Innlent

Skjálftahviða á gosstöðvunum

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Eldstöðvarnar í Fagradalsfjalli úr lofti.
Eldstöðvarnar í Fagradalsfjalli úr lofti. vísir/rax

Skjálftahviða mældist við Fagradalsfjall klukkan hálf fjögur og stóð yfir í tæpa klukkustund. Að sögn náttúruvársérfræðings er ljóst að hreyfing er á kviku undir yfirborðinu en erfitt er að lesa nánar í aðstæðurnar.

Um tvö þúsund skjálftar hafa mælst við eldstöðvarnar í Fagradalsfjalli frá því á miðnætti. Tveir nokkuð stórir riðu yfir í morgun, 4,2 og 3,3 að stærð. Salóme Jórunn Bernharðsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir hviðuna svipa til óróapúls sem mældist á svæðinu fyrir hádegi.

Hún segir lítið hægt að lesa í stöðuna annað en það að eitthvað sé að gerast neðanjarðar.

„Þetta er einhverskonar áhlaup, það er hreyfing á kvikunni en það er erfitt að lesa eitthvað nánar í það. Hvort hún sé lóðrétt eða lárétta, eða hvar hún er nákvæmlega. En það er eitthvað að gerast.“


Tengdar fréttir

Helst út­lit fyrir gos við Mera­dali

Næstum því 1.400 skjálftar hafa verið á Reykjanesi frá miðnætti sá stærsti upp á 4,5. Náttúruvársérfræðingur segir kviku hafa færst norður og nú sé helst útlit fyrir að það gjósi við Meradali.

Jarðskjálfti 4,2 að stærð: „Það er búið að skjálfa dá­lítið vel í nótt“

Jarðskjálfti, 4,2 af stærð, mældist suðsuðaustur af Fagradalsfjalli klukkan 7:25 í morgun en jörð hefur skolfið við Fagradalsfjall síðan á þriðjudaginn síðastliðinn. Ekkert lát virðist vera á jarðskjálftavirkninni en þónokkrir jarðskjálftar mældust yfir 4 að stærð í gær. Sá stærsti mældist á miðvikudaginn en hann var 4,9 að stærð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×