Hinn 99 ára afi Öglu Maríu mætir á alla leiki Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. nóvember 2021 09:00 Agla María Albertsdóttir og afi hennar, Þórður Jörundsson, eftir landsleik. úr einkasafni Agla María Albertsdóttir og stöllur hennar í Breiðabliki mæta Kharkiv í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Eins og venjulega þegar Agla María spilar verður afi hennar í stúkunni að fylgjast með barnabarninu. Þrátt fyrir vera orðinn 99 ára lætur Þórður Jörundsson sig ekki vanta þegar Agla María spilar, hvort sem það er með lands- eða félagsliði. Fjölskylda Öglu Maríu og afi hennar og amma búa í Hvömmunum í Kópavogi, ekki langt frá heimavelli Breiðabliks, og samgangurinn á milli þeirra er mikill. „Foreldrar mínir og bróðir minn styðja mjög vel við bakið á mér sem og amma og afi. Ég hef verið mikið hjá þeim og upp alla æskuna fór maður alltaf til þeirra eftir skóla. Afi hefur verið ótrúlega duglegur að mæta á völlinn og þegar maður kemur í heimsókn spyr afi um leikinn,“ sagði Agla María í samtali við Vísi. Hún segir að þótt amma hennar mæti ekki á leiki eins og afi hennar fylgist hún vel með. „Hún er með textalýsinguna opna heima og er með þetta allt á hreinu.“ Agla María kveðst mjög þakklát fyrir stuðning sinna nánustu, ekki síst afans sem verður hundrað ára næsta febrúar. „Hann er orðinn þetta fullorðinn en ég held að þetta, að mæta á völlinn, haldi fólki ungu og í takti við tímann.“ Þórður hefur séð ófáa fótboltaleikina með Öglu Maríu.úr einkasafni Agla María segir að fjölskyldan hafi alltaf stutt vel við bakið sér, sama hvernig gengur. „Þau hafa alltaf verið til staðar. Það skiptir engu hvað ég get í fótbolta. Þau mæta alltaf á völlinn og styðja mig í öllu. Ég er með mjög gott bakland.“ Agla María getur reyndar meira en flestir í fótbolta. Hún var valin besti leikmaður Pepsi Max-deildarinnar á síðasta tímabili, skoraði næstflest mörk og lagði upp flest, varð bikarmeistari og átti stóran þátt í að Breiðablik komst áfram í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Þar lenti Breiðablik í riðli með stórliðum Paris Saint-Germain og Real Madrid og úkraínska liðinu Kharkiv, andstæðingi kvöldsins. Blikar fengu sitt fyrsta stig í Meistaradeildinni þegar þeir gerðu markalaust jafntefli við Kharkiv í Úkraínu í síðustu viku. Agla María segir að fyrirfram hafi mestu sigurmöguleikarnir í riðlinum verið gegn Kharkiv, ekki síst á heimavelli. Agla María og Blikar fagna bikarmeistaratitlinum eftir 4-0 sigur á Þrótturum.vísir/hulda margrét „Engin spurning, þetta er lið sem er af svipuðum styrkleika og við. Maður fann það síðast að þetta er hörkuferðalag en núna þurfa þær að ferðast. Við höfum greint þetta lið og vitum ennþá meira um það. Oft er svo erfitt að meta lið nákvæmlega þegar þú horfir á þau á myndbandi því maður veit ekki hvernig er að spila á móti þeim. En núna vitum við hvar tækifærin liggja fyrir okkur,“ sagði Agla María. Að hennar sögn voru Blikar sáttir með jafnteflið í Kharkiv. „Eftir á að hyggja þegar maður sá færin sem þær fengu, Telma [Ívarsdóttir] varði nokkrum sinnum mjög vel, var mjög gott að hafa tekið stig út úr leiknum.“ Breiðablik tapaði 0-2 fyrir PSG í fyrsta leik sínum í riðlakeppninni og tapaði svo 5-0 fyrir Real Madrid áður en fyrsta stigið kom í hús. Fyrsta markið í riðlakeppninnar lætur hins vegar enn bíða eftir sér. „Það er klárlega markmiðið að skora og vinna á morgun. Okkar mesti möguleiki er klárlega að skora gegn þessu liði. Ég fékk eitt færi gegn PSG en annars höfum við ekkert vaðið í færum. Það væri frábært að skora og vinna,“ sagði Agla María. Agla María í besta færi Breiðabliks gegn PSG.vísir/vilhelm Tímabilinu hér heima lauk í lok september og því hefur reynst krefjandi fyrir Blika að halda sér í leikæfingu, sérstaklega fyrir þá leikmenn sem eru ekki í íslenska landsliðinu. „Þetta er kannski auðveldast fyrir okkur sem erum í landsliðinu að halda okkur í góðu leikformi. Þetta eru bara verkefni með Breiðabliki og landsliðinu til skiptis. Við höfum spilað einhverja æfingaleiki og svo er hörku tempó á æfingum. Við höfum fengið leikmenn sem voru á láni til baka og spilum oft á stóran völl á æfingum,“ sagði Agla María. Breiðablik mætir Real Madrid í síðasta heimaleik sínum í riðlakeppninni 8. desember. Átta dögum síðar er svo komið að lokaleiknum í Meistaradeildinni, gegn PSG í París. Þangað ætla stuðningsmenn Blika að fjölmenna og mála París græna. „Það er endalaust af fólki að fara með okkur til Parísar, bæði foreldrar og stuðningsmenn. Margir ætla að framlengja dvölina og slútta þessu langa tímabili almennilega þar,“ sagði Agla María að endingu. Leikur Breiðabliks og Kharkiv hefst klukkan 17:45 og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Þá verður hægt að fylgjast með beinni útsendingu frá honum á YouTube. Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Breiðablik Kópavogur Eldri borgarar Tengdar fréttir Verðum að eiga betri leik en síðast Þjálfari Breiðabliks, Ásmundur Arnarson, og Agla María Albertsdóttur sátu fyrir svörum á blaðamannafundi á Kópavogsvelli í dag. Ástæðan er leikur Breiðabliks og úkraínska liðsins Kharkiv í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu á morgun. 17. nóvember 2021 22:30 Mest lesið „Ég er langbesti körfubolta þjálfari á landinu og það vita það allir” Körfubolti Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Handbolti Ráðinn fimmtán tímum eftir að Freyr var rekinn Fótbolti Trinity Rodman: „Hann er kannski blóðpabbi minn en ekkert annað“ Fótbolti Manchester United reynir að skrúfa fyrir lekann Enski boltinn Nauðsynlegt og löngu tímabært Íslenski boltinn Lofar að óheppni Liverpool-nýliðinn spili í kvöld Enski boltinn Frétti af dauða bróður síns í hálfleik Fótbolti „Við erum betri með Rashford“ Enski boltinn Íslendingarnir allir ósammála valinu á Vinicius Fótbolti Fleiri fréttir Lofar að óheppni Liverpool-nýliðinn spili í kvöld Trinity Rodman: „Hann er kannski blóðpabbi minn en ekkert annað“ Ráðinn fimmtán tímum eftir að Freyr var rekinn Barton ákærður „Við erum betri með Rashford“ Íslendingarnir allir ósammála valinu á Vinicius Rashford til í að fara: „Tilbúinn í nýja áskorun“ Nauðsynlegt og löngu tímabært Frétti af dauða bróður síns í hálfleik Liðsfélagi Alberts gefur út rappplötu Manchester United reynir að skrúfa fyrir lekann Juventus enn taplaust og áfram í bikarnum Sveindís Jane fékk að byrja í Meistaradeildinni Bleikur Lamine Yamal kynnti nýju skóna sína Ofurdeild Evrópu aftur á dagskrá en undir nýju nafni og með 96 liðum Freyr rekinn frá Kortrijk í kvöld Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Mudryk í áfalli eftir að hafa fallið á lyfjaprófinu United hefur áhuga á framherja sem er í frystinum hjá PSG Eyddi níu milljónum í bikara fyrir starfsliðið Vill að Liverpool kaupi vinstri bakvörð Bournemouth Draumurinn að spila fyrir Liverpool Mudryk féll á lyfjaprófi Ronaldo býður sig fram til forseta brasilíska knattspyrnusambandsins Stuðningsmaður City lést á leiknum gegn United Handtekin vegna andláts barnabarns Steve Bruce FIFA þurfti að biðja verðandi mótherja Íslands afsökunar Sif gaf Fortuna síðustu treyju föður síns Stríddu leikmanni Man. City með því kjósa hann mann leiksins Frábær aukaspyrna Unal tryggði Bournemouth stig Sjá meira
Þrátt fyrir vera orðinn 99 ára lætur Þórður Jörundsson sig ekki vanta þegar Agla María spilar, hvort sem það er með lands- eða félagsliði. Fjölskylda Öglu Maríu og afi hennar og amma búa í Hvömmunum í Kópavogi, ekki langt frá heimavelli Breiðabliks, og samgangurinn á milli þeirra er mikill. „Foreldrar mínir og bróðir minn styðja mjög vel við bakið á mér sem og amma og afi. Ég hef verið mikið hjá þeim og upp alla æskuna fór maður alltaf til þeirra eftir skóla. Afi hefur verið ótrúlega duglegur að mæta á völlinn og þegar maður kemur í heimsókn spyr afi um leikinn,“ sagði Agla María í samtali við Vísi. Hún segir að þótt amma hennar mæti ekki á leiki eins og afi hennar fylgist hún vel með. „Hún er með textalýsinguna opna heima og er með þetta allt á hreinu.“ Agla María kveðst mjög þakklát fyrir stuðning sinna nánustu, ekki síst afans sem verður hundrað ára næsta febrúar. „Hann er orðinn þetta fullorðinn en ég held að þetta, að mæta á völlinn, haldi fólki ungu og í takti við tímann.“ Þórður hefur séð ófáa fótboltaleikina með Öglu Maríu.úr einkasafni Agla María segir að fjölskyldan hafi alltaf stutt vel við bakið sér, sama hvernig gengur. „Þau hafa alltaf verið til staðar. Það skiptir engu hvað ég get í fótbolta. Þau mæta alltaf á völlinn og styðja mig í öllu. Ég er með mjög gott bakland.“ Agla María getur reyndar meira en flestir í fótbolta. Hún var valin besti leikmaður Pepsi Max-deildarinnar á síðasta tímabili, skoraði næstflest mörk og lagði upp flest, varð bikarmeistari og átti stóran þátt í að Breiðablik komst áfram í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Þar lenti Breiðablik í riðli með stórliðum Paris Saint-Germain og Real Madrid og úkraínska liðinu Kharkiv, andstæðingi kvöldsins. Blikar fengu sitt fyrsta stig í Meistaradeildinni þegar þeir gerðu markalaust jafntefli við Kharkiv í Úkraínu í síðustu viku. Agla María segir að fyrirfram hafi mestu sigurmöguleikarnir í riðlinum verið gegn Kharkiv, ekki síst á heimavelli. Agla María og Blikar fagna bikarmeistaratitlinum eftir 4-0 sigur á Þrótturum.vísir/hulda margrét „Engin spurning, þetta er lið sem er af svipuðum styrkleika og við. Maður fann það síðast að þetta er hörkuferðalag en núna þurfa þær að ferðast. Við höfum greint þetta lið og vitum ennþá meira um það. Oft er svo erfitt að meta lið nákvæmlega þegar þú horfir á þau á myndbandi því maður veit ekki hvernig er að spila á móti þeim. En núna vitum við hvar tækifærin liggja fyrir okkur,“ sagði Agla María. Að hennar sögn voru Blikar sáttir með jafnteflið í Kharkiv. „Eftir á að hyggja þegar maður sá færin sem þær fengu, Telma [Ívarsdóttir] varði nokkrum sinnum mjög vel, var mjög gott að hafa tekið stig út úr leiknum.“ Breiðablik tapaði 0-2 fyrir PSG í fyrsta leik sínum í riðlakeppninni og tapaði svo 5-0 fyrir Real Madrid áður en fyrsta stigið kom í hús. Fyrsta markið í riðlakeppninnar lætur hins vegar enn bíða eftir sér. „Það er klárlega markmiðið að skora og vinna á morgun. Okkar mesti möguleiki er klárlega að skora gegn þessu liði. Ég fékk eitt færi gegn PSG en annars höfum við ekkert vaðið í færum. Það væri frábært að skora og vinna,“ sagði Agla María. Agla María í besta færi Breiðabliks gegn PSG.vísir/vilhelm Tímabilinu hér heima lauk í lok september og því hefur reynst krefjandi fyrir Blika að halda sér í leikæfingu, sérstaklega fyrir þá leikmenn sem eru ekki í íslenska landsliðinu. „Þetta er kannski auðveldast fyrir okkur sem erum í landsliðinu að halda okkur í góðu leikformi. Þetta eru bara verkefni með Breiðabliki og landsliðinu til skiptis. Við höfum spilað einhverja æfingaleiki og svo er hörku tempó á æfingum. Við höfum fengið leikmenn sem voru á láni til baka og spilum oft á stóran völl á æfingum,“ sagði Agla María. Breiðablik mætir Real Madrid í síðasta heimaleik sínum í riðlakeppninni 8. desember. Átta dögum síðar er svo komið að lokaleiknum í Meistaradeildinni, gegn PSG í París. Þangað ætla stuðningsmenn Blika að fjölmenna og mála París græna. „Það er endalaust af fólki að fara með okkur til Parísar, bæði foreldrar og stuðningsmenn. Margir ætla að framlengja dvölina og slútta þessu langa tímabili almennilega þar,“ sagði Agla María að endingu. Leikur Breiðabliks og Kharkiv hefst klukkan 17:45 og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Þá verður hægt að fylgjast með beinni útsendingu frá honum á YouTube.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Breiðablik Kópavogur Eldri borgarar Tengdar fréttir Verðum að eiga betri leik en síðast Þjálfari Breiðabliks, Ásmundur Arnarson, og Agla María Albertsdóttur sátu fyrir svörum á blaðamannafundi á Kópavogsvelli í dag. Ástæðan er leikur Breiðabliks og úkraínska liðsins Kharkiv í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu á morgun. 17. nóvember 2021 22:30 Mest lesið „Ég er langbesti körfubolta þjálfari á landinu og það vita það allir” Körfubolti Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Handbolti Ráðinn fimmtán tímum eftir að Freyr var rekinn Fótbolti Trinity Rodman: „Hann er kannski blóðpabbi minn en ekkert annað“ Fótbolti Manchester United reynir að skrúfa fyrir lekann Enski boltinn Nauðsynlegt og löngu tímabært Íslenski boltinn Lofar að óheppni Liverpool-nýliðinn spili í kvöld Enski boltinn Frétti af dauða bróður síns í hálfleik Fótbolti „Við erum betri með Rashford“ Enski boltinn Íslendingarnir allir ósammála valinu á Vinicius Fótbolti Fleiri fréttir Lofar að óheppni Liverpool-nýliðinn spili í kvöld Trinity Rodman: „Hann er kannski blóðpabbi minn en ekkert annað“ Ráðinn fimmtán tímum eftir að Freyr var rekinn Barton ákærður „Við erum betri með Rashford“ Íslendingarnir allir ósammála valinu á Vinicius Rashford til í að fara: „Tilbúinn í nýja áskorun“ Nauðsynlegt og löngu tímabært Frétti af dauða bróður síns í hálfleik Liðsfélagi Alberts gefur út rappplötu Manchester United reynir að skrúfa fyrir lekann Juventus enn taplaust og áfram í bikarnum Sveindís Jane fékk að byrja í Meistaradeildinni Bleikur Lamine Yamal kynnti nýju skóna sína Ofurdeild Evrópu aftur á dagskrá en undir nýju nafni og með 96 liðum Freyr rekinn frá Kortrijk í kvöld Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Mudryk í áfalli eftir að hafa fallið á lyfjaprófinu United hefur áhuga á framherja sem er í frystinum hjá PSG Eyddi níu milljónum í bikara fyrir starfsliðið Vill að Liverpool kaupi vinstri bakvörð Bournemouth Draumurinn að spila fyrir Liverpool Mudryk féll á lyfjaprófi Ronaldo býður sig fram til forseta brasilíska knattspyrnusambandsins Stuðningsmaður City lést á leiknum gegn United Handtekin vegna andláts barnabarns Steve Bruce FIFA þurfti að biðja verðandi mótherja Íslands afsökunar Sif gaf Fortuna síðustu treyju föður síns Stríddu leikmanni Man. City með því kjósa hann mann leiksins Frábær aukaspyrna Unal tryggði Bournemouth stig Sjá meira
Verðum að eiga betri leik en síðast Þjálfari Breiðabliks, Ásmundur Arnarson, og Agla María Albertsdóttur sátu fyrir svörum á blaðamannafundi á Kópavogsvelli í dag. Ástæðan er leikur Breiðabliks og úkraínska liðsins Kharkiv í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu á morgun. 17. nóvember 2021 22:30