Innlent

Ís­hellan sigið um 25 senti­metra frá í gær­morgun

Atli Ísleifsson skrifar
Miðað við fyrri hlaup má gera ráð fyrir að hlaupvatn komi fram við jökuljaðar á næstu tveimur dögum.
Miðað við fyrri hlaup má gera ráð fyrir að hlaupvatn komi fram við jökuljaðar á næstu tveimur dögum. Vísir/rax

Sighraði á íshellunni í Grímsvötnum hefur haldist nokkuð jafn í nótt. GPS-mælir Veðurstofunnar sýnir að hellan hafi sigið um 25 sentimetra frá því um klukkan 10 í gærmorgun.

Frá þessu segir á vef Veðurstofunnar. Þar segir ennfremur að engar markverðar breytingar hafi mælst í Gígjukvísl, sama hvort litið sé til vatnshæðar, rafleiðni eða gass.

Vísindaráð almannavarna fundaði í gær um stöðu mála þar sem sigið sé vísbending um að Grímsvatnahlaup sé í vændum.

Greint var frá því að íshellan hafi sigið um tæpa 60 sentimetra á síðustu dögum og hraðinn á siginu hafi verið að aukast.

„Miðað við fyrri hlaup má gera ráð fyrir að hlaupvatn komi fram við jökuljaðar á næstu tveimur dögum og muni ná hámarki á 4-8 dögum eftir það,“ kom fram í tilkynningunni í gær.


Tengdar fréttir

Telja að mannvirki muni þola hlaupið

Von er á því að hlaup úr Grímsvötnum í Vatnajökli hefjist á allra næstu dögum. Dæmin hafa sýnt að slíkum jökulhlaupum geta fylgt eldgos. Fundi vísindaráðs Almannavarna lauk á fimmta tímanum í dag.

Reikna með hlaupi úr Grímsvötnum á allra næstu dögum

Von er á því að hlaup úr Grímsvötnum í Vatnajökli hefjist á allra næstu dögum. Dæmin hafa sýnt að slíkum jökulhlaupum geta fylgt eldgos. Fundi vísindaráðs Almannavarna lauk á fimmta tímanum í dag.

Íshellan í Grímsvötnum farin að síga

Íshellan í Grímsvötnum er farin að síga. Þetta benda nýjar mælingar Veðurstofu Íslands í Grímsvötnum til. Gæti þetta verið vísbending um að Grímsvatnahlaup sé í vændum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×