Bróðir Lewis Hamilton segir FIA vera til skammar og fékk „like“ frá Usain Bolt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. desember 2021 15:00 Lewis Hamilton fékk mikið hrós fyrir hvernig hann tók svekkjandi tapi með mikilli reisn. EPA-EFE/KAMRAN JEBREILI Lewis Hamilton missti heimsmeistaratitilinn í formúlu eitt um helgina til Max Verstappen eftir dramatískan og umdeildan lokakafla þar sem Verstappen komst fram úr honum á síðasta hringnum. Hamilton hafði orðið heimsmeistari fimm ár í röð oftast með yfirburðum en rétt missti nú af titlinum eftir æsispennandi keppni. Hann sýndi mikla stillingu í viðtölum eftir keppni og framkoma hans var til mikillar fyrirmyndar þrátt fyrir allt svekkelsið. Even Usain Bolt 'liked' the post with Nicolas Hamilton calling his brother the 'true champion' https://t.co/TkbaBGsa0c— GiveMeSport (@GiveMeSport) December 13, 2021 Yngri bróðir hans Nicholas lét Alþjóðlega Akstursíþróttasambandið, FIA, hins vegar heyra það á samfélagsmiðlum. „FIA braut sínar eigin reglur sem er til skammar fyrir okkar íþrótt. Þrátt fyrir að fengið svona ósanngjarna meðferð þá var Hamilton auðmjúkur eftir tapið,“ skrifaði Nicholas. Hann kallaði bróður sinn jafnframt hinn sanna meistara. Forráðamenn Mercedes kærðu tvær ákvarðanir mótshaldara í lokin en kærunum var báðum vísað frá. Það er þó ekki vita hvort að Mercedes liðið ætlar að áfrýja enn frekar. „Faðir minn, maðurinn sem ól okkur upp, fór til Max og föður hans Jos og óskaði þeim til hamingju. Fólk getur sagt það sem það vill um okkur en framkoma föður míns sýnir og sannar fyrir öllu efasemdafólkinu og þeim sem hata okkur, hverjir Hamiltons feðgar eru í raun og veru,“ skrifaði Nicholas. View this post on Instagram A post shared by Nicolas Hamilton (@nicolashamilton) „Að afsanna hluti er partur af okkar DNA sem Lewis gerir á hverjum degi. Hann sýndi ótrúlega fagmennsku og háttprýði á þessari erfiðu stundu og það þrátt fyrir að íþróttin, sem hann hefur gefið svo mikið, hafi brugðist honum,“ skrifaði Nicholas. „Ég vil óska Max til hamingju með frábært tímabil,“ skrifaði Nicholas að lokum. Það voru margir sammála Nicholas Hamilton og einn af þeim var sjálfur Usain Bolt sem setti „like“ við færsluna. Formúla Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Hamilton hafði orðið heimsmeistari fimm ár í röð oftast með yfirburðum en rétt missti nú af titlinum eftir æsispennandi keppni. Hann sýndi mikla stillingu í viðtölum eftir keppni og framkoma hans var til mikillar fyrirmyndar þrátt fyrir allt svekkelsið. Even Usain Bolt 'liked' the post with Nicolas Hamilton calling his brother the 'true champion' https://t.co/TkbaBGsa0c— GiveMeSport (@GiveMeSport) December 13, 2021 Yngri bróðir hans Nicholas lét Alþjóðlega Akstursíþróttasambandið, FIA, hins vegar heyra það á samfélagsmiðlum. „FIA braut sínar eigin reglur sem er til skammar fyrir okkar íþrótt. Þrátt fyrir að fengið svona ósanngjarna meðferð þá var Hamilton auðmjúkur eftir tapið,“ skrifaði Nicholas. Hann kallaði bróður sinn jafnframt hinn sanna meistara. Forráðamenn Mercedes kærðu tvær ákvarðanir mótshaldara í lokin en kærunum var báðum vísað frá. Það er þó ekki vita hvort að Mercedes liðið ætlar að áfrýja enn frekar. „Faðir minn, maðurinn sem ól okkur upp, fór til Max og föður hans Jos og óskaði þeim til hamingju. Fólk getur sagt það sem það vill um okkur en framkoma föður míns sýnir og sannar fyrir öllu efasemdafólkinu og þeim sem hata okkur, hverjir Hamiltons feðgar eru í raun og veru,“ skrifaði Nicholas. View this post on Instagram A post shared by Nicolas Hamilton (@nicolashamilton) „Að afsanna hluti er partur af okkar DNA sem Lewis gerir á hverjum degi. Hann sýndi ótrúlega fagmennsku og háttprýði á þessari erfiðu stundu og það þrátt fyrir að íþróttin, sem hann hefur gefið svo mikið, hafi brugðist honum,“ skrifaði Nicholas. „Ég vil óska Max til hamingju með frábært tímabil,“ skrifaði Nicholas að lokum. Það voru margir sammála Nicholas Hamilton og einn af þeim var sjálfur Usain Bolt sem setti „like“ við færsluna.
Formúla Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira