Ætla að víta þingmann sem birti myndband af sér að drepa þingkonu Kjartan Kjartansson skrifar 17. nóvember 2021 15:56 Paul Gosar frá Arizona er einn af öfgafyllri þingmönnum Repúblikanaflokksins. AP/Andrew Harnik Demókratar í fulltrúadeild Bandaríkjaþings ætla að ávíta þingmanni Repúblikanaflokksins sem birti myndband sem sýndi hann drepa þingkonu og leggja til Joes Biden forseta með sverðum á samfélagsmiðlum. Repúblikanar vildu ekki refsa þingmanninum. Paul Gosar er umdeildur þingmaður Repúblikanaflokksins frá Arizona en hann hefur meðal annars komið fram á viðburðum með hægriöfgamönnum og dreift upplýsingafalsi um forsetakosningarnar í fyrra. Svo umdeildur er hann að hans eigin systkini hvöttu kjósendur til þess að velja frekar keppinaut hans í þingkosningunum árið 2018. Fyrir nokkrum dögum birti Gosar teiknimynd sem átt hafði verið við þannig að hann virtist drepast Alexandriu Ocasio-Cortez, fulltrúadeildarþingkonu Demókrataflokksins, og drepa Biden forseta. Gosar hélt því fram að myndbandið væri „táknrænt“ fyrir baráttu flokkanna um innflytjendastefnu en eyddi myndbandinu síðan af samfélagsmiðlasíðum sínum. Fulltrúadeildin greiðir atkvæði um formlegar ávítur á hendur Gosar í dag, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Þá er kallað eftir því að þingmaðurinn missi sæti sín í tveimur þingnefndum. Hann situ meðal annars með Ocasio-Cortez í eftirlitsnefnd þingsins. Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildarinnar, sagði að ofbeldishótanir í garð þingmanna og forsetans yrðu ekki umbornar. Hún sagði fréttamönnum jafnframt að það væri svívirðilegt að þingflokkur repúblikana í fulltrúadeildinni hefði ekki aðhafst neitt vegna málsins. Speaker Pelosi to @GarrettHaake on the Gosar censure vote today and slamming the GOP for not acting pic.twitter.com/06twoXqShD— Haley Talbot (@haleytalbotnbc) November 17, 2021 Repúblikanar segja það á móti varhugarvert að meirihlutinn í fulltrúadeildinni noti völd sín til þess að refsa þingmanni minnihlutans og að það setji slæmt fordæmi. Segir Gosar ógeð sem hafi ekki beðist afsökunar Ocasio-Cortez er á meðal vinstrisinnaðri þingmanna Demókrataflokksins og repúblikanar hafa reynt að nota hana sem grýlu á kjósendur um að demókratar aðhyllist vinstriöfgahyggju. Hún brást við myndbandinu með því að lýsa Gosar sem ógeðslegum. Myndbandið væru hugarórar hans um að drepa hana. Hvorki Gosar né Kevin McCarthy, leiðtogi repúblikana í fulltrúadeildinni, hafi beðið hana afsökunar á myndbandinu. Þess í stað hafi Gosar sakað hana um að vera einhvers konar fulltrúa fólks sem kemur ólöglega til Bandaríkjanna. Hægrisinnaðir fjölmiðlar hafa meðal annars birt falsaða nektarmynd af Ocasio-Cortez. Hún sakaði einn þingmann Repúblikanaflokksins um að hafa kallað sig „helvítis tík“ þegar þau mættust við þinghúsið í Washington-borg í fyrra. Síðast voru ávítur samþykktar á hendur bandarísks fulltrúadeildarþingmanns árið 2010. Þá sætti Charles Rangel, þingmaður demókrata, ákúrum fyrir fjárglæfrar. Engar frekari afleiðingar fylgja því að vera ávíttur í þinginu aðrar en mögulegir álitshnekkir. Marjorie Taylor Green, þingkona repúblikana frá Georgíu, var svipt nefndarstörfum fyrir að deila hatursorðræðu og ofbeldisfullum samsæriskenningum fyrr á þessu ári. Bandaríkin Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Lögreglumaður sem sagði að skjóta þyrfti þingkonu rekinn Alexandria Ocasio-Cortez var skotspónn níðs tveggja lögregluþjóna sem nú hefur verið vikið frá störfum. Hún er ein fjögurra þingkvenna sem Trump forseti hefur gagnrýnt linnulítið undanfarið. 23. júlí 2019 14:34 Trump segir bandarískum þingkonum að fara aftur „til síns heima“ Trump skýtur föstum skotum á fjórar þingkonur Demókrataflokksins, og bendir þeim á að snúa aftur til upprunalanda sinna. Þrjár af fjórum eru þó fæddar í Bandaríkjunum. 14. júlí 2019 19:00 Landamæraverðir grínuðust með dauða förufólks og svívirtu þingkonu Í leynilegum Facebook-hóp deildu núverandi og fyrrverandi landamæraverðir meðal annars fölsuðum myndum af þingkonunni Alexandriu Ocasio-Cortez í kynferðislegum athöfnum. 2. júlí 2019 10:53 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Paul Gosar er umdeildur þingmaður Repúblikanaflokksins frá Arizona en hann hefur meðal annars komið fram á viðburðum með hægriöfgamönnum og dreift upplýsingafalsi um forsetakosningarnar í fyrra. Svo umdeildur er hann að hans eigin systkini hvöttu kjósendur til þess að velja frekar keppinaut hans í þingkosningunum árið 2018. Fyrir nokkrum dögum birti Gosar teiknimynd sem átt hafði verið við þannig að hann virtist drepast Alexandriu Ocasio-Cortez, fulltrúadeildarþingkonu Demókrataflokksins, og drepa Biden forseta. Gosar hélt því fram að myndbandið væri „táknrænt“ fyrir baráttu flokkanna um innflytjendastefnu en eyddi myndbandinu síðan af samfélagsmiðlasíðum sínum. Fulltrúadeildin greiðir atkvæði um formlegar ávítur á hendur Gosar í dag, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Þá er kallað eftir því að þingmaðurinn missi sæti sín í tveimur þingnefndum. Hann situ meðal annars með Ocasio-Cortez í eftirlitsnefnd þingsins. Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildarinnar, sagði að ofbeldishótanir í garð þingmanna og forsetans yrðu ekki umbornar. Hún sagði fréttamönnum jafnframt að það væri svívirðilegt að þingflokkur repúblikana í fulltrúadeildinni hefði ekki aðhafst neitt vegna málsins. Speaker Pelosi to @GarrettHaake on the Gosar censure vote today and slamming the GOP for not acting pic.twitter.com/06twoXqShD— Haley Talbot (@haleytalbotnbc) November 17, 2021 Repúblikanar segja það á móti varhugarvert að meirihlutinn í fulltrúadeildinni noti völd sín til þess að refsa þingmanni minnihlutans og að það setji slæmt fordæmi. Segir Gosar ógeð sem hafi ekki beðist afsökunar Ocasio-Cortez er á meðal vinstrisinnaðri þingmanna Demókrataflokksins og repúblikanar hafa reynt að nota hana sem grýlu á kjósendur um að demókratar aðhyllist vinstriöfgahyggju. Hún brást við myndbandinu með því að lýsa Gosar sem ógeðslegum. Myndbandið væru hugarórar hans um að drepa hana. Hvorki Gosar né Kevin McCarthy, leiðtogi repúblikana í fulltrúadeildinni, hafi beðið hana afsökunar á myndbandinu. Þess í stað hafi Gosar sakað hana um að vera einhvers konar fulltrúa fólks sem kemur ólöglega til Bandaríkjanna. Hægrisinnaðir fjölmiðlar hafa meðal annars birt falsaða nektarmynd af Ocasio-Cortez. Hún sakaði einn þingmann Repúblikanaflokksins um að hafa kallað sig „helvítis tík“ þegar þau mættust við þinghúsið í Washington-borg í fyrra. Síðast voru ávítur samþykktar á hendur bandarísks fulltrúadeildarþingmanns árið 2010. Þá sætti Charles Rangel, þingmaður demókrata, ákúrum fyrir fjárglæfrar. Engar frekari afleiðingar fylgja því að vera ávíttur í þinginu aðrar en mögulegir álitshnekkir. Marjorie Taylor Green, þingkona repúblikana frá Georgíu, var svipt nefndarstörfum fyrir að deila hatursorðræðu og ofbeldisfullum samsæriskenningum fyrr á þessu ári.
Bandaríkin Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Lögreglumaður sem sagði að skjóta þyrfti þingkonu rekinn Alexandria Ocasio-Cortez var skotspónn níðs tveggja lögregluþjóna sem nú hefur verið vikið frá störfum. Hún er ein fjögurra þingkvenna sem Trump forseti hefur gagnrýnt linnulítið undanfarið. 23. júlí 2019 14:34 Trump segir bandarískum þingkonum að fara aftur „til síns heima“ Trump skýtur föstum skotum á fjórar þingkonur Demókrataflokksins, og bendir þeim á að snúa aftur til upprunalanda sinna. Þrjár af fjórum eru þó fæddar í Bandaríkjunum. 14. júlí 2019 19:00 Landamæraverðir grínuðust með dauða förufólks og svívirtu þingkonu Í leynilegum Facebook-hóp deildu núverandi og fyrrverandi landamæraverðir meðal annars fölsuðum myndum af þingkonunni Alexandriu Ocasio-Cortez í kynferðislegum athöfnum. 2. júlí 2019 10:53 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Lögreglumaður sem sagði að skjóta þyrfti þingkonu rekinn Alexandria Ocasio-Cortez var skotspónn níðs tveggja lögregluþjóna sem nú hefur verið vikið frá störfum. Hún er ein fjögurra þingkvenna sem Trump forseti hefur gagnrýnt linnulítið undanfarið. 23. júlí 2019 14:34
Trump segir bandarískum þingkonum að fara aftur „til síns heima“ Trump skýtur föstum skotum á fjórar þingkonur Demókrataflokksins, og bendir þeim á að snúa aftur til upprunalanda sinna. Þrjár af fjórum eru þó fæddar í Bandaríkjunum. 14. júlí 2019 19:00
Landamæraverðir grínuðust með dauða förufólks og svívirtu þingkonu Í leynilegum Facebook-hóp deildu núverandi og fyrrverandi landamæraverðir meðal annars fölsuðum myndum af þingkonunni Alexandriu Ocasio-Cortez í kynferðislegum athöfnum. 2. júlí 2019 10:53