Sautján ára Úsbeki felldi Carlsen af stallinum Atli Ísleifsson skrifar 29. desember 2021 11:36 Nodirbek Abdusattorov er nýr heimsmeistari í atskák. Getty Nodirbek Abdusattorov, sautján ára Úsbeki, varð í gær heimsmeistari í atskák í pólsku höfuðborginni Varsjá og batt þar með enda á sigurgöngu Norðmannsins Magnus Carlsen sem var fyrir mótið handhafi þriggja stærstu heimsmeistaratitlanna í skákíþróttinni. Carlsen var þó allt annað en sáttur og gagnrýndi fyrirkomulag og reglur mótsins harðlega, en fjórir skákmenn, Carlsen þeirra á meðal, höfðu verið jafnir að stigum að loknu mótinu. Grípa þurfti til einvígis til að skera úr um sigurvegara þar sem Abdusattorov hafði loks betur gegn Rússanum Ian Nepomniachtchi. Reglur mótsins gerðu ráð fyrir að í þeim aðstæðum að fleiri en tveir skákmenn væru jafnir að stigum skyldu þeir tveir mætast í einvígi sem væru með flest stig samkvæmt Sonneborn-Berger-reiknireglunni. Reiknireglan reiknar stig leikmanna með tilliti til styrkleika þeirra leikmanna sem viðkomandi hefur unnið eða gert jafntefli við. Þar mældust þeir Abdusattorov og Nepomniachtchi efstir, Carlsen þriðji og Fabiano Caruana fjórði, en allir voru þeir með 9,5 vinning að móti loknu. Squabbles about the rules aside, what an absolutely incredible acheviement! https://t.co/OGTtJMF4Xl— Magnus Carlsen (@MagnusCarlsen) December 28, 2021 „Heimskuleg regla“ „Þetta er heimskuleg regla,“ sagði Carlsen í samtali við NRK eftir að ljóst var að hann myndi missa af einvíginu. „Annað hvort eiga allir þeir sem eru efstir með jafnmarga vinninga í umspil, eða þá enginn.“ Í atskák eru leikmenn með fimmtán mínútur á klukkunni, auk tíu sekúndna fyrir hvern leik. Heimsmeistaramótið í hraðskák hefst svo í Varsjá í dag, en þar eru leikmenn með þrjár mínútur á klukkunni. Þar mun Carlsen einnig reyna að verja heimsmeistaratitil sinn. Carlsen varð heimsmeistari í skák í fimmta sinn þann 10. desember síðastliðinn þegar hann hafði betur gegn Rússanum Nepomniachtchi. Það mót fór fram í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Skák Úsbekistan Pólland Noregur Tengdar fréttir Magnus Carlsen heimsmeistari í fimmta sinn Norðmaðurinn Magnus Carlsen lagði í dag Ian Nepomniachtchi frá Rússlandi í elleftu skák þeirra um meistaratitilinn í skák og tryggði sér þar með sinn fimmta heimsmeistaratitil. 10. desember 2021 15:52 Gefur í skyn að hann ætli sér ekki að verja titilinn Norski heimsmeistarinn Magnus Carlsen hefur gefið í skyn að heimsmeistaraeinvígið sem haldið var í Sameinuðu arabísku furstadæmunum á dögunum hafi verið hans síðasta. Hinn 31 árs gamli Carlsen hafði þar betur gegn Rússanum Ian Nepomniachtchi og vann þá sinn fimmta heimsmeistaratitil. 14. desember 2021 13:17 Mest lesið Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Enski boltinn Fram flaug áfram í bikarnum Handbolti Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Íslenski boltinn Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Fótbolti Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Fótbolti Fleiri fréttir „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Fram flaug áfram í bikarnum Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Sjáðu bestu tilþrifin á öðru keppniskvöldi úrvalsdeildarinnar Sigurjón hættur með Gróttu Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? Tyson æfir á sveppum og ætlar að taka ofskynjunarlyf fyrir bardagann „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Hannes í leyfi Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Fólk gapir vestanhafs eftir ótrúleg tilþrif Sjá meira
Carlsen var þó allt annað en sáttur og gagnrýndi fyrirkomulag og reglur mótsins harðlega, en fjórir skákmenn, Carlsen þeirra á meðal, höfðu verið jafnir að stigum að loknu mótinu. Grípa þurfti til einvígis til að skera úr um sigurvegara þar sem Abdusattorov hafði loks betur gegn Rússanum Ian Nepomniachtchi. Reglur mótsins gerðu ráð fyrir að í þeim aðstæðum að fleiri en tveir skákmenn væru jafnir að stigum skyldu þeir tveir mætast í einvígi sem væru með flest stig samkvæmt Sonneborn-Berger-reiknireglunni. Reiknireglan reiknar stig leikmanna með tilliti til styrkleika þeirra leikmanna sem viðkomandi hefur unnið eða gert jafntefli við. Þar mældust þeir Abdusattorov og Nepomniachtchi efstir, Carlsen þriðji og Fabiano Caruana fjórði, en allir voru þeir með 9,5 vinning að móti loknu. Squabbles about the rules aside, what an absolutely incredible acheviement! https://t.co/OGTtJMF4Xl— Magnus Carlsen (@MagnusCarlsen) December 28, 2021 „Heimskuleg regla“ „Þetta er heimskuleg regla,“ sagði Carlsen í samtali við NRK eftir að ljóst var að hann myndi missa af einvíginu. „Annað hvort eiga allir þeir sem eru efstir með jafnmarga vinninga í umspil, eða þá enginn.“ Í atskák eru leikmenn með fimmtán mínútur á klukkunni, auk tíu sekúndna fyrir hvern leik. Heimsmeistaramótið í hraðskák hefst svo í Varsjá í dag, en þar eru leikmenn með þrjár mínútur á klukkunni. Þar mun Carlsen einnig reyna að verja heimsmeistaratitil sinn. Carlsen varð heimsmeistari í skák í fimmta sinn þann 10. desember síðastliðinn þegar hann hafði betur gegn Rússanum Nepomniachtchi. Það mót fór fram í Sameinuðu arabísku furstadæmunum.
Skák Úsbekistan Pólland Noregur Tengdar fréttir Magnus Carlsen heimsmeistari í fimmta sinn Norðmaðurinn Magnus Carlsen lagði í dag Ian Nepomniachtchi frá Rússlandi í elleftu skák þeirra um meistaratitilinn í skák og tryggði sér þar með sinn fimmta heimsmeistaratitil. 10. desember 2021 15:52 Gefur í skyn að hann ætli sér ekki að verja titilinn Norski heimsmeistarinn Magnus Carlsen hefur gefið í skyn að heimsmeistaraeinvígið sem haldið var í Sameinuðu arabísku furstadæmunum á dögunum hafi verið hans síðasta. Hinn 31 árs gamli Carlsen hafði þar betur gegn Rússanum Ian Nepomniachtchi og vann þá sinn fimmta heimsmeistaratitil. 14. desember 2021 13:17 Mest lesið Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Enski boltinn Fram flaug áfram í bikarnum Handbolti Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Íslenski boltinn Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Fótbolti Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Fótbolti Fleiri fréttir „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Fram flaug áfram í bikarnum Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Sjáðu bestu tilþrifin á öðru keppniskvöldi úrvalsdeildarinnar Sigurjón hættur með Gróttu Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? Tyson æfir á sveppum og ætlar að taka ofskynjunarlyf fyrir bardagann „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Hannes í leyfi Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Fólk gapir vestanhafs eftir ótrúleg tilþrif Sjá meira
Magnus Carlsen heimsmeistari í fimmta sinn Norðmaðurinn Magnus Carlsen lagði í dag Ian Nepomniachtchi frá Rússlandi í elleftu skák þeirra um meistaratitilinn í skák og tryggði sér þar með sinn fimmta heimsmeistaratitil. 10. desember 2021 15:52
Gefur í skyn að hann ætli sér ekki að verja titilinn Norski heimsmeistarinn Magnus Carlsen hefur gefið í skyn að heimsmeistaraeinvígið sem haldið var í Sameinuðu arabísku furstadæmunum á dögunum hafi verið hans síðasta. Hinn 31 árs gamli Carlsen hafði þar betur gegn Rússanum Ian Nepomniachtchi og vann þá sinn fimmta heimsmeistaratitil. 14. desember 2021 13:17