Öll fyrirtækin nema eitt í Kauphöllinni hækkuðu árið 2021 Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. janúar 2022 11:12 Það var nóg um að vera í Kauphöllinni á árinu. Vísir/Vilhelm Verð á bréfum í Arion banka tvöfaldaðist árið 2021. Bréf í öllum fyrirtækjum í Kauphöllinni gáfu á bilinu tíu til hundrað prósent ávöxtun. Verð á bréfum Solid Clouds lækkaði um fjórðung. Þetta er meðal þess sem fram kemur í uppgjöri Kauphallarinnar fyrir árið 2021. Finnbogi Rafn Jónsson, forstöðumaður viðskipta og viðskiptatengsla, Nasdaq Iceland, segir að árið 2021 hafi markað greinileg kaflaskil fyrir íslenska markaðinn. „Fjórar spennandi nýskráningar á hlutabréfamarkaðinn settu tóninn fyrir áframhaldandi innkomu almennra fjárfesta, sem létu sjá sig svo um munaði í öllum hlutafjárútboðum. Nefna má sérstaklega útboð Íslandsbanka sem var stærsta hlutafjárútboð Íslandssögunnar með þátttöku um 24 þúsund fjárfesta,“ segir Finnbogi. Langmest viðskipti með bréf í Arion banka Á árinu hafi orðið tæplega áttatíu prósenta aukning í fjölda viðskipta og fjárfestar notið góðrar ávöxtunar þar sem Úrvalsvísitalan OMXI10 hækkaði um þriðjung á árinu. „Stærð markaðarins jókst þar með um tvo þriðju á árinu. Allt þetta og meira hefur sett íslenska hlutabréfamarkaðinn á kortið hjá erlendum vísitölufyrirtækjum að auki. Þannig eru líkur á að markaðurinn færist upp um gæðaflokkun á nýju ári sem myndi laða að enn fleiri erlenda fjárfesta og aukið fjármagn, íslenskum fyrirtækjum og markaðnum í heild sinni til hagsbóta.” Úrvalsvísitalan (OMXI10) hækkaði um tæp 33% á árinu og stendur nú í 3.398 stigum. Heildarvísitala hlutabréfa (OMXIPI) hækkaði um 40,2%. Heildarviðskipti með hlutabréf á árinu námu 1.071 milljarði eða 4.285 milljónum á dag. Til samanburðar var veltan með hlutabréf árið 2020 602 milljarðar eða 2.417 milljónir á dag. Veltan jókst því um rúm 77% á milli ára. Mest viðskipti á árinu voru með bréf Arion banka (ARION), 259,8 milljarðar, Marel (MAREL), 119,9 milljarðar, Kviku banka (KVIKA), 107,3 milljarðar, Símans (SIMINN), 75,2 milljarðar og Festi (FESTI), 62,6 milljarðar. Fjöldi viðskipta árið 2021 voru 100.917 talsins eða um 404 á dag. Fjöldi viðskipta árið 2020 voru 56.337 eða um 226 á dag og jukust því um 79% á milli ára. Er þetta mesti fjöldi viðskipta á hlutabréfamarkaði í 14 ár. Flest viðskipti voru með bréf Icelandair Group (ICEAIR), 22.546, Íslandsbanka (ISB), 13.801, Arion banka (ARION), 10.844, Marel (MAREL), 7.850 og Kviku banka (KVIKA) 6.658. Á Aðalmarkaði hækkaði verð bréfa Arion banka mest á árinu eða um 100,5% en þar á eftir bréf Eimskipafélags Íslands sem hækkuðu um 95,7% og bréf Origo sem hækkuðu um 80,5%. Á Nasdaq First North markaðnum hækkaði verð bréfa Kaldalóns mest eða um 66,7%. Fjögur fyrirtæki bættust í hópinn Markaðsvirði skráðra hlutabréfa var í árslok 2.556 milljarðar samanborið við 1.563 milljarða í lok árs 2020 sem er um 64% hækkun milli ára. Á árinu 2021 voru hlutabréf fjögurra fyrirtækja tekin til viðskipta, Síldarvinnslan og Íslandsbanki á Aðalmarkað og Fly Play og Solid Clouds á First North. Heildarviðskipti með skuldabréf námu 1.164 milljörðum á árinu sem samsvarar 4.658 milljóna veltu á dag, samanborið við 7.100 milljóna veltu á dag árið 2020. Velta á skuldabréfamarkaði dróst því saman um 34% milli ára. Alls námu viðskipti með ríkisbréf 796 milljörðum og viðskipti með bankabréf 213 milljörðum. Útgáfa sjálfbærra skuldabréfa nam 37,6 milljörðum króna á árinu og stendur heildarútgáfa nú í 113,2 milljörðum króna. Í lok árs voru 16 skuldabréf skráð á markað Kauphallarinnar fyrir sjálfbær skuldabréf og fjölgaði um 6 á árinu. Aðalvísitala skuldabréfa (NOMXIBB) hækkaði um 1,2% á árinu og stendur nú í 1.711,3 stigum. Óverðtryggða