Vonarstjörnur hvor af sínum vængnum takast á um stóru málin Heimir Már Pétursson skrifar 2. desember 2021 13:00 Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, og Guðrún Hafsteinsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Vilhelm Alþingi hófst fyrir alvöru í gær þegar kosið var í fastanefndir þingsins og umræður fóru fram um fyrstu stefnuræðu Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra í endurnýjaðri ríkisstjórn. Heimir Már Pétursson fréttamaður fær til sín kjarnakonurnar Kristrúnu Frostadóttur þingmann Samfylkingarinnar og Guðrúnu Hafsteinsdóttur þingmann Sjálfstæðisflokksins í beina útsendingu í Pallborðinu á Vísi og Stöð 2/Vísi í dag. Þær Kristún og Guðrún eru báðar nýkjörnar á Alþingi og eru báðar þekktar fyrir skeleggan málflutning og verða að teljast miklar vonarstjörnur flokka sinna. Guðrún er eins konar ráðherra á bið því stefnt er að því að hún taki við innanríkisráðuneytinu af Jóni Gunnarssyni innan eins og hálfs árs. Margir telja síðan að Kristrún sé framtíðarleiðtogi Samfylkingarinnar. Báðar tóku þær þátt í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra í gærkvöldi og munu örugglega láta heyra í sér í umræðum um fyrsta fjárlagafrumvarp nýrrar ríkisstjórnar sem Bjarni benediktsson mælti fyrir á Alþingi í morgun. Fyrsta umræða um frumvarpið stendur að minnsta kosti yfir í dag og á morgun. Hver er framtíðarsýn þessarra tveggja nýju þingmanna sem svo miklar vonir eru bundnar við? Verða þær fyrst og fremst trúar flokkum sínum eða munu þær voga sér að taka af skarið og leggja eitthvað nýtt til málanna á komandi kjörtímabili? Klippa: Pallborðið - Kristrún Frostadóttir og Guðrún Hafsteinsdóttir Í Pallborðinu sem hefst í beinni útsendingu hér á Vísi og á sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísi klukkan 14 reynum við að draga fram sýn þeirra á stöðu stjórnmálanna í dag og hvert þær vilja sjá íslenskt samfélag stefna á næstu árum. Pallborðið Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Segir traustið til Ísteka brostið Forsendur sem settar hafa verið um blóðmerabúskap hefur ekki verið fylgt eftir að mati Sveins Steinarssonar formanns Félags hrossabænda. Það valdi því að traust til fyrirtækisins Ísteka sé brostið, en það kaupir allt blóð til framleiðslu frjósemislyfs sem notað er í ræktun búfjár erlendis. 26. nóvember 2021 17:09 Skipað í nefndir og ruglast á sætanúmerum á Alþingi Birgir Ármannsson var í dag kjörinn forseti Alþingis. Sjálfstæðisflokkurinn fer með formennsku í þremur fastanefndum þingsins, Framsóknarflokkurinn og Vinstri græn í tveimur hvor um sig og stjórnarandstaðan í einni. 1. desember 2021 19:21 Birgir Ármannsson kjörinn forseti Alþingis með 48 atkvæðum Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur verið kjörinn forseti Alþingis. Hann tekur við embættinu af Steingrími J. Sigfússyni, sem sinnti hlutverkinu á síðasta kjörtímabili. 1. desember 2021 13:18 Minnir þingmeirihlutann á hverfulleika lífsins Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra flytur fyrstu stefnuræðu nýrrar ríkisstjórnar á Alþingi í kvöld þegar hundrað og þrjú ár eru liðin frá því Ísland varð fullvalda ríki. Kosið verður í forsætisnefnd, aðrar fastanefndir og alþjóðanefndir þingsins eftir hádegi. 1. desember 2021 11:52 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Þær Kristún og Guðrún eru báðar nýkjörnar á Alþingi og eru báðar þekktar fyrir skeleggan málflutning og verða að teljast miklar vonarstjörnur flokka sinna. Guðrún er eins konar ráðherra á bið því stefnt er að því að hún taki við innanríkisráðuneytinu af Jóni Gunnarssyni innan eins og hálfs árs. Margir telja síðan að Kristrún sé framtíðarleiðtogi Samfylkingarinnar. Báðar tóku þær þátt í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra í gærkvöldi og munu örugglega láta heyra í sér í umræðum um fyrsta fjárlagafrumvarp nýrrar ríkisstjórnar sem Bjarni benediktsson mælti fyrir á Alþingi í morgun. Fyrsta umræða um frumvarpið stendur að minnsta kosti yfir í dag og á morgun. Hver er framtíðarsýn þessarra tveggja nýju þingmanna sem svo miklar vonir eru bundnar við? Verða þær fyrst og fremst trúar flokkum sínum eða munu þær voga sér að taka af skarið og leggja eitthvað nýtt til málanna á komandi kjörtímabili? Klippa: Pallborðið - Kristrún Frostadóttir og Guðrún Hafsteinsdóttir Í Pallborðinu sem hefst í beinni útsendingu hér á Vísi og á sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísi klukkan 14 reynum við að draga fram sýn þeirra á stöðu stjórnmálanna í dag og hvert þær vilja sjá íslenskt samfélag stefna á næstu árum.
