Telur Kári Stefánsson ráðherra undirskriftarhandbendi embættismanna? Ole Anton Bieltvedt skrifar 27. desember 2021 19:00 Það, sem frá Kára Stefánssyni kemur inn í umræðu deigluna, er margt nokkuð gott; sæmilega eða vel skynsamlegt, enda maðurinn auðvitað óvitlaus. Inn á milli koma svo upphlaup, sem eru með öllu óskiljanleg fyrir undirrituðum, hálfgerð skammhlaup í góðum manni; virðist þar nánast annar Kári vaða fram. Í Fréttablaðinu í dag skammar Kári nýjan heilbrigðisráðherra, Willum Þór, fyrir að hafa gert mistök með því, að heimila ákveðnar undanþágur frá nýjum fjöldatakmörkunum í einn dag, 23. desember. Þetta var einfaldlega framlenging á gömlu reglunum um einn einasta dag. Bezt hefði reyndar verið, ef hún hefði náð til allra. Þessar undanþágur komu auðvitað ekki bara veitingamönnum og tónlistarhöldurum, heldur öllum almennimgi, sem vildi gjarnan fá að njóta sinna Þorrláksmessuhefða, til góða. Jók hátíðargleði margs góðs mannsins. Kári stendur engu að síður á sinni skoðun, að Willum hafi gert mikil mistök með þessari eins dags framlengingu á þeim fjöldatakmörkunum, sem höfðu verið í gildi, og, ekki nóg með það, heldur heimtar Kári, að Willum viðurkenni mistökin. Orðstír ríkisstjórnarinnar sé undir. (Hvaða orðstír mætti nú spyrja?). Önnur eins þvæla! Við úttekt eða mat á gjörningi eða málefni, verður auðvitað að meta jákvætt á móti neikvæðu og álykta skv. því. Mitt mat er, að nýr ráðherra hafi einmitt gert það, og, það með málefnalegum og sanngjörnum hætti; með meðalhóf að leiðarljósi. (Hvort Kári kann skil á því orði og merkingu þess er önnur saga). Annað mál er, að hugmyndir Kára um það, að ráðherrar séu, eða eigi að vera, handbendi embættismanna, beri að þóknast þeim í einu og öllu, bukta sig og beygja og skrifa undir ef embættismenn veifa fingri, er fyrir undirrituðum fásinna. Ráðherrar eiga auðvitað að ráðfæra sig við sína sérfræðinga og embættismenn, en svo að taka sjálfstæðar ákvarðanir, út frá beztri eigin greiningu og mati, sem þeir verða svo að bera ábyrgð á. Ekkert liggur fyrir um það, að ákvörðun Willums hafi leitt til fleiri smita eða meiri veikinda, og, jafnvel þó að svo væri, hversu margra, og, hvaða vægi hefðu þau saman borið við „frjálst og gleðilegt Þorláksmessuhald“ þúsunda manna!? Í Þýzkalandi var svipuð staða með Ómikron og kvíða um alvarleg veikindi og innlagnir fyrir jól. Þar var hins vegar ákveðið, að herðing takmarkana yrði látin bíða til 28. desember. Stefnt var, sem sagt, á, að undirbúningur jóla og svo umhverfi jóla - fyrir fjölskyldur og fyrirtæki, fólkið í landinu - gætu verið sem mest í anda gamalla og góðra siða og hefða. Ýmis gildi mannlífsins þyrfti að taka með í reikninginn. Ekki bara COVID. Annað mál er það, að fyrir undirrituðum er þetta endalausa smitstagl að verða eins og þula fáránleikans. Sandkassaleikur. Það hefur auðvitað ekkert gildi í sjálfu sér, hversu mörg smit eru í gangi, heldur einvörðungu, hversu margir veikjast. Það eru aðeins veikir menn, sem þurfa á innlögn að halda og valda álagi á spítölum. Kári þykist vita, að 0.7% þeirra, sem smitast af Ómikron, þurfi á spítalavist að halda. Hvernig getur hann vitað það!? Það veit það enginn enn. Hann segir samt, „ef það er rétt“, svona til að firra sig ábyrgð sem vísindamaður, en talar svo og hagar sér, eins og þetta sé meitlað í stein. Það er einum of mikið salt í þessum hafragraut. Höfundur er alþjóðlegur kaupsýslumaður og stjórnamálarýnir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson Skoðun Við mótmælum… Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Sjá meira
Það, sem frá Kára Stefánssyni kemur inn í umræðu deigluna, er margt nokkuð gott; sæmilega eða vel skynsamlegt, enda maðurinn auðvitað óvitlaus. Inn á milli koma svo upphlaup, sem eru með öllu óskiljanleg fyrir undirrituðum, hálfgerð skammhlaup í góðum manni; virðist þar nánast annar Kári vaða fram. Í Fréttablaðinu í dag skammar Kári nýjan heilbrigðisráðherra, Willum Þór, fyrir að hafa gert mistök með því, að heimila ákveðnar undanþágur frá nýjum fjöldatakmörkunum í einn dag, 23. desember. Þetta var einfaldlega framlenging á gömlu reglunum um einn einasta dag. Bezt hefði reyndar verið, ef hún hefði náð til allra. Þessar undanþágur komu auðvitað ekki bara veitingamönnum og tónlistarhöldurum, heldur öllum almennimgi, sem vildi gjarnan fá að njóta sinna Þorrláksmessuhefða, til góða. Jók hátíðargleði margs góðs mannsins. Kári stendur engu að síður á sinni skoðun, að Willum hafi gert mikil mistök með þessari eins dags framlengingu á þeim fjöldatakmörkunum, sem höfðu verið í gildi, og, ekki nóg með það, heldur heimtar Kári, að Willum viðurkenni mistökin. Orðstír ríkisstjórnarinnar sé undir. (Hvaða orðstír mætti nú spyrja?). Önnur eins þvæla! Við úttekt eða mat á gjörningi eða málefni, verður auðvitað að meta jákvætt á móti neikvæðu og álykta skv. því. Mitt mat er, að nýr ráðherra hafi einmitt gert það, og, það með málefnalegum og sanngjörnum hætti; með meðalhóf að leiðarljósi. (Hvort Kári kann skil á því orði og merkingu þess er önnur saga). Annað mál er, að hugmyndir Kára um það, að ráðherrar séu, eða eigi að vera, handbendi embættismanna, beri að þóknast þeim í einu og öllu, bukta sig og beygja og skrifa undir ef embættismenn veifa fingri, er fyrir undirrituðum fásinna. Ráðherrar eiga auðvitað að ráðfæra sig við sína sérfræðinga og embættismenn, en svo að taka sjálfstæðar ákvarðanir, út frá beztri eigin greiningu og mati, sem þeir verða svo að bera ábyrgð á. Ekkert liggur fyrir um það, að ákvörðun Willums hafi leitt til fleiri smita eða meiri veikinda, og, jafnvel þó að svo væri, hversu margra, og, hvaða vægi hefðu þau saman borið við „frjálst og gleðilegt Þorláksmessuhald“ þúsunda manna!? Í Þýzkalandi var svipuð staða með Ómikron og kvíða um alvarleg veikindi og innlagnir fyrir jól. Þar var hins vegar ákveðið, að herðing takmarkana yrði látin bíða til 28. desember. Stefnt var, sem sagt, á, að undirbúningur jóla og svo umhverfi jóla - fyrir fjölskyldur og fyrirtæki, fólkið í landinu - gætu verið sem mest í anda gamalla og góðra siða og hefða. Ýmis gildi mannlífsins þyrfti að taka með í reikninginn. Ekki bara COVID. Annað mál er það, að fyrir undirrituðum er þetta endalausa smitstagl að verða eins og þula fáránleikans. Sandkassaleikur. Það hefur auðvitað ekkert gildi í sjálfu sér, hversu mörg smit eru í gangi, heldur einvörðungu, hversu margir veikjast. Það eru aðeins veikir menn, sem þurfa á innlögn að halda og valda álagi á spítölum. Kári þykist vita, að 0.7% þeirra, sem smitast af Ómikron, þurfi á spítalavist að halda. Hvernig getur hann vitað það!? Það veit það enginn enn. Hann segir samt, „ef það er rétt“, svona til að firra sig ábyrgð sem vísindamaður, en talar svo og hagar sér, eins og þetta sé meitlað í stein. Það er einum of mikið salt í þessum hafragraut. Höfundur er alþjóðlegur kaupsýslumaður og stjórnamálarýnir.
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar