Fjölnir Tattoo er látinn Eiður Þór Árnason skrifar 11. desember 2021 20:22 Fjölnir Geir Bragason tók virkan þátt í að móta húðflúrsmenningu landsins. Fjölnir Geir Bragason, af mörgum kenndur við Tattoo, lést í morgun 56 ára að aldri. Húðflúrlistamaðurinn fæddist í Reykjavík þann 5. febrúar 1965 og er sonur Kolbrúnar Benediktsdóttur leikskólakennara og Braga Ásgeirssonar myndlistamanns. Systkini Fjölnis eru Bragi Agnar (Brian), Júlía, Ásgeir Reynar, Símon Jóhann og Kolbrá Þyri. Synir Fjölnis eru Atli Freyr, fæddur 30. júní 1989, Fáfnir, fæddur 9. desember 1995 og Fenrir Flóki, fæddur 16. febrúar 2013. Barnabörn Fjölnis eru Fjölnir Myrkvi, Ísabel Dimma og Indíana Nótt, Atlabörn. Fjölnir útskrifaðist úr Myndlista- og handíðaskóla Íslands árið 2000 og starfaði sem húðflúrlistamaður frá árinu 1995. Hann vann lengst af á JP Tattoo og svo síðar á Íslenzku húðflúrstofunni. Fjölnir tók þátt í að stofna og skipuleggja FO TATT FEST hátíðina í Færeyjum árið 2012 ásamt félaga sínum Páli Sch Thorsteinssyni. Nú síðastliðið sumar hélt Fjölnir Tattoo blót á Langaholti á Snæfellsnesi og svo var fyrsta íslenska hátíðin, IS TATT FEST haldin í IÐNÓ í október síðastliðnum. Ásgeir Bragason bróðir hans er meðal þeirra sem minnast Fjölnis í kvöld og hefur fjöldi fólks vottað fjölskyldunni samúð sína. Fjölnir hefur verið órjúfanlegur hluti af íslenskri húðflúrsmenningu og verið samferða byltingu sem hefur átt sér stað á undanförnum áratugum. Hann ræddi skrautlegan feril sinn við Sölva Tryggvason í hlaðvarpsþætti hans fyrr á þessu ári. „Þegar ég segist hafa séð blóð, svita og tár, þá er ég að tala um alvöru blóð, svita og tár. Og fólk segir manni allt þegar það situr í stólnum, þannig að ég hef séð ótrúlegan þverskurð af íslensku samfélagi í gegnum árin. Og oft hefur maður horft upp á sorglega hluti og ótrúlegar sögur,“ sagði Fjölnir. View this post on Instagram A post shared by Fjölnir Geir Bragason (@fjolnirgeir) Fjölnir var hluti af fimm manna hópi sem steig fram til að lýsa skaðlegum áhrifum dvalar sinnar á vöggustofum og fleiri opinberum uppheldisstofnunum á vegum Reykjavíkurborgar eftir miðbik seinustu aldar. Mennirnir áttu það allir sammerkt að hafa orðið fyrir miklum félagslegum skaða eftir dvölina, líkt og margir sem voru vistaðir á stofnununum. View this post on Instagram A post shared by Fjölnir Geir Bragason (@fjolnirgeir) Hópurinn mætti á fund borgarstjóra vegna málsins í sumar og kallaði eftir nákvæmri úttekt á því hversu mörg börn hafi látið lífið á þessum opinberu stofnunum. Þá vildu þeir viðurkenningu frá borginni um að uppeldisstefna þessara ára hafi verið skaðleg. Fréttin hefur verið uppfærð. Andlát Húðflúr Tengdar fréttir Hörmulegar afleiðingar vöggustofanna: Brotið sjálfsmat, höfnunarótti og einræna Fimm manna hópur manna sem var vistaður á vöggustofum og á fleiri opinberum uppeldisstofnunum á vegum Reykjavíkurborgar eftir miðbik síðustu aldar fundaði með borgarstjóra í dag. Þeir lýsa skaðlegum áhrifum dvalar sinnar á stofnunum í viðtali við fréttastofu eftir fundinn. 7. júlí 2021 15:25 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Húðflúrlistamaðurinn fæddist í Reykjavík þann 5. febrúar 1965 og er sonur Kolbrúnar Benediktsdóttur leikskólakennara og Braga Ásgeirssonar myndlistamanns. Systkini Fjölnis eru Bragi Agnar (Brian), Júlía, Ásgeir Reynar, Símon Jóhann og Kolbrá Þyri. Synir Fjölnis eru Atli Freyr, fæddur 30. júní 1989, Fáfnir, fæddur 9. desember 1995 og Fenrir Flóki, fæddur 16. febrúar 2013. Barnabörn Fjölnis eru Fjölnir Myrkvi, Ísabel Dimma og Indíana Nótt, Atlabörn. Fjölnir útskrifaðist úr Myndlista- og handíðaskóla Íslands árið 2000 og starfaði sem húðflúrlistamaður frá árinu 1995. Hann vann lengst af á JP Tattoo og svo síðar á Íslenzku húðflúrstofunni. Fjölnir tók þátt í að stofna og skipuleggja FO TATT FEST hátíðina í Færeyjum árið 2012 ásamt félaga sínum Páli Sch Thorsteinssyni. Nú síðastliðið sumar hélt Fjölnir Tattoo blót á Langaholti á Snæfellsnesi og svo var fyrsta íslenska hátíðin, IS TATT FEST haldin í IÐNÓ í október síðastliðnum. Ásgeir Bragason bróðir hans er meðal þeirra sem minnast Fjölnis í kvöld og hefur fjöldi fólks vottað fjölskyldunni samúð sína. Fjölnir hefur verið órjúfanlegur hluti af íslenskri húðflúrsmenningu og verið samferða byltingu sem hefur átt sér stað á undanförnum áratugum. Hann ræddi skrautlegan feril sinn við Sölva Tryggvason í hlaðvarpsþætti hans fyrr á þessu ári. „Þegar ég segist hafa séð blóð, svita og tár, þá er ég að tala um alvöru blóð, svita og tár. Og fólk segir manni allt þegar það situr í stólnum, þannig að ég hef séð ótrúlegan þverskurð af íslensku samfélagi í gegnum árin. Og oft hefur maður horft upp á sorglega hluti og ótrúlegar sögur,“ sagði Fjölnir. View this post on Instagram A post shared by Fjölnir Geir Bragason (@fjolnirgeir) Fjölnir var hluti af fimm manna hópi sem steig fram til að lýsa skaðlegum áhrifum dvalar sinnar á vöggustofum og fleiri opinberum uppheldisstofnunum á vegum Reykjavíkurborgar eftir miðbik seinustu aldar. Mennirnir áttu það allir sammerkt að hafa orðið fyrir miklum félagslegum skaða eftir dvölina, líkt og margir sem voru vistaðir á stofnununum. View this post on Instagram A post shared by Fjölnir Geir Bragason (@fjolnirgeir) Hópurinn mætti á fund borgarstjóra vegna málsins í sumar og kallaði eftir nákvæmri úttekt á því hversu mörg börn hafi látið lífið á þessum opinberu stofnunum. Þá vildu þeir viðurkenningu frá borginni um að uppeldisstefna þessara ára hafi verið skaðleg. Fréttin hefur verið uppfærð.
Andlát Húðflúr Tengdar fréttir Hörmulegar afleiðingar vöggustofanna: Brotið sjálfsmat, höfnunarótti og einræna Fimm manna hópur manna sem var vistaður á vöggustofum og á fleiri opinberum uppeldisstofnunum á vegum Reykjavíkurborgar eftir miðbik síðustu aldar fundaði með borgarstjóra í dag. Þeir lýsa skaðlegum áhrifum dvalar sinnar á stofnunum í viðtali við fréttastofu eftir fundinn. 7. júlí 2021 15:25 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Hörmulegar afleiðingar vöggustofanna: Brotið sjálfsmat, höfnunarótti og einræna Fimm manna hópur manna sem var vistaður á vöggustofum og á fleiri opinberum uppeldisstofnunum á vegum Reykjavíkurborgar eftir miðbik síðustu aldar fundaði með borgarstjóra í dag. Þeir lýsa skaðlegum áhrifum dvalar sinnar á stofnunum í viðtali við fréttastofu eftir fundinn. 7. júlí 2021 15:25