Blikastúlkur sóttu fyrsta stigið til Úkraínu 9. nóvember 2021 19:35 Agla Maria Albertsdottir og Amanda Ilestedt í baráttunni þegar Blikar mættu Paris Saint-Germain í Meistaradeildinni fyrr á tímabilinu. Haflidi Breidfjord - UEFA/UEFA via Getty Images Breiðablik sótti í kvöld sitt fyrsta stig í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu er liðið gerði markalaust jafntefli gegn Kharkiv frá Úkraínu. Heimakonur í Kharkiv voru sterkari aðilinn í upphafi leiks og sóttu stíft að marki Breiðabliks. Blikastúlkur stóðu vörnina þó vel og því var markalaust er flautað var til hálfleiks. Svipaða sögu er að segja af seinni hálfleik. Heimakonur voru meira með boltann og virtust alltaf líklegri til að brjóta ísinn. Enn stóð vörