Segir að hugsa þurfi um líðan hjúkrunarfræðinga í óvæginni umræðu um Læknavaktina Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 21. desember 2021 16:00 Þórður Gísli Ólafsson, yfirlæknir á Læknavaktinni, segir óvægna umræðu á samfélagsmiðlum draga úr trúverðuleika starfs símahjúkrunarfræðinga. Vísir/Vilhelm Yfirlæknir á Læknavaktinni segir óvægna umræðu á samfélagmiðlum um þjónustu símahjúkrunarfræðinga dapurlega. Hugsa verði um líðan og trúverðugleika hjúkrunarfræðinganna í slíkri umræðu. Móðir átta ára gamals drengs steig fram um helgina og sagði sína sögu um þjónustu sem hún fékk á Læknavaktinni í vor þegar sonur hennar var fárveikur. Hún segir starfsmann símaráðgjafar Læknavaktarinnar hafa afskrifað sig sem móðursjúka þegar hún hringdi inn og bað um ráðgjöf en í ljós kom minna en hálfum sólarhring síðar að sonur hennar var með blæðingu í heila og litlu mátti muna að drengurinn létist. Karenína Elsudóttir sagði sögu sína í kvöldfréttum Stöðvar 2 á laugardag en hún greindi frá upplifuninni á Facebook á föstudag. Tilefni frásagnarinnar var frásögn annarrar móður, Guðrúnar Jónu Hreggviðsdóttur, í Fréttablaðinu, sem hafði svipaða sögu að segja af Læknavaktinni. Báðar lýsa þær því að hjúkrunarfræðingar hafi afskrifað áhyggjurnar sem móðursýki. Dapurleg umræða og óvægin á samfélagsmiðlum Þórður Gísli Ólafsson, heimilislæknir og yfirlæknir á Læknavaktinni, ræddi málið í Bítinu á Bylgjunni í morgun og segir leitt ef fólk hafi ekki fengið þá þjónustu sem það hafi óskað eftir. Umræðan sé hins vegar óvægin. „Mér finnst þetta mjög dapurleg umræða, ég verð að segja það. Og hún er oft það, eins og við vitum, á samfélagsmiðlum og óvægin. Ég get ekki talað út frá einstökum tilvikum en við verðum að átta okkur á því út á hvað þetta gengur,“ segir Þórður. Hann segir hjúkrunarfræðingana sem sinni símaráðgjöf vel menntaða og reynda, sem leggi sig fram við að veita sem besta ráðgjöf. Miklar annir hafi verið í símaráðgjöfinni frá upphafi kórónuveirufaraldurs og hafi símtöl tvöfaldast frá því sem áður var. „Þær eru að svara núna á síðasta ári yfir 200 þúsund símtölum. Bara núna í nóvember voru 20 þúsund svöruð símtöl. Ef eitthvað er þá eru þær ekki fullmannaðar, ekki þannig. Það mætti vera betur mannað. En hjúkrunarfræðingar fást ekki á hverju strái.“ Gæti tekið nokkra mánuði að svara kvörtunum Hjúkrunarfræðingum hjá Læknavaktinni hafi verið fjölgað um helming á tímum Covid og þegar mest var hafi sextíu hjúkrunarfræðingar starfað fyrir vaktina. Hann segir allar kvartanir sem berast skoðaðar. „Þannig getum við tekið málin fyrir og skoðað þau ofan í kjölinn og rætt þá við viðkomandi hjúkrunarfræðing ef um símaráðgjöf er að ræða og hópinn sem er að vinna með okkur,“ segir Þórður. „Ef ég fæ kvörtun þá svara ég henni og bið um nákvæmar upplýsingar. Þetta fer oft í gegn um tölvupóst eða ég hringi ef ég er með símanúmer. Svo getur það tekið misjafnlega langan tíma, það getur tekið yfirleitt nokkrar vikur jafnvel, stundum nokkra mánuði. Það fer eftir því hvað er mikið að gera,“ segir Þórður. Segir ekki rétt að kvörtun Karenínu hafi ekki verið svarað Það fari eftir því hve alvarlegt málið er hversu fljótt sé farið í að skoða tiltekið mál. Í mesta lagi líði nokkrir mánuðir þar til viðkomandi sé látinn vita að málið hafi verið skoðað og viðkomandi gefnar upplýsingar í hvaða ferli málið fór. Hann segir að á undanförnu ári hafi aðeins fimm kvartanir borist vegna símaráðgjafar, sem sé ekki mikið miðað við að 200 þúsund símtöl hafi borist. Þá sé það ekki satt að Karenínu hafi ekki verið svarað vegna kvörtunar hennar. „Það er ekki rétt, ég get bara sagt það,“ segir Þórður. „Ég hef átt í samskiptum við þessa konu, svo ég segi það, og gefið henni þau svör sem ég hef talið mig þurfa að gefa.“ Hann segir starfsmenn Læknavaktarinnar taka umræðu síðustu daga til sín. „Að sjálfsögðu og því miður, svona umræða úti í samfélaginu, getur líka haft alvarleg eftirköst til dæmis á trúverðugleika símaráðgjafarinnar,“ segir Þórður. „Fólk sem hringir núna og er búið að lesa færslur á samfélagsmiðlum, hver er trúverðugleikinn þegar það hringir í Læknavaktina núna? Hvernig líður hjúkrunarfræðingunum sem svara í símann, sem eru búnir að leggja sig fram extra mikið á þessum tíma? Hvernig líður þeim við að svara? Við verðum að skoða þetta frá öllum hliðum. Það er mjög mikilvægt.“ Heilbrigðismál Heilsugæsla Tengdar fréttir „Hann öskraði að hann vildi deyja út af verkjum“ Móðir átta ára gamals drengs segist hafa mætt hroka og skilningsleysi á Læknavaktinni þegar hún hringdi inn vegna átta ára sonar síns, sem var þjakaður úr verkjum. Í ljós kom þegar drengurinn var fluttur á spítala að hann væri með heilablæðingu. 18. desember 2021 14:16 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Sjá meira
Móðir átta ára gamals drengs steig fram um helgina og sagði sína sögu um þjónustu sem hún fékk á Læknavaktinni í vor þegar sonur hennar var fárveikur. Hún segir starfsmann símaráðgjafar Læknavaktarinnar hafa afskrifað sig sem móðursjúka þegar hún hringdi inn og bað um ráðgjöf en í ljós kom minna en hálfum sólarhring síðar að sonur hennar var með blæðingu í heila og litlu mátti muna að drengurinn létist. Karenína Elsudóttir sagði sögu sína í kvöldfréttum Stöðvar 2 á laugardag en hún greindi frá upplifuninni á Facebook á föstudag. Tilefni frásagnarinnar var frásögn annarrar móður, Guðrúnar Jónu Hreggviðsdóttur, í Fréttablaðinu, sem hafði svipaða sögu að segja af Læknavaktinni. Báðar lýsa þær því að hjúkrunarfræðingar hafi afskrifað áhyggjurnar sem móðursýki. Dapurleg umræða og óvægin á samfélagsmiðlum Þórður Gísli Ólafsson, heimilislæknir og yfirlæknir á Læknavaktinni, ræddi málið í Bítinu á Bylgjunni í morgun og segir leitt ef fólk hafi ekki fengið þá þjónustu sem það hafi óskað eftir. Umræðan sé hins vegar óvægin. „Mér finnst þetta mjög dapurleg umræða, ég verð að segja það. Og hún er oft það, eins og við vitum, á samfélagsmiðlum og óvægin. Ég get ekki talað út frá einstökum tilvikum en við verðum að átta okkur á því út á hvað þetta gengur,“ segir Þórður. Hann segir hjúkrunarfræðingana sem sinni símaráðgjöf vel menntaða og reynda, sem leggi sig fram við að veita sem besta ráðgjöf. Miklar annir hafi verið í símaráðgjöfinni frá upphafi kórónuveirufaraldurs og hafi símtöl tvöfaldast frá því sem áður var. „Þær eru að svara núna á síðasta ári yfir 200 þúsund símtölum. Bara núna í nóvember voru 20 þúsund svöruð símtöl. Ef eitthvað er þá eru þær ekki fullmannaðar, ekki þannig. Það mætti vera betur mannað. En hjúkrunarfræðingar fást ekki á hverju strái.“ Gæti tekið nokkra mánuði að svara kvörtunum Hjúkrunarfræðingum hjá Læknavaktinni hafi verið fjölgað um helming á tímum Covid og þegar mest var hafi sextíu hjúkrunarfræðingar starfað fyrir vaktina. Hann segir allar kvartanir sem berast skoðaðar. „Þannig getum við tekið málin fyrir og skoðað þau ofan í kjölinn og rætt þá við viðkomandi hjúkrunarfræðing ef um símaráðgjöf er að ræða og hópinn sem er að vinna með okkur,“ segir Þórður. „Ef ég fæ kvörtun þá svara ég henni og bið um nákvæmar upplýsingar. Þetta fer oft í gegn um tölvupóst eða ég hringi ef ég er með símanúmer. Svo getur það tekið misjafnlega langan tíma, það getur tekið yfirleitt nokkrar vikur jafnvel, stundum nokkra mánuði. Það fer eftir því hvað er mikið að gera,“ segir Þórður. Segir ekki rétt að kvörtun Karenínu hafi ekki verið svarað Það fari eftir því hve alvarlegt málið er hversu fljótt sé farið í að skoða tiltekið mál. Í mesta lagi líði nokkrir mánuðir þar til viðkomandi sé látinn vita að málið hafi verið skoðað og viðkomandi gefnar upplýsingar í hvaða ferli málið fór. Hann segir að á undanförnu ári hafi aðeins fimm kvartanir borist vegna símaráðgjafar, sem sé ekki mikið miðað við að 200 þúsund símtöl hafi borist. Þá sé það ekki satt að Karenínu hafi ekki verið svarað vegna kvörtunar hennar. „Það er ekki rétt, ég get bara sagt það,“ segir Þórður. „Ég hef átt í samskiptum við þessa konu, svo ég segi það, og gefið henni þau svör sem ég hef talið mig þurfa að gefa.“ Hann segir starfsmenn Læknavaktarinnar taka umræðu síðustu daga til sín. „Að sjálfsögðu og því miður, svona umræða úti í samfélaginu, getur líka haft alvarleg eftirköst til dæmis á trúverðugleika símaráðgjafarinnar,“ segir Þórður. „Fólk sem hringir núna og er búið að lesa færslur á samfélagsmiðlum, hver er trúverðugleikinn þegar það hringir í Læknavaktina núna? Hvernig líður hjúkrunarfræðingunum sem svara í símann, sem eru búnir að leggja sig fram extra mikið á þessum tíma? Hvernig líður þeim við að svara? Við verðum að skoða þetta frá öllum hliðum. Það er mjög mikilvægt.“
Heilbrigðismál Heilsugæsla Tengdar fréttir „Hann öskraði að hann vildi deyja út af verkjum“ Móðir átta ára gamals drengs segist hafa mætt hroka og skilningsleysi á Læknavaktinni þegar hún hringdi inn vegna átta ára sonar síns, sem var þjakaður úr verkjum. Í ljós kom þegar drengurinn var fluttur á spítala að hann væri með heilablæðingu. 18. desember 2021 14:16 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Sjá meira
„Hann öskraði að hann vildi deyja út af verkjum“ Móðir átta ára gamals drengs segist hafa mætt hroka og skilningsleysi á Læknavaktinni þegar hún hringdi inn vegna átta ára sonar síns, sem var þjakaður úr verkjum. Í ljós kom þegar drengurinn var fluttur á spítala að hann væri með heilablæðingu. 18. desember 2021 14:16