Breytti leikstílnum og Real komið með aðra hönd á titilinn Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. desember 2021 07:01 Carlo Ancelotti og Luka Modric fagna sigri Real á Atlético. Jose Breton/Getty Images La Liga, spænska úrvalsdeildin í knattpsyrnu, er vart hálfnuð en það má með sanni segja að lærisveinar Carlo Ancelotti í Real Madríd séu nú þegar komnir með aðra hönd á titilinn. Real Madríd lagði ríkjandi Spánarmeistara og nágranna sína í Atlético Madríd nokkuð örugglega um helgina þökk sé mörkum Karim Benzema og Marco Asensio, lokatölur 2-0 Real í vil. Arkitekt beggja marka var vængmaðurinn knái Vinícius Juníor, sá hefur heldur betur blómstrað undanfarnar vikur og mánuði. Rekja má gott form hans til breytinga sem Ancelotti gerði er tímabilið var farið af stað. HIGHLIGHTS | @realmadriden storm to victory in the derby! #RealMadridAtleti pic.twitter.com/m6Rry44Ssz— LaLiga English (@LaLigaEN) December 12, 2021 Real er sem stendur 42 stig þegar 17 leikjum er lokið í La Liga. Átta stigum þar á eftir koma Sevilla með leik til góða en fáir spekingar telja liðið eiga raunhæfa möguleika á að halda í við Real allt fram til loka tímabilsins. Real Betis situr í 3. sæti og ríkjandi meistarar í Atlético eru í 4. sæti með 29 stig eftir að hafa leikið 16 leiki. Það þýðir að þó að Atlético vinni leikinn sem það á til góða þá munar enn 10 stigum á lærisveinum Ancelotti og lærisveinum Diego Simeone. Að því sögðu þá ákvað Ancelotti að taka blaðsíðu úr bók Simeone fyrir ekki allt svo löngu síðan. Þó Real hafi byrjað tímabilið ágætlega þá var Ancelotti ekki sáttur með varnarleik liðsins. Eftir að Ítalinn tók við Real á nýjan leik vildi hann reyna að uppfæra leikstíl liðsins. Ancelotti vildi sjá Real spila af meiri ákafa og pressa stífar en það hefur gert undanfarin ár. Það gekk hins vegar ekki nægilega vel, leikmannahópur liðsins var ekki settur saman til að spila slíkan bolta. Miðja liðsins - sem þurfti að hlaupa mun meira en áður - er að vissu leyti komin á aldur og þá var hann með nýtt miðvarðarpar sem var of berskjaldað vegna leikstílsins. Ancelotti tók því þá ákvörðun að fara aftur í það sem hefur virkað á undanförnum árum. Liðið varð aðeins varnarsinnaðra sem og beinskeyttara í sínum aðgeðrum. Þar kemur hraðinn hans Vinícius sér vel og er hann með betri vængmönnum Evrópu um þessar mundir. 36-year-old Luka Modri completed more take-ons (4) than any other player on the pitch in the Madrid derby.Pure class. pic.twitter.com/fCraEMqKwg— Squawka Football (@Squawka) December 12, 2021 Miðjumennirnir Luka Modric og Toni Kroos njóta sín mun betur og Casemiro nær að verja miðvarðarparið David Alaba og Éder Militão mun betur en áður. Þá hjálpar að hafa Alaba þarna aftast en hann er eflaust með betur spilandi miðvörðum heims um þessar mundir. Ásamt þeim þá hefur Karim Benzema verið nær óstöðvandi undanfarin misseri og virðist ekkert lát þar vera á. Nú er bara að bíða og sjá hvort breyttur leikstíll hjálpi Real-liði Ancelotti að fara alla leið í Meistaradeild Evrópu líkt og það virðist ætla að gera á Spáni. Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Man. Utd. - Rangers | Bretlandsbarátta á Old Trafford Úr frystinum og til Juventus Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Betlaði einu sinni mat á götunni en er nú hetja Barcelona Haaland fær tíu milljarða hjálp Mörkin úr Meistaradeildinni í gærkvöldi: Sjáðu hrunið hjá Man. City Íslendingarnir orðnir fjórir hjá Kristianstad Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Sér eftir því sem hann sagði Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? Sjá meira
Real Madríd lagði ríkjandi Spánarmeistara og nágranna sína í Atlético Madríd nokkuð örugglega um helgina þökk sé mörkum Karim Benzema og Marco Asensio, lokatölur 2-0 Real í vil. Arkitekt beggja marka var vængmaðurinn knái Vinícius Juníor, sá hefur heldur betur blómstrað undanfarnar vikur og mánuði. Rekja má gott form hans til breytinga sem Ancelotti gerði er tímabilið var farið af stað. HIGHLIGHTS | @realmadriden storm to victory in the derby! #RealMadridAtleti pic.twitter.com/m6Rry44Ssz— LaLiga English (@LaLigaEN) December 12, 2021 Real er sem stendur 42 stig þegar 17 leikjum er lokið í La Liga. Átta stigum þar á eftir koma Sevilla með leik til góða en fáir spekingar telja liðið eiga raunhæfa möguleika á að halda í við Real allt fram til loka tímabilsins. Real Betis situr í 3. sæti og ríkjandi meistarar í Atlético eru í 4. sæti með 29 stig eftir að hafa leikið 16 leiki. Það þýðir að þó að Atlético vinni leikinn sem það á til góða þá munar enn 10 stigum á lærisveinum Ancelotti og lærisveinum Diego Simeone. Að því sögðu þá ákvað Ancelotti að taka blaðsíðu úr bók Simeone fyrir ekki allt svo löngu síðan. Þó Real hafi byrjað tímabilið ágætlega þá var Ancelotti ekki sáttur með varnarleik liðsins. Eftir að Ítalinn tók við Real á nýjan leik vildi hann reyna að uppfæra leikstíl liðsins. Ancelotti vildi sjá Real spila af meiri ákafa og pressa stífar en það hefur gert undanfarin ár. Það gekk hins vegar ekki nægilega vel, leikmannahópur liðsins var ekki settur saman til að spila slíkan bolta. Miðja liðsins - sem þurfti að hlaupa mun meira en áður - er að vissu leyti komin á aldur og þá var hann með nýtt miðvarðarpar sem var of berskjaldað vegna leikstílsins. Ancelotti tók því þá ákvörðun að fara aftur í það sem hefur virkað á undanförnum árum. Liðið varð aðeins varnarsinnaðra sem og beinskeyttara í sínum aðgeðrum. Þar kemur hraðinn hans Vinícius sér vel og er hann með betri vængmönnum Evrópu um þessar mundir. 36-year-old Luka Modri completed more take-ons (4) than any other player on the pitch in the Madrid derby.Pure class. pic.twitter.com/fCraEMqKwg— Squawka Football (@Squawka) December 12, 2021 Miðjumennirnir Luka Modric og Toni Kroos njóta sín mun betur og Casemiro nær að verja miðvarðarparið David Alaba og Éder Militão mun betur en áður. Þá hjálpar að hafa Alaba þarna aftast en hann er eflaust með betur spilandi miðvörðum heims um þessar mundir. Ásamt þeim þá hefur Karim Benzema verið nær óstöðvandi undanfarin misseri og virðist ekkert lát þar vera á. Nú er bara að bíða og sjá hvort breyttur leikstíll hjálpi Real-liði Ancelotti að fara alla leið í Meistaradeild Evrópu líkt og það virðist ætla að gera á Spáni.
Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Man. Utd. - Rangers | Bretlandsbarátta á Old Trafford Úr frystinum og til Juventus Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Betlaði einu sinni mat á götunni en er nú hetja Barcelona Haaland fær tíu milljarða hjálp Mörkin úr Meistaradeildinni í gærkvöldi: Sjáðu hrunið hjá Man. City Íslendingarnir orðnir fjórir hjá Kristianstad Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Sér eftir því sem hann sagði Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? Sjá meira