Viðskipti innlent

Fjögur sóttu um em­bætti for­stöðu­manns Rann­ís

Atli Ísleifsson skrifar
Hallgrímur Jónasson hefur gegnt embætti forstöðumanns frá árinu 2008.
Hallgrímur Jónasson hefur gegnt embætti forstöðumanns frá árinu 2008. Stjórnarráðið

Fjögur sóttu um embætti forstöðumanns Rannsóknarmiðstöðvar Íslands sem auglýst var til umsóknar á dögunum.

Þetta kemur fram á vef mennta- og menningarmálaráðuneytisins. Þau sem sóttu um embættið eru Ágúst Hjörtur Ingþórsson, sviðsstjóri, Erlendur Helgason, teymisstjóri, Ingunn Björnsdóttir, dósent og námsvistunarstjóri og Una Strand Viðarsdóttir, sérfræðingur og staðgengill skrifstofustjóra.

„Rannís er þjónustu- og umsýslustofnun sem hefur það hlutverk að treysta stoðir íslensks samfélags með stuðningi við rannsóknir, nýsköpun, menntun og menningu. Rannís mun heyra undir nýtt ráðuneyti háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunar og er ráðgert að Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skipi nýjan forstöðumann, til fimm ára, frá 1. apríl 2021,“ segir í tilkynningunni.

Hallgrímur Jónasson hefur gegnt embætti forstöðumanns frá árinu 2008.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×