Viðskipti innlent

Elísa Arna og Gunnar nýir hag­fræðingar hjá Við­skipta­ráði

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Elísa Arna og Gunnar eru nýir hagfræðingar hjá Viðskiptaráði Íslands.
Elísa Arna og Gunnar eru nýir hagfræðingar hjá Viðskiptaráði Íslands. Viðskiptaráð Íslands

Elísa Arna Hilmarsdóttir og Gunnar Úlfarsson hafa verið ráðin hagfræðingar hjá Viðskiptaráði Íslands. Þau munu saman skipa hagfræðiteymi ráðsins og hafa umsjón með málefnastarfi Viðskiptaráðs, sinna greiningum, skrifum og útgáfu. 

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Viðskiptaráði. Nýlega var tilkynnt að Konráð S. Guðjónsson, aðstoðarframkvæmdastjóri og hagfræðingur Viðskiptaráðs, muni hætta hjá samtökunum snemma á næsta ári. Konráð efur starfað sem hagfræðingur ráðsins frá ársbyrjun 2018. 

Elís Arna er með B.Sc. gráðu í hagfræði frá Háskola Íslands og hefur undanfarið starfað sem sérfræðingur hjá Viðskiptaráði en áður var hún hagfræðingur hjá hagfræði- og peningastefnusviði Seðlabanka Íslands. Þá sinnti hún sumarstörfum fyrir SL lífeyrissjóð og Arion banka auk dæmatíma- og aðstoðarkennslu við HÍ. 

Gunnar er sömuleiðis með B.Sc. gráðu í hagfræði frá Háskóla Íslands og meistaragráðu í hagfræði og fjármálum frá St. Andrews háskólanum í Skotlandi. Undanfarið ár hefur hann unnið hjá RR ráðgjöf auk þes að sinna stundakennslu við HÍ. Þá hefur hann einnig starfað hjá Samkeppniseftirlitinu. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×