Innlent

Gróður­eldar og flug­elda­stúss á borði lög­reglu í nótt

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Lögregkla var kölluð út nokkrum sinnum í gærkvöld og nótt vegna gróðurelda.
Lögregkla var kölluð út nokkrum sinnum í gærkvöld og nótt vegna gróðurelda. Visir/Vilhelm

Mikið var um útköll hjá lögreglu í gærkvöld og í nótt vegna flugelda. Þá voru viðbragðsaðilar kallaðir til nokkrum sinnum vegna elda á höfuðborgarsvæðinu. 

Lögregla var kölluð til að heimili í Reykjavík í gærkvöld vegna krakka sem voru að setja flugelda inn um kattarlúgur á heimilum. Krakkarnir voru farnir þegar lögregla kom á staðinn en engar skemmdir höfðu orðið á heimilinu vegna uppátækisins. Eins var tilkynnt um krakka sem fóru óvarlega með flugelda annars staðar á höfuðborgarsvæðinu en þeir höfðu látið sig hverfa þegar lögrega mætti á staðinn. 

Tilkynnt var um flugeld sem sprakk í stigahúsi í Hafnarfirði í gærkvöld. Engin slys urðu á fólki en grunur er þó um að um skemmdarverk hafi verið að ræða. 

Þá var tilkynnt um eld í þaki húsi í Laugardal en búið var að slökkva eldinn þegar lögregla kom á vettvang. Þá var tilkynnt um eld í gámi í Múlunum og þurfti slökkvilið að sjá um að slökkva þann eld. Þá var eins tilkynnt um eld í gámi í Kópavogi og í Ruslatunnu í Hafnarfirði. 

Einn var stöðvaður af lögreglu grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna og án ökuréttinda. Þá er hann talinn hafa verið á stolnum bíl þegar lögregla náði í skottið á honum. Þá varð umferðaróhapp í Breiðholti í gærkvöld og yfirgáfu ökumaður og farþegi vettvang á hlaupum en voru handteknir stuttu seinna. 

Þá bárust nokkrar tilkynningar um gróðurelda til viðbragðsaðila í gærkvöldi og nótt. Tilkynningarnar bárust úr Garðabæ, Árbæ og Mosfelssbæ en þurfi slökkvilið aðeins að slökkva einn þeirra elda sem tilkynnt var um. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×