Ellefu ára stelpa þarf ekki að borga 452 þúsund krónur fyrir treyju Ronaldo Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. nóvember 2021 10:30 Cristiano Ronaldo lætur Addison Whelan frá treyjuna sína eftir leikinn í Dublin á dögunum. AP/Peter Morrison Unga írska stelpan sem hljóp inn á völlinn og til Cristiano Ronaldo þarf ekki að greiða sektina sem hún átti að fá. Hin ellefu ára gamla Addison Whelan komst framhjá öryggisvörðum og inn á völlinn í leikslok þegar Írland og Portúgal gerðu markalaust jafntefli í undankeppni HM fyrir helgi en leikurinn fór fram í Dublin. Ronaldo tók vel á móti stelpunni sem er mikill aðdáandi hans. Hann gaf sér smá tíma með henni og sagði öryggisvörðunum að bíða. Ronaldo endaði síðan á því að gefa henni keppnistreyju sína í leiknum. This state. Give me patience.Girl who ran on pitch and got Cristiano Ronaldo's jersey fined 3,000 https://t.co/yxfNdVurrp— Enda Fanning (@EFFanning) November 12, 2021 Það voru örugglega nokkrir írskir landsliðsmenn ósáttir með það að fá ekki að skipta um treyju við Ronaldo. Addison fékk nokkra fjölmiðlaathygli eftir leikinn og þegar hún frétti það að hún ætti að þrjú þúsund evru sekt fyrir uppátækið þá sagði hún engar áhyggjur hafa af því. „Ég fékk sekt fyrir að hlaupa inn á völlinn. Pabbi ætlar að borga hana,“ sagði Addison Whelan í viðtali við írsku útvarpsstöðina FM104. Hvort sem að þetta væri afmælis-, jóla eða fermingargjöf þremur árum of snemma þá er 452 þúsund króna treyja aðeins of vel útlátin gjöf. Love this story "Dublin girl who stormed pitch explains how she to got past security to Ronaldo"https://t.co/n1JOH4NXq7— Chris Andrews TD (@chrisandrews64) November 12, 2021 Um helgina fréttist hins vegar að írska knattspyrnusambandið ætlaði ekki að láta stelpuna borga þessa sekt eftir allt saman. ESPN segir frá. „Írska knattspyrnusambandið getur staðfest það að ungi aðdáandinn Addison Whelan mun ekki fá sekt fyrir að hlaupa til Cristiano Ronaldo,“ sagði í yfirlýsingu frá sambandinu. „Við viljum fullvissa Addison um það að auðvitað fær hún ekki neina sekt fyrir að hlaupa inn á völlinn og biðja um treyju Ronaldo,“ sagði talsmaður írska sambandsins Cathal Dervan. What a lovely moment for the young girl #Ronaldo pic.twitter.com/LWSkDi9wLD— Tom McDermott (@MrTomMcDermott) November 12, 2021 Addison Whelan sagði sjálf frá atburðarásinni í viðtölum. „Ég hoppaði yfir tálmann af því ég var í annarri röð. Svo hljóp ég inn á völlinn en það voru öryggisverðir á eftir mér. Ég hélt áfram að hlaupa. Ég reyndi að komast að miðlínunni en þeir náðu mér. Þá öskraði ég nafnið hans Ronaldo. Hann snéri sér við, sá mig og sagði þeim að leyfa mér að koma,“ sagði Addison. „Ég kallaði á hann og hann kom til mín. Ég var í sjokki og var grátandi. Ég spurði hann: Má ég fá treyjuna þína? Gerðu það, ég er mikill aðdáandi, risa aðdáandi. Hann sagði: Er allt í lagi?“ sagði Addison. Addison þykir efnileg íþróttakona og hver veit nema að við eigum eftir að heyra meira um hana í framtíðinni. A moment of class! Addison Whelan fights out of Kellie Harrington's gym and plays for Shels. A legend in the making! https://t.co/BnXRo6NKCb— Balls.ie (@ballsdotie) November 12, 2021 HM 2022 í Katar Írland Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Körfubolti „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Körfubolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Sjá meira
Hin ellefu ára gamla Addison Whelan komst framhjá öryggisvörðum og inn á völlinn í leikslok þegar Írland og Portúgal gerðu markalaust jafntefli í undankeppni HM fyrir helgi en leikurinn fór fram í Dublin. Ronaldo tók vel á móti stelpunni sem er mikill aðdáandi hans. Hann gaf sér smá tíma með henni og sagði öryggisvörðunum að bíða. Ronaldo endaði síðan á því að gefa henni keppnistreyju sína í leiknum. This state. Give me patience.Girl who ran on pitch and got Cristiano Ronaldo's jersey fined 3,000 https://t.co/yxfNdVurrp— Enda Fanning (@EFFanning) November 12, 2021 Það voru örugglega nokkrir írskir landsliðsmenn ósáttir með það að fá ekki að skipta um treyju við Ronaldo. Addison fékk nokkra fjölmiðlaathygli eftir leikinn og þegar hún frétti það að hún ætti að þrjú þúsund evru sekt fyrir uppátækið þá sagði hún engar áhyggjur hafa af því. „Ég fékk sekt fyrir að hlaupa inn á völlinn. Pabbi ætlar að borga hana,“ sagði Addison Whelan í viðtali við írsku útvarpsstöðina FM104. Hvort sem að þetta væri afmælis-, jóla eða fermingargjöf þremur árum of snemma þá er 452 þúsund króna treyja aðeins of vel útlátin gjöf. Love this story "Dublin girl who stormed pitch explains how she to got past security to Ronaldo"https://t.co/n1JOH4NXq7— Chris Andrews TD (@chrisandrews64) November 12, 2021 Um helgina fréttist hins vegar að írska knattspyrnusambandið ætlaði ekki að láta stelpuna borga þessa sekt eftir allt saman. ESPN segir frá. „Írska knattspyrnusambandið getur staðfest það að ungi aðdáandinn Addison Whelan mun ekki fá sekt fyrir að hlaupa til Cristiano Ronaldo,“ sagði í yfirlýsingu frá sambandinu. „Við viljum fullvissa Addison um það að auðvitað fær hún ekki neina sekt fyrir að hlaupa inn á völlinn og biðja um treyju Ronaldo,“ sagði talsmaður írska sambandsins Cathal Dervan. What a lovely moment for the young girl #Ronaldo pic.twitter.com/LWSkDi9wLD— Tom McDermott (@MrTomMcDermott) November 12, 2021 Addison Whelan sagði sjálf frá atburðarásinni í viðtölum. „Ég hoppaði yfir tálmann af því ég var í annarri röð. Svo hljóp ég inn á völlinn en það voru öryggisverðir á eftir mér. Ég hélt áfram að hlaupa. Ég reyndi að komast að miðlínunni en þeir náðu mér. Þá öskraði ég nafnið hans Ronaldo. Hann snéri sér við, sá mig og sagði þeim að leyfa mér að koma,“ sagði Addison. „Ég kallaði á hann og hann kom til mín. Ég var í sjokki og var grátandi. Ég spurði hann: Má ég fá treyjuna þína? Gerðu það, ég er mikill aðdáandi, risa aðdáandi. Hann sagði: Er allt í lagi?“ sagði Addison. Addison þykir efnileg íþróttakona og hver veit nema að við eigum eftir að heyra meira um hana í framtíðinni. A moment of class! Addison Whelan fights out of Kellie Harrington's gym and plays for Shels. A legend in the making! https://t.co/BnXRo6NKCb— Balls.ie (@ballsdotie) November 12, 2021
HM 2022 í Katar Írland Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Körfubolti „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Körfubolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Sjá meira