skuldabréfavísitala Kauphallarinnar (NOMXINOM) lækkaði um 1,5% á meðan sú verðtryggða (NOMXIREAL) hækkaði um 6,5%. Fréttir ársins 2021 Kauphöllin Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kemur í uppgjöri Kauphallarinnar fyrir árið 2021. Finnbogi Rafn Jónsson, forstöðumaður viðskipta og viðskiptatengsla, Nasdaq Iceland, segir að árið 2021 hafi markað greinileg kaflaskil fyrir íslenska markaðinn. „Fjórar spennandi nýskráningar á hlutabréfamarkaðinn settu tóninn fyrir áframhaldandi innkomu almennra fjárfesta, sem létu sjá sig svo um munaði í öllum hlutafjárútboðum. Nefna má sérstaklega útboð Íslandsbanka sem var stærsta hlutafjárútboð Íslandssögunnar með þátttöku um 24 þúsund fjárfesta,“ segir Finnbogi. Langmest viðskipti með bréf í Arion banka Á árinu hafi orðið tæplega áttatíu prósenta aukning í fjölda viðskipta og fjárfestar notið góðrar ávöxtunar þar sem Úrvalsvísitalan OMXI10 hækkaði um þriðjung á árinu. „Stærð markaðarins jókst þar með um tvo þriðju á árinu. Allt þetta og meira hefur sett íslenska hlutabréfamarkaðinn á kortið hjá erlendum vísitölufyrirtækjum að auki. Þannig eru líkur á að markaðurinn færist upp um gæðaflokkun á nýju ári sem myndi laða að enn fleiri erlenda fjárfesta og aukið fjármagn, íslenskum fyrirtækjum og markaðnum í heild sinni til hagsbóta.” Úrvalsvísitalan (OMXI10) hækkaði um tæp 33% á árinu og stendur nú í 3.398 stigum. Heildarvísitala hlutabréfa (OMXIPI) hækkaði um 40,2%. Heildarviðskipti með hlutabréf á árinu námu 1.071 milljarði eða 4.285 milljónum á dag. Til samanburðar var veltan með hlutabréf árið 2020 602 milljarðar eða 2.417 milljónir á dag. Veltan jókst því um rúm 77% á milli ára. Mest viðskipti á árinu voru með bréf Arion banka (ARION), 259,8 milljarðar, Marel (MAREL), 119,9 milljarðar, Kviku banka (KVIKA), 107,3 milljarðar, Símans (SIMINN), 75,2 milljarðar og Festi (FESTI), 62,6 milljarðar. Fjöldi viðskipta árið 2021 voru 100.917 talsins eða um 404 á dag. Fjöldi viðskipta árið 2020 voru 56.337 eða um 226 á dag og jukust því um 79% á milli ára. Er þetta mesti fjöldi viðskipta á hlutabréfamarkaði í 14 ár. Flest viðskipti voru með bréf Icelandair Group (ICEAIR), 22.546, Íslandsbanka (ISB), 13.801, Arion banka (ARION), 10.844, Marel (MAREL), 7.850 og Kviku banka (KVIKA) 6.658. Á Aðalmarkaði hækkaði verð bréfa Arion banka mest á árinu eða um 100,5% en þar á eftir bréf Eimskipafélags Íslands sem hækkuðu um 95,7% og bréf Origo sem hækkuðu um 80,5%. Á Nasdaq First North markaðnum hækkaði verð bréfa Kaldalóns mest eða um 66,7%. Fjögur fyrirtæki bættust í hópinn Markaðsvirði skráðra hlutabréfa var í árslok 2.556 milljarðar samanborið við 1.563 milljarða í lok árs 2020 sem er um 64% hækkun milli ára. Á árinu 2021 voru hlutabréf fjögurra fyrirtækja tekin til viðskipta, Síldarvinnslan og Íslandsbanki á Aðalmarkað og Fly Play og Solid Clouds á First North. Heildarviðskipti með skuldabréf námu 1.164 milljörðum á árinu sem samsvarar 4.658 milljóna veltu á dag, samanborið við 7.100 milljóna veltu á dag árið 2020. Velta á skuldabréfamarkaði dróst því saman um 34% milli ára. Alls námu viðskipti með ríkisbréf 796 milljörðum og viðskipti með bankabréf 213 milljörðum. Útgáfa sjálfbærra skuldabréfa nam 37,6 milljörðum króna á árinu og stendur heildarútgáfa nú í 113,2 milljörðum króna. Í lok árs voru 16 skuldabréf skráð á markað Kauphallarinnar fyrir sjálfbær skuldabréf og fjölgaði um 6 á árinu. Aðalvísitala skuldabréfa (NOMXIBB) hækkaði um 1,2% á árinu og stendur nú í 1.711,3 stigum. Óverðtryggða skuldabréfavísitala Kauphallarinnar (NOMXINOM) lækkaði um 1,5% á meðan sú verðtryggða (NOMXIREAL) hækkaði um 6,5%.
Fréttir ársins 2021 Kauphöllin Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira