Erlent

Réttarhöld hefjast yfir Ghislaine Maxwell

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Maxwell fór huldu höfði áður en lögreglu tókst að hafa uppi á henni.
Maxwell fór huldu höfði áður en lögreglu tókst að hafa uppi á henni. AP/John Minchillo

Réttarhöld hefjast í dag á Manhattan í New York yfir Ghislaine Maxwell, sem sökuð er um að hafa aðstoðað milljarðamæringinn Jeffrey Epstein við glæpi sína.

Maxwell er ákærð fyrir að ná í ungar stúlkur og fá þær til að hitta Epstein en stúlkurnar voru sumar einungis fjórtán ára gamlar. Þá er hún einnig sökuð um að hafa tekið beinan þátt í kynferðisofbeldi gegn stúlkunum en Maxwell var um tíma kærasta Epsteins. 

Sjálfur fannst hann látinn í fangaklefa á Manhattan áður en tókst að rétt yfir honum en Maxwell var síðan handtekin í New Hampshire í Bandaríkjunum eftir að hafa verið í ár á flótta undan réttvísinni. 

Maxwell, sem heldur fram sakleysi, gæti átt yfir höfði sér 80 ára fangelsisdóm.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×