Sport

Algjörlega afmynduð í andlitinu eftir að hafa fengið 236 högg í boxbardaga

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Það var enginn vafi um það hvor vann bardaga Amöndu Serrano og Miriam Gutierrez.
Það var enginn vafi um það hvor vann bardaga Amöndu Serrano og Miriam Gutierrez. Instagram/@miriamlareina83

Miriam Gutierrez fékk að kynnast því hvernig er að verða fyrir 235 höggum í einum boxbardaga. Hún tapaði bardaga sínum á móti heimsmeistaranum Amanda Serrano og var óþekkjanleg á eftir.

Bardagi Amöndu Serrano og Miriam Gutierrez var einn af bardögunum sem voru haldnir í tengslum við bardaga Youtube-stjörnunnar Jake Paul á móti UFC goðsögninni Tyron Woodley.

Amanda er ríkjandi heimsmeistari í fjarðuvigt og hún sýndi af hverju í þessum bardaga.

Instagram/Sportbladet

Serrano hafði algjöra yfirburði í bardaganum og strax í fyrstu lotu var hún búin að ná 37 höggum á móti aðeins átta. Serrano bætti við 199 höggum í þeim níu lotum sem voru eftir.

Serrano hrósaði mótherja sínum eftir bardagann þrátt fyrir yfirburðina.

„Hún er hörð af sér. Hún kom ekki hringað til að leggjast niður. Ég vann bestu Miriam Gutierrez, ég vann hana. Þetta var var ekki svekkjandi tap því hún átti skilið að tapa,“ sagði Amanda Serrano.

„Ég er stolt að hafa barist við frábæran boxara. Serrano er ótrúleg,“ sagði Miriam Gutierrez.

Myndirnar af Miriam Gutierrez hafa vakið mikla athygli enda er hún algjörlega afmynduð í andlitinu eftir hann.

Box



Fleiri fréttir

Sjá meira


×