Pallborðið Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Segir traustið til Ísteka brostið Forsendur sem settar hafa verið um blóðmerabúskap hefur ekki verið fylgt eftir að mati Sveins Steinarssonar formanns Félags hrossabænda. Það valdi því að traust til fyrirtækisins Ísteka sé brostið, en það kaupir allt blóð til framleiðslu frjósemislyfs sem notað er í ræktun búfjár erlendis. 26. nóvember 2021 17:09 Skipað í nefndir og ruglast á sætanúmerum á Alþingi Birgir Ármannsson var í dag kjörinn forseti Alþingis. Sjálfstæðisflokkurinn fer með formennsku í þremur fastanefndum þingsins, Framsóknarflokkurinn og Vinstri græn í tveimur hvor um sig og stjórnarandstaðan í einni. 1. desember 2021 19:21 Birgir Ármannsson kjörinn forseti Alþingis með 48 atkvæðum Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur verið kjörinn forseti Alþingis. Hann tekur við embættinu af Steingrími J. Sigfússyni, sem sinnti hlutverkinu á síðasta kjörtímabili. 1. desember 2021 13:18 Minnir þingmeirihlutann á hverfulleika lífsins Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra flytur fyrstu stefnuræðu nýrrar ríkisstjórnar á Alþingi í kvöld þegar hundrað og þrjú ár eru liðin frá því Ísland varð fullvalda ríki. Kosið verður í forsætisnefnd, aðrar fastanefndir og alþjóðanefndir þingsins eftir hádegi. 1. desember 2021 11:52 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Segir traustið til Ísteka brostið Forsendur sem settar hafa verið um blóðmerabúskap hefur ekki verið fylgt eftir að mati Sveins Steinarssonar formanns Félags hrossabænda. Það valdi því að traust til fyrirtækisins Ísteka sé brostið, en það kaupir allt blóð til framleiðslu frjósemislyfs sem notað er í ræktun búfjár erlendis. 26. nóvember 2021 17:09
Skipað í nefndir og ruglast á sætanúmerum á Alþingi Birgir Ármannsson var í dag kjörinn forseti Alþingis. Sjálfstæðisflokkurinn fer með formennsku í þremur fastanefndum þingsins, Framsóknarflokkurinn og Vinstri græn í tveimur hvor um sig og stjórnarandstaðan í einni. 1. desember 2021 19:21
Birgir Ármannsson kjörinn forseti Alþingis með 48 atkvæðum Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur verið kjörinn forseti Alþingis. Hann tekur við embættinu af Steingrími J. Sigfússyni, sem sinnti hlutverkinu á síðasta kjörtímabili. 1. desember 2021 13:18
Minnir þingmeirihlutann á hverfulleika lífsins Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra flytur fyrstu stefnuræðu nýrrar ríkisstjórnar á Alþingi í kvöld þegar hundrað og þrjú ár eru liðin frá því Ísland varð fullvalda ríki. Kosið verður í forsætisnefnd, aðrar fastanefndir og alþjóðanefndir þingsins eftir hádegi. 1. desember 2021 11:52