Innlent

Skjálfti að stærð 3,5: Skjálfta­hrinan heldur á­fram

Árni Sæberg skrifar
Upptök skjálftans voru 3,4 kílómetra norður af Krýsuvík.
Upptök skjálftans voru 3,4 kílómetra norður af Krýsuvík. Vísir/Vilhelm

Enn skelfur jörð á Reykjanesi en nú rétt fyrir klukkan ellefu varð skjálfti að stærð 3,5.  

Upptök skjálftans voru 3,4 kílómetra norður af Krýsuvík á þriggja kílómetra dýpi.

Nokkrir minni skjálftar hafa fylgt í kjölfarið, einn upp á 2,7, einn upp á tvo og þrír upp á 1,5.

Þetta segir á vefsíðu Veðurstofu Íslands en lokaniðurstaða um stærð liggur aðeins fyrir um stærsta skjálftann.

Fréttastofu hafa ekki borist neinar ábendingar fólks sem fann fyrir skjálftanum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×