Guðmundur opinberaði glænýjan samskiptamiðil Eiður Þór Árnason skrifar 2. desember 2021 14:59 Fractal 5 hyggst auðvelda fólki að eiga óformlegri samskipti. Samsett Guðmundur Hafsteinsson, stofnandi og forstjóri Fractal 5, kynnti í dag fyrstu útgáfuna af samskiptamiðlinum Break á Slush, einni stærstu tækniráðstefnu í Evrópu. Break er ætlað að auðvelda notendum að halda sambandi við breiðari hóp fólks án mikillar fyrirhafnar og er nú aðgengilegt almenningi. Guðmundur útskýrði fyrir ráðstefnugestum á Slush að það vantaði tæknilausn sem auðveldaði fólki að halda góðu sambandi við breiðari hóp fólks sem hefði orðið á vegi okkar á lífsleiðinni. Það ætti við um gamla skólafélaga, samstarfsfólk, stórfjölskyldu eða vinafólk sem við værum til í að eiga í óformlegum samskiptum við þegar tækifæri sköpuðust, þó án þess að þurfa að hringja í viðkomandi, senda skilaboð eða skipuleggja fundi á ákveðnum tíma. Samskipti væru mikilvægur hluti félagslífs okkar, eins og til dæmis þegar fólk færi inn á kaffihús og hitti þar aðra fyrir tilviljun. Þetta kemur fram í tilkynningu en með Break geta þeir sem hafa tíma og áhuga samþykkt að eiga stund með öðrum og sýna gagnkvæman áhuga á að hittast eða spjalla. Að sögn Guðmundar eru slíkar tengingar skemmtilegar, oft óvæntar og krefjast lítillar fyrirhafnar. Greint var frá því fyrr á árinu að Fractal 5 hafi tryggt sér þriggja milljóna Bandaríkjadala fjárfestingu, eða 384 milljónum króna, til að þróa hugbúnaðinn. Guðmundur hefur mikla reynslu úr tæknigeiranum og vann meðal annars í fimmtán ár í Bandaríkjunum, síðast sem yfirmaður vöruþróunar hjá Google til 2019 áður en hann flutti aftur heim til Íslands. Þar áður leiddi Guðmundur þróunarvinnu hjá ýmsum fyrirtækjum, þar á meðal Apple, og eins fyrirtækjum sem hann stofnaði sjálfur og voru síðar yfirtekin. Auk þess hefur Guðmundur leitt vinnu við mótun nýsköpunarstefnu fyrir Ísland. „Break snýst um að auðvelda notendum að ná til stærri hóps á einfaldari máta. Við viljum gera fólki kleift að skapa stundir, hvort sem það er spjall eða fara á kaffihús saman eða í bjór eftir vinnu og bjóða stórum hópi fólks sem getur þá tekið þátt eða leitt það hjá sér ef það hefur ekki tíma þá stundina,” segir Guðmundur í tilkynningu. Guðmundur ræddi um nýja samskiptamiðilinn í Bítinu á Bylgjunni í gær. Hlusta má á viðtalið í spilaranum hér fyrir neðan. Fréttin hefur verið uppfærð. Nýsköpun Tækni Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Af vettvangi: Upphitun fyrir Slush í Grósku Fyrirtækin Lucinity og Fractal 5 stóðu að samkomu í Grósku í síðustu viku til þess að hita upp fyrir nýsköpunarráðstefnuna Slush sem verður haldin í Finnlandi á næstu dögum. 29. nóvember 2021 20:00 Íslenskt hugbúnaðarfyrirtæki tryggir sér þriggja milljóna dala fjármögnun Bandaríski fjárfestingasjóðurinn Menlo Ventures hefur fjárfest í íslenska hugbúnaðarfyrirtækinu Fractal 5, sem er að þróa nýjan hugbúnað á sviði samskiptatækni. 16. mars 2021 21:39 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Break er ætlað að auðvelda notendum að halda sambandi við breiðari hóp fólks án mikillar fyrirhafnar og er nú aðgengilegt almenningi. Guðmundur útskýrði fyrir ráðstefnugestum á Slush að það vantaði tæknilausn sem auðveldaði fólki að halda góðu sambandi við breiðari hóp fólks sem hefði orðið á vegi okkar á lífsleiðinni. Það ætti við um gamla skólafélaga, samstarfsfólk, stórfjölskyldu eða vinafólk sem við værum til í að eiga í óformlegum samskiptum við þegar tækifæri sköpuðust, þó án þess að þurfa að hringja í viðkomandi, senda skilaboð eða skipuleggja fundi á ákveðnum tíma. Samskipti væru mikilvægur hluti félagslífs okkar, eins og til dæmis þegar fólk færi inn á kaffihús og hitti þar aðra fyrir tilviljun. Þetta kemur fram í tilkynningu en með Break geta þeir sem hafa tíma og áhuga samþykkt að eiga stund með öðrum og sýna gagnkvæman áhuga á að hittast eða spjalla. Að sögn Guðmundar eru slíkar tengingar skemmtilegar, oft óvæntar og krefjast lítillar fyrirhafnar. Greint var frá því fyrr á árinu að Fractal 5 hafi tryggt sér þriggja milljóna Bandaríkjadala fjárfestingu, eða 384 milljónum króna, til að þróa hugbúnaðinn. Guðmundur hefur mikla reynslu úr tæknigeiranum og vann meðal annars í fimmtán ár í Bandaríkjunum, síðast sem yfirmaður vöruþróunar hjá Google til 2019 áður en hann flutti aftur heim til Íslands. Þar áður leiddi Guðmundur þróunarvinnu hjá ýmsum fyrirtækjum, þar á meðal Apple, og eins fyrirtækjum sem hann stofnaði sjálfur og voru síðar yfirtekin. Auk þess hefur Guðmundur leitt vinnu við mótun nýsköpunarstefnu fyrir Ísland. „Break snýst um að auðvelda notendum að ná til stærri hóps á einfaldari máta. Við viljum gera fólki kleift að skapa stundir, hvort sem það er spjall eða fara á kaffihús saman eða í bjór eftir vinnu og bjóða stórum hópi fólks sem getur þá tekið þátt eða leitt það hjá sér ef það hefur ekki tíma þá stundina,” segir Guðmundur í tilkynningu. Guðmundur ræddi um nýja samskiptamiðilinn í Bítinu á Bylgjunni í gær. Hlusta má á viðtalið í spilaranum hér fyrir neðan. Fréttin hefur verið uppfærð.
Nýsköpun Tækni Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Af vettvangi: Upphitun fyrir Slush í Grósku Fyrirtækin Lucinity og Fractal 5 stóðu að samkomu í Grósku í síðustu viku til þess að hita upp fyrir nýsköpunarráðstefnuna Slush sem verður haldin í Finnlandi á næstu dögum. 29. nóvember 2021 20:00 Íslenskt hugbúnaðarfyrirtæki tryggir sér þriggja milljóna dala fjármögnun Bandaríski fjárfestingasjóðurinn Menlo Ventures hefur fjárfest í íslenska hugbúnaðarfyrirtækinu Fractal 5, sem er að þróa nýjan hugbúnað á sviði samskiptatækni. 16. mars 2021 21:39 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Af vettvangi: Upphitun fyrir Slush í Grósku Fyrirtækin Lucinity og Fractal 5 stóðu að samkomu í Grósku í síðustu viku til þess að hita upp fyrir nýsköpunarráðstefnuna Slush sem verður haldin í Finnlandi á næstu dögum. 29. nóvember 2021 20:00
Íslenskt hugbúnaðarfyrirtæki tryggir sér þriggja milljóna dala fjármögnun Bandaríski fjárfestingasjóðurinn Menlo Ventures hefur fjárfest í íslenska hugbúnaðarfyrirtækinu Fractal 5, sem er að þróa nýjan hugbúnað á sviði samskiptatækni. 16. mars 2021 21:39