Léttvínið nærri 40 prósentum ódýrara með dönskum sköttum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 8. desember 2021 14:20 Samkvæmt fjárlagafrumvarpinu fyrir 2022 hækkar áfengisgjaldið um 2,5 prósent. Vísir/Vilhelm Léttvínsflaska sem kostar 2.100 krónur í Vínbúðinni myndi kosta 1.318 krónur með dönskum sköttum og bjórflaska sem kostar 369 krónur hérlendis myndi kosta 262 krónur. Vodki myndi vera nær 40 prósent ódýrari með sænskum sköttum. Þetta kemur fram á vef Félags atvinnurekenda, þar sem félagið setur fram niðurstöður ýmissa útreikninga þar sem verð á áfengi er skoðað útfrá skattlagningu áfengis á Norðurlöndunum. Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri FA, segir í samtali við Vísi að stjórnvöld hafi löngum réttlæt hátt áfengisgjald, sem hækkar um 2,5 prósent samkvæmt fjárlagafrumvarpinu fyrir árið 2022, með því að vísa til þess að virðisaukaskattur á áfengi sé lægri á Íslandi en í nágrannalöndunum. FA Virðisaukaskatturinn sé 11 prósent hérlendis en allt að 25 prósent á Norðurlöndunum. Til að fá sanngjarnan verðsamanburð ákvað FA að reikna út hvað áfengir drykkir myndu kosta á Íslandi ef þeir væru skattlagðir með sama hætti og í samanburðarríkjum í Norður- og Vestur-Evrópu. Í öllum tilvikum nema einu yrðu umræddar vörur mun ódýrari ef þær væru skattlagðar líkt og á Norðurlöndunum. „Svo dæmi sé tekið yrði léttvínsflaska, sem kostar tæplega 2.100 krónur í Vínbúðinni, rúmlega 37% ódýrari með dönskum sköttum og myndi kosta 1.318 krónur. Bjórflaska, sem kostar 369 krónur á Íslandi, myndi kosta 262 krónur með dönskum sköttum (29% minna), eða 310 krónur með sænskum sköttum (19% minna). Verð á vodkaflösku á Íslandi er þrefalt á við það ef á hana væru lagðir skattar eins og í Evrópuríkjum að meðaltali. Ef Ísland legði á sænska skatta væri vodkaflaskan 39% ódýrari – og verða sænsk stjórnvöld þó seint sökuð um skort á skattagleði,“ segir á vef FA. FA Undantekningin er bjór með norskum sköttum en hann yrði 41 krónu dýrari með norskum sköttum, „enda áfengisgjald nánast það sama í löndunum tveimur og virðisaukaskatturinn hærir í Noregi,“ segir í tilkynningunni. „Ekkert Evrópuríki, ekki einu sinni Noregur, leggur jafnfáránlega skatta á áfenga drykki og Ísland. Þrátt fyrir að heims- og Evrópumetin falli ár eftir ár halda áfengisskattar áfram að hækka í hverju fjárlagafrumvarpinu á fætur öðru. Það hlýtur einhvers staðar og einhvern tímann að verða að segja stopp,“ er haft eftir Ólafi. Háir skattar komi sérstaklega illa niður á innlendri áfengisframleiðslu, sem sé vaxandi atvinnugrein. „Svo fást aldrei svör frá stjórnmálamönnum við spurningunni um það hvað hinn íslenski neytandi hafi gert til að verðskulda að borga hátt í helmingi meira fyrir borðvínið sitt en neytendur í öðrum Norður- og Vestur-Evrópuríkjum að meðaltali.“ FA Verslun Áfengi og tóbak Neytendur Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Þetta kemur fram á vef Félags atvinnurekenda, þar sem félagið setur fram niðurstöður ýmissa útreikninga þar sem verð á áfengi er skoðað útfrá skattlagningu áfengis á Norðurlöndunum. Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri FA, segir í samtali við Vísi að stjórnvöld hafi löngum réttlæt hátt áfengisgjald, sem hækkar um 2,5 prósent samkvæmt fjárlagafrumvarpinu fyrir árið 2022, með því að vísa til þess að virðisaukaskattur á áfengi sé lægri á Íslandi en í nágrannalöndunum. FA Virðisaukaskatturinn sé 11 prósent hérlendis en allt að 25 prósent á Norðurlöndunum. Til að fá sanngjarnan verðsamanburð ákvað FA að reikna út hvað áfengir drykkir myndu kosta á Íslandi ef þeir væru skattlagðir með sama hætti og í samanburðarríkjum í Norður- og Vestur-Evrópu. Í öllum tilvikum nema einu yrðu umræddar vörur mun ódýrari ef þær væru skattlagðar líkt og á Norðurlöndunum. „Svo dæmi sé tekið yrði léttvínsflaska, sem kostar tæplega 2.100 krónur í Vínbúðinni, rúmlega 37% ódýrari með dönskum sköttum og myndi kosta 1.318 krónur. Bjórflaska, sem kostar 369 krónur á Íslandi, myndi kosta 262 krónur með dönskum sköttum (29% minna), eða 310 krónur með sænskum sköttum (19% minna). Verð á vodkaflösku á Íslandi er þrefalt á við það ef á hana væru lagðir skattar eins og í Evrópuríkjum að meðaltali. Ef Ísland legði á sænska skatta væri vodkaflaskan 39% ódýrari – og verða sænsk stjórnvöld þó seint sökuð um skort á skattagleði,“ segir á vef FA. FA Undantekningin er bjór með norskum sköttum en hann yrði 41 krónu dýrari með norskum sköttum, „enda áfengisgjald nánast það sama í löndunum tveimur og virðisaukaskatturinn hærir í Noregi,“ segir í tilkynningunni. „Ekkert Evrópuríki, ekki einu sinni Noregur, leggur jafnfáránlega skatta á áfenga drykki og Ísland. Þrátt fyrir að heims- og Evrópumetin falli ár eftir ár halda áfengisskattar áfram að hækka í hverju fjárlagafrumvarpinu á fætur öðru. Það hlýtur einhvers staðar og einhvern tímann að verða að segja stopp,“ er haft eftir Ólafi. Háir skattar komi sérstaklega illa niður á innlendri áfengisframleiðslu, sem sé vaxandi atvinnugrein. „Svo fást aldrei svör frá stjórnmálamönnum við spurningunni um það hvað hinn íslenski neytandi hafi gert til að verðskulda að borga hátt í helmingi meira fyrir borðvínið sitt en neytendur í öðrum Norður- og Vestur-Evrópuríkjum að meðaltali.“ FA
Verslun Áfengi og tóbak Neytendur Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira