Boeing 737 Max flugvélar fá brátt að fljúga aftur í Indónesíu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 28. desember 2021 10:15 Flugbanni yfir Boeing 737 Max flugvélum verður bráðlega aflétt í Indónesíu, rúmum þremur árum eftir að flugvél af þeirri gerð hrapaði og banaði 189 manns í landinu. EPA-EFE/ANDY RAIN Þrjú ár eru liðin síðan Boeing 737 Max flugvél hrapaði fyrir utan strendur Java á Indónesíu með 189 innanborðs. Síðan þá hafa vélarnar ekki fengið að fljúga í Indónesíu en það mun brátt breytast. Samgönguráðuneyti Indónesíu tilkynnti það í morgun að flugbanni yfir Boeing 737 Max flugvélum verði brátt aflétt. Tvær 737 Max þotur hröpuðu með nokkurra mánaða millibili haustið 2018 og vorið 2019, annars vegar í Indónesíu og hins vegar í Eþíópíu. 189 fórust í flugslysinu í Indónesíu í október 2018 og 157 í flugslysinu í Eþíópíu. Stuttu síðar tóku flugmálayfirvöld um heim allan þá ákvörðun að setja þotur af þessari gerð í flugbann. Þoturnar voru teknar aftur í notkun í Bandaríkjunum og Evrópu fyrr á þessu ári eftir að gerðar voru grundvallarbreytingar á hönnun vélarinnar. Þá hafa Ástralía, Japan, Indland, Malasía, Singapúr og Eþíópía lyft flugbanninu á síðustu mánuðum. https://www.visir.is/g/20202040241d Flugmenn í Indónesíu munu þurfa að fara í sérstakt flugpróf áður en þeir fá leyfi til að fljúga 737 Max flugvélum á ný. Flugfélagið Garuda Indonesia hyggst ekki hefja notkun á 737 Max þotunum aftur, alla vega ekki í bráð og segir í yfirlýsingu að nú sé það í forgangi hjá félaginu að borga niður skuldir og minnka flotann. Flugfélagið Lion Air, sem rak vélina sem hrapaði árið 2018, hefur enn ekki tjáð sig um málið. Indónesía Fréttir af flugi Boeing Tengdar fréttir Boeing kemst að samkomulagi við fjölskyldur fórnarlamba flugslyssins í Eþíópíu Bandaríski flugvélaframleiðandinn Boeing hefur komist að samkomulagi við fjölskyldur þeirra sem létust í mannskæðu flugslysi í Eþíópíu þegar Boeing MAX flugvél hrapaði til jarðar skömmu eftir flugtak árið 2019. 10. nóvember 2021 22:56 Boeing 737 Max eyðir minna og nær lengra en reiknað var með Boeing 737 Max þotur Icelandair hafa reynst sparneytnari og langdrægari en upphaflegir útreikningar gerðu ráð fyrir. Þetta þýðir að tegundin nýtist til fjarlægari áfangastaða, eins og Seattle, og um leið minnkar þörfin á að kaupa langdrægari Airbus þotur. 26. maí 2021 22:33 Max-þota í fyrsta sinn í innanlandsflugi í dag Boeing 737 MAX flugvél Icelandair verður nýtt í innanlandsflugi milli Reykjavíkur og Akureyrar seinnipartinn í dag. Þetta er í fyrsta sinn sem MAX-þota er notuð í farþegaflugi til Akureyrar sem og á innanlandsleiðum, að sögn Ásdísar Ýrar Pétursdóttur, upplýsingafulltrúa Icelandair. 21. maí 2021 11:09 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Samgönguráðuneyti Indónesíu tilkynnti það í morgun að flugbanni yfir Boeing 737 Max flugvélum verði brátt aflétt. Tvær 737 Max þotur hröpuðu með nokkurra mánaða millibili haustið 2018 og vorið 2019, annars vegar í Indónesíu og hins vegar í Eþíópíu. 189 fórust í flugslysinu í Indónesíu í október 2018 og 157 í flugslysinu í Eþíópíu. Stuttu síðar tóku flugmálayfirvöld um heim allan þá ákvörðun að setja þotur af þessari gerð í flugbann. Þoturnar voru teknar aftur í notkun í Bandaríkjunum og Evrópu fyrr á þessu ári eftir að gerðar voru grundvallarbreytingar á hönnun vélarinnar. Þá hafa Ástralía, Japan, Indland, Malasía, Singapúr og Eþíópía lyft flugbanninu á síðustu mánuðum. https://www.visir.is/g/20202040241d Flugmenn í Indónesíu munu þurfa að fara í sérstakt flugpróf áður en þeir fá leyfi til að fljúga 737 Max flugvélum á ný. Flugfélagið Garuda Indonesia hyggst ekki hefja notkun á 737 Max þotunum aftur, alla vega ekki í bráð og segir í yfirlýsingu að nú sé það í forgangi hjá félaginu að borga niður skuldir og minnka flotann. Flugfélagið Lion Air, sem rak vélina sem hrapaði árið 2018, hefur enn ekki tjáð sig um málið.
Indónesía Fréttir af flugi Boeing Tengdar fréttir Boeing kemst að samkomulagi við fjölskyldur fórnarlamba flugslyssins í Eþíópíu Bandaríski flugvélaframleiðandinn Boeing hefur komist að samkomulagi við fjölskyldur þeirra sem létust í mannskæðu flugslysi í Eþíópíu þegar Boeing MAX flugvél hrapaði til jarðar skömmu eftir flugtak árið 2019. 10. nóvember 2021 22:56 Boeing 737 Max eyðir minna og nær lengra en reiknað var með Boeing 737 Max þotur Icelandair hafa reynst sparneytnari og langdrægari en upphaflegir útreikningar gerðu ráð fyrir. Þetta þýðir að tegundin nýtist til fjarlægari áfangastaða, eins og Seattle, og um leið minnkar þörfin á að kaupa langdrægari Airbus þotur. 26. maí 2021 22:33 Max-þota í fyrsta sinn í innanlandsflugi í dag Boeing 737 MAX flugvél Icelandair verður nýtt í innanlandsflugi milli Reykjavíkur og Akureyrar seinnipartinn í dag. Þetta er í fyrsta sinn sem MAX-þota er notuð í farþegaflugi til Akureyrar sem og á innanlandsleiðum, að sögn Ásdísar Ýrar Pétursdóttur, upplýsingafulltrúa Icelandair. 21. maí 2021 11:09 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Boeing kemst að samkomulagi við fjölskyldur fórnarlamba flugslyssins í Eþíópíu Bandaríski flugvélaframleiðandinn Boeing hefur komist að samkomulagi við fjölskyldur þeirra sem létust í mannskæðu flugslysi í Eþíópíu þegar Boeing MAX flugvél hrapaði til jarðar skömmu eftir flugtak árið 2019. 10. nóvember 2021 22:56
Boeing 737 Max eyðir minna og nær lengra en reiknað var með Boeing 737 Max þotur Icelandair hafa reynst sparneytnari og langdrægari en upphaflegir útreikningar gerðu ráð fyrir. Þetta þýðir að tegundin nýtist til fjarlægari áfangastaða, eins og Seattle, og um leið minnkar þörfin á að kaupa langdrægari Airbus þotur. 26. maí 2021 22:33
Max-þota í fyrsta sinn í innanlandsflugi í dag Boeing 737 MAX flugvél Icelandair verður nýtt í innanlandsflugi milli Reykjavíkur og Akureyrar seinnipartinn í dag. Þetta er í fyrsta sinn sem MAX-þota er notuð í farþegaflugi til Akureyrar sem og á innanlandsleiðum, að sögn Ásdísar Ýrar Pétursdóttur, upplýsingafulltrúa Icelandair. 21. maí 2021 11:09