Seinni bylgjan: „Ekki oft sem maður sér stjórnarmenn spila með liðunum“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. desember 2021 14:31 Magnús Gunnar í leik með Fram fyrir meira en áratug síðan. Hann rifjaði upp gamla takta um helgina. Vísir/Stefán Magnús Gunnar Erlendsson sýndi okkur að allt er fertugum fært með frábærri frammistöðu í leik Fram og Aftureldingar í Olís-deild karla í handbolta um helgina. Fram og Afturelding gerðu 27-27 jafntefli í Olís-deildinni um helgina. Ef ekki hefði verið fyrir innkomu hins 42 ára gamla Magnúsar Gunnars í síðari hálfleik hefði Afturelding eflaust farið með sigur af hólmi. Alls varði hann fimm skot, þar af nokkur úr dauðafærum, og var með 42 prósent markvörslu. Eðlilega var markvörðurinn þaulreyndi og frammistaða hans því til umræðu í Seinni bylgjunni. „Magnús Gunnar Erlendsson, markvörður Fram. Hann hættir í handbolta með þér (Jóhann Gunnar Einarsson) árið 2013, kemur aðeins aftur eftir það en er í dag orðinn 42 ára,“ sagði Stefán Árni Pálsson, þáttastjórnandi, áður en Jóhann Gunnar tók orðið. „Hann fór í smá Víkings ævintýri, fékk góðan tékka og hjálpaði þeim að fara upp úr deildinni en er í stjórninni hjá Fram. Það er nú ekki oft sem maður sér stjórnarmenn spila með liðunum. Sjáðu, hann er náttúrulega 42 ára en hann er greinilega sama og þegar ég var að spila með honum. Hann var alltaf fyrstur í langhlaupum og var náttúrulega ótrúlega fit og hann var alltaf bestur í hornafærum.“ „Ég er ekki frá því að Einar (Jónsson, þjálfari) hafi lagt til að hornin færu inn. Því hann var frábær að verja úr hornunum. Hann étur þennan unga dreng, greyið. Heldur betur gaman að sjá. Ég kallaði eftir honum fyrir nokkrum umferðum, sagði að þetta myndi ekki ganga með markverðina sem þeir eru með. Þeir eru báðir svo óreyndir og Valtýr (Már Hákonarson) spilar lítið og Arnór Máni (Daðason) er náttúrulega bara 17 ára.“ Klippa: Seinni bylgjan: Allt er fertugum fært „Var ekki að setja útá að þeir væru hræðilegir, þetta er bara of stórt að ætla allt í einu verja markið. Mér finnst Arnór Máni fínn í fyrri hálfleik, var með rúma 30 prósent markvörslu. Maður hefur heyrt að þetta sé mikið efni, rosalega metnaðarfullur, það er lítið við hann að sakast. Það þarf að hafa Magga þarna upp á reynslu og hann vinnur klárlega þetta stig fyrir Fram. Ætla ekki að segja upp á einsdæmi en hann fór langt með það,“ sagði Jóhann Gunnar að endingu um sinn fyrrum samherja. Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland. Handbolti Íslenski handboltinn Olís-deild karla Fram Seinni bylgjan Mest lesið „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti Fleiri fréttir Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Framarar flugu í átta liða úrslitin á gamla heimavellinum Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Ágúst tekur við af Óskari hjá Val KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Haukar áfram eftir spennuleik Sjá meira
Fram og Afturelding gerðu 27-27 jafntefli í Olís-deildinni um helgina. Ef ekki hefði verið fyrir innkomu hins 42 ára gamla Magnúsar Gunnars í síðari hálfleik hefði Afturelding eflaust farið með sigur af hólmi. Alls varði hann fimm skot, þar af nokkur úr dauðafærum, og var með 42 prósent markvörslu. Eðlilega var markvörðurinn þaulreyndi og frammistaða hans því til umræðu í Seinni bylgjunni. „Magnús Gunnar Erlendsson, markvörður Fram. Hann hættir í handbolta með þér (Jóhann Gunnar Einarsson) árið 2013, kemur aðeins aftur eftir það en er í dag orðinn 42 ára,“ sagði Stefán Árni Pálsson, þáttastjórnandi, áður en Jóhann Gunnar tók orðið. „Hann fór í smá Víkings ævintýri, fékk góðan tékka og hjálpaði þeim að fara upp úr deildinni en er í stjórninni hjá Fram. Það er nú ekki oft sem maður sér stjórnarmenn spila með liðunum. Sjáðu, hann er náttúrulega 42 ára en hann er greinilega sama og þegar ég var að spila með honum. Hann var alltaf fyrstur í langhlaupum og var náttúrulega ótrúlega fit og hann var alltaf bestur í hornafærum.“ „Ég er ekki frá því að Einar (Jónsson, þjálfari) hafi lagt til að hornin færu inn. Því hann var frábær að verja úr hornunum. Hann étur þennan unga dreng, greyið. Heldur betur gaman að sjá. Ég kallaði eftir honum fyrir nokkrum umferðum, sagði að þetta myndi ekki ganga með markverðina sem þeir eru með. Þeir eru báðir svo óreyndir og Valtýr (Már Hákonarson) spilar lítið og Arnór Máni (Daðason) er náttúrulega bara 17 ára.“ Klippa: Seinni bylgjan: Allt er fertugum fært „Var ekki að setja útá að þeir væru hræðilegir, þetta er bara of stórt að ætla allt í einu verja markið. Mér finnst Arnór Máni fínn í fyrri hálfleik, var með rúma 30 prósent markvörslu. Maður hefur heyrt að þetta sé mikið efni, rosalega metnaðarfullur, það er lítið við hann að sakast. Það þarf að hafa Magga þarna upp á reynslu og hann vinnur klárlega þetta stig fyrir Fram. Ætla ekki að segja upp á einsdæmi en hann fór langt með það,“ sagði Jóhann Gunnar að endingu um sinn fyrrum samherja. Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Handbolti Íslenski handboltinn Olís-deild karla Fram Seinni bylgjan Mest lesið „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti Fleiri fréttir Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Framarar flugu í átta liða úrslitin á gamla heimavellinum Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Ágúst tekur við af Óskari hjá Val KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Haukar áfram eftir spennuleik Sjá meira