Viðskipti innlent

Tekur við starfi markaðs­stjóra Treble Technologies

Atli Ísleifsson skrifar
Kristján Einarsson.
Kristján Einarsson. aðsend

Kristján Einarsson hefur verið ráðinn markaðsstjóri tæknifyrirtækisins Treble Technologies sem þróar hugbúnað á sviði hljóðhermunar.

Í tilkynningu segir að Kristján muni stýra markaðsmálum og vinna að frekari vexti fyrirtækisins, sem er íslenskt sprotafyrirtæki sem lauk nýverið 232 milljón króna fjármögnun.

„Kristján starfaði áður sem verkefnastjóri markaðsmála hjá Origo. Þar sá hann um markaðsaðgerðir og viðburði, og leiddi nú síðast innleiðingu á CRM kerfinu HubSpot fyrir Origo. Kristján starfaði í markaðsmálum hjá Origo í 5 ár og spilaði meðal annars lykilhlutverk í mótun á vörumerkinu Origo þegar Nýherji sameinaðist við dótturfyrirtæki sín Applicon og TM Software,“ segir í tilkynningunni, en Kristján er með BS gráðu í sálfræði og MS í markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum frá Háskóla Íslands.

Um Treble Technologies segir að fyrirtækið þrói hugbúnaðarlausnir fyrir ýmsa geira til að greina og hanna hljóðvist og hljóðupplifanir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×