Allir stóru strákarnir mínir bara gerðu virkilega vel í dag Sverrir Mar Smárason skrifar 3. desember 2021 22:45 Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur. Vísir/Bára Dröfn Keflvíkingar gerðu góða ferð í Vesturbæinn í kvöld þegar þeir unnu KR, 88-108, í Subway-deild karla í körfubolta. Suðurnesjamenn fóru hægt af stað en tóku síðar yfir leikinn. Hjalti Þór, þjálfari Keflavíkur, var ánægður með sigurinn. „Mér fannst við sóknarlega mjög góðir allan leikinn. Það svona komu bara kaflar þar sem við náðum stoppum og gerðum vel varnarlega en í örugglega 90% af leiknum vorum við slakir varnarlega og að tína manninum okkar trekk í trekk. Mér fannst við gefa Brynjari og þessum gæjum, sem eiga ekkert að fá opin sko, galopin skot og það er eitthvað sem við þurfum aðeins að skoða,“ sagði Hjalti Þór. Það var augljóst fyrir áhorfandann að Keflavík vildi spila hægari leik en KR. Til að byrja með, líkt og fyrr segir, gekk KR betur í að keyra upp hraða leiksins en með hverri mínútu tóku Keflvíkingar meiri og meiri stjórn. „Já já, við svosem, hlaupa eða ekki hlaupa. Ég meina við getum alveg sett inn lið sem getur hlaupið og við settum það aðeins í fyrsta leikhluta og prufuðum það. Við hlupum aðeins með þeim hérna í lokin á fyrsta leikhluta. Við erum alveg með lið sem getur gert það líka. Svo bara í ‚crunchinu‘ þá bara förum við aftur í okkar leik sem er bara hálfur völlur og leitum að stóru köllunum,“ sagði Hjalti um hraða leiksins. Keflavíkurliðið tóku talsvert fleiri fráköst í leiknum í kvöld og mörg þeirra á mikilvægum tímapunktum. Hjalti var ánægður með stærri leikmenn sína í leiknum. „Allir stóru strákarnir mínir bara gerðu virkilega vel í dag. Þeir voru ‚aggressívir‘ og fóru á eftir öllum lausum boltum. Það skiptir bara ofboðslega miklu máli og sérstaklega á móti svona liði sem getur refsað þér fyrir utan, getur snögghitnað og þú veist aldrei hvað er að koma frá KR-ingunum því þeir eru flottir sóknarmenn og geta hitt ótrúlegustu skotum,“ sagði Hjalti Þór. Framundan eru tveir leikir fyrir jól og svo einn á milli jóla og nýárs. Hjalti segir mikilvægast að sitt lið hugsi bara um það sem þeir þurfa að gera. „Við erum bara að hugsa um okkur sjálfa og við ætlum bara að gera betur á morgun en í dag. Það er bara pælingin hjá okkur að vera bara alltaf að vinna í okkar hlutum sama hvað önnur lið er að gera. Við þurfum að fókusera á okur sjálfa,“ sagði Hjalti Þór að lokum. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Keflavík ÍF Subway-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: KR - Keflavík 88-108 | Öruggur sigur gestanna KR tapaði gegn Keflavík á heimavelli sínum, Meistaravöllum, í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld í fyrsta leik liðanna eftir landsleikjahlé, 88-108. Keflvíkingar komu inn í leikinn á góðri hrinu en KR hafði tapað illa fyrir ÍR í síðasta leik sínum fyrir hlé. 3. desember 2021 22:05 Mest lesið Æfur og krefst rannsóknar eftir „lélegan brandara“ Sport Björgvin Karl hluti af nýrri atvinnumannadeild í CrossFit Sport Karlarnir fengu pening en konurnar sjampó, sápu og handklæði Sport Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Handbolti Úkraínska landsliðið finnst hvergi Sport Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fótbolti Handknattleiksambandið fær langmest úr Afrekssjóði ÍSÍ en KSÍ ekki neitt Sport Mark ársins strax á fyrsta degi? Enski boltinn Ballið byrjar hjá strákunum okkar Handbolti Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Körfubolti Fleiri fréttir Íslenska körfuboltaárið hefur aldrei byrjað fyrr Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Sakar NBA-deildina um að vera á móti Houston Rockets Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Martin stiga- og stoðsendingahæstur í tapi Berlínarmanna Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Stiklað á stóru sigrunum: „Erum stolt af því að vera íþróttabær“ Brotist inn til Doncic Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ Sjá meira
„Mér fannst við sóknarlega mjög góðir allan leikinn. Það svona komu bara kaflar þar sem við náðum stoppum og gerðum vel varnarlega en í örugglega 90% af leiknum vorum við slakir varnarlega og að tína manninum okkar trekk í trekk. Mér fannst við gefa Brynjari og þessum gæjum, sem eiga ekkert að fá opin sko, galopin skot og það er eitthvað sem við þurfum aðeins að skoða,“ sagði Hjalti Þór. Það var augljóst fyrir áhorfandann að Keflavík vildi spila hægari leik en KR. Til að byrja með, líkt og fyrr segir, gekk KR betur í að keyra upp hraða leiksins en með hverri mínútu tóku Keflvíkingar meiri og meiri stjórn. „Já já, við svosem, hlaupa eða ekki hlaupa. Ég meina við getum alveg sett inn lið sem getur hlaupið og við settum það aðeins í fyrsta leikhluta og prufuðum það. Við hlupum aðeins með þeim hérna í lokin á fyrsta leikhluta. Við erum alveg með lið sem getur gert það líka. Svo bara í ‚crunchinu‘ þá bara förum við aftur í okkar leik sem er bara hálfur völlur og leitum að stóru köllunum,“ sagði Hjalti um hraða leiksins. Keflavíkurliðið tóku talsvert fleiri fráköst í leiknum í kvöld og mörg þeirra á mikilvægum tímapunktum. Hjalti var ánægður með stærri leikmenn sína í leiknum. „Allir stóru strákarnir mínir bara gerðu virkilega vel í dag. Þeir voru ‚aggressívir‘ og fóru á eftir öllum lausum boltum. Það skiptir bara ofboðslega miklu máli og sérstaklega á móti svona liði sem getur refsað þér fyrir utan, getur snögghitnað og þú veist aldrei hvað er að koma frá KR-ingunum því þeir eru flottir sóknarmenn og geta hitt ótrúlegustu skotum,“ sagði Hjalti Þór. Framundan eru tveir leikir fyrir jól og svo einn á milli jóla og nýárs. Hjalti segir mikilvægast að sitt lið hugsi bara um það sem þeir þurfa að gera. „Við erum bara að hugsa um okkur sjálfa og við ætlum bara að gera betur á morgun en í dag. Það er bara pælingin hjá okkur að vera bara alltaf að vinna í okkar hlutum sama hvað önnur lið er að gera. Við þurfum að fókusera á okur sjálfa,“ sagði Hjalti Þór að lokum. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Keflavík ÍF Subway-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: KR - Keflavík 88-108 | Öruggur sigur gestanna KR tapaði gegn Keflavík á heimavelli sínum, Meistaravöllum, í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld í fyrsta leik liðanna eftir landsleikjahlé, 88-108. Keflvíkingar komu inn í leikinn á góðri hrinu en KR hafði tapað illa fyrir ÍR í síðasta leik sínum fyrir hlé. 3. desember 2021 22:05 Mest lesið Æfur og krefst rannsóknar eftir „lélegan brandara“ Sport Björgvin Karl hluti af nýrri atvinnumannadeild í CrossFit Sport Karlarnir fengu pening en konurnar sjampó, sápu og handklæði Sport Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Handbolti Úkraínska landsliðið finnst hvergi Sport Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fótbolti Handknattleiksambandið fær langmest úr Afrekssjóði ÍSÍ en KSÍ ekki neitt Sport Mark ársins strax á fyrsta degi? Enski boltinn Ballið byrjar hjá strákunum okkar Handbolti Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Körfubolti Fleiri fréttir Íslenska körfuboltaárið hefur aldrei byrjað fyrr Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Sakar NBA-deildina um að vera á móti Houston Rockets Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Martin stiga- og stoðsendingahæstur í tapi Berlínarmanna Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Stiklað á stóru sigrunum: „Erum stolt af því að vera íþróttabær“ Brotist inn til Doncic Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ Sjá meira
Leik lokið: KR - Keflavík 88-108 | Öruggur sigur gestanna KR tapaði gegn Keflavík á heimavelli sínum, Meistaravöllum, í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld í fyrsta leik liðanna eftir landsleikjahlé, 88-108. Keflvíkingar komu inn í leikinn á góðri hrinu en KR hafði tapað illa fyrir ÍR í síðasta leik sínum fyrir hlé. 3. desember 2021 22:05