Van Gerwen afar ósáttur við mótshaldara: „Þetta er bara ein stór kórónuveirubomba núna“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. desember 2021 09:00 Michael van Gerwen er afar vonsvikinn eftir að hafa þurft að hætta keppni á HM í pílukasti. getty/Andrew Redington Michael van Gerwen sendi skipuleggjendum heimsmeistaramótsins í pílukasti tóninn eftir að hann þurfti að draga sig úr keppni eftir að hann greindist með kórónuveiruna. Van Gerwen átti að mæta Chris Dobey í síðasta leik gærdagsins en ekkert varð af honum eftir að Hollendingurinn greindist með veiruna. Hann fær því ekki tækifæri til að vinna sinn fjórða heimsmeistaratitil. Landi Van Gerwens, Vincent Van Der Voort, þurfti einnig að draga sig úr keppni eftir að hafa smitast af veirunni. Þá greindist þriðji Hollendingurinn, Raymond Van Barneweld, með veiruna eftir að hann féll úr keppni eftir tap fyrir Rob Cross. Van Gerwen lýsti vonbrigðum sínum yfir stöðu mála í samtali við hollenska miðilinn AD Sportwereld. „Auðvitað er heilsan það mikilvægasta en þú ert hérna til að vinna mótið. Ég átti ekki von á þessu. Við Vincent höfum varla farið neitt. Við fórum ekki einu sinni í morgunmat á hótelinu því okkur fannst of margir þar,“ sagði Van Gerwen. „Ég sá þetta öðruvísi fyrir mér. Þetta er versta martröðin. Ég prófa mig á hverjum degi. Ég veit ekki hvar ég fékk þetta en við sitjum í súpunni.“ Van Gerwen finnst sem mótshaldarar geti gert meira til að hefta útbreiðslu veirunnar og lýsir Alexandra höllinni, þar sem HM fer fram, sem hálfgerðri gróðrastíu fyrir veiruna. „Þeir eiga að prófa alla við innganginn á hverjum einasta degi en gera það ekki. Samkvæmt fyrirmælum bresku ríkisstjórnarinnar er það ekki nauðsynlegt en til að verja samtökin okkar og mótið hefði það verið hjálplegt,“ sagði Van Gerwen. „PDC samtökin munu alltaf segja að þau hafi fylgt öllum reglum en þau hefðu getað gert þetta betur. Það hefur ekki verið nógu styrk stjórn. Þetta er bara ein stór kórónuveirubomba núna og ég varð fyrir barðinu á því. Ég gerði ekkert sem gerir þetta enn meira svekkjandi.“ Dobey, sem átti að mæta Van Gerwen í gær, mætir annað hvort Dave Chisnall eða Luke Humphries í sextán manna úrslitum. Pílukast Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Leik lokið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Fleiri fréttir Frábærir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Leik lokið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Sú yngsta í sögunni til að vinna: „Var rosalega stressuð“ Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sjá meira
Van Gerwen átti að mæta Chris Dobey í síðasta leik gærdagsins en ekkert varð af honum eftir að Hollendingurinn greindist með veiruna. Hann fær því ekki tækifæri til að vinna sinn fjórða heimsmeistaratitil. Landi Van Gerwens, Vincent Van Der Voort, þurfti einnig að draga sig úr keppni eftir að hafa smitast af veirunni. Þá greindist þriðji Hollendingurinn, Raymond Van Barneweld, með veiruna eftir að hann féll úr keppni eftir tap fyrir Rob Cross. Van Gerwen lýsti vonbrigðum sínum yfir stöðu mála í samtali við hollenska miðilinn AD Sportwereld. „Auðvitað er heilsan það mikilvægasta en þú ert hérna til að vinna mótið. Ég átti ekki von á þessu. Við Vincent höfum varla farið neitt. Við fórum ekki einu sinni í morgunmat á hótelinu því okkur fannst of margir þar,“ sagði Van Gerwen. „Ég sá þetta öðruvísi fyrir mér. Þetta er versta martröðin. Ég prófa mig á hverjum degi. Ég veit ekki hvar ég fékk þetta en við sitjum í súpunni.“ Van Gerwen finnst sem mótshaldarar geti gert meira til að hefta útbreiðslu veirunnar og lýsir Alexandra höllinni, þar sem HM fer fram, sem hálfgerðri gróðrastíu fyrir veiruna. „Þeir eiga að prófa alla við innganginn á hverjum einasta degi en gera það ekki. Samkvæmt fyrirmælum bresku ríkisstjórnarinnar er það ekki nauðsynlegt en til að verja samtökin okkar og mótið hefði það verið hjálplegt,“ sagði Van Gerwen. „PDC samtökin munu alltaf segja að þau hafi fylgt öllum reglum en þau hefðu getað gert þetta betur. Það hefur ekki verið nógu styrk stjórn. Þetta er bara ein stór kórónuveirubomba núna og ég varð fyrir barðinu á því. Ég gerði ekkert sem gerir þetta enn meira svekkjandi.“ Dobey, sem átti að mæta Van Gerwen í gær, mætir annað hvort Dave Chisnall eða Luke Humphries í sextán manna úrslitum.
Pílukast Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Leik lokið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Fleiri fréttir Frábærir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Leik lokið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Sú yngsta í sögunni til að vinna: „Var rosalega stressuð“ Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sjá meira