði efnið með handahófskenndri skoðun Í dóminum segir að myndefnið hafi verið af ýmsum toga en að svo til á öllum munum hafi fundist efni af allra grófasta tagi, þetta hafi dómari sannreynt með handahófskenndri skoðun á efninu. Segir í dómi héraðsdóms að magn efnisins beri vitni um stjórnleysi mannsins sem þurfi augljóslega á aðstoð að halda. Var maðurinn dæmdur í átján mánaða fangelsi, þar af fimmtán mánuðir skilorðsbundnir sem falla niður haldi maðurinn skilorði í tvö ár.
Dómsmál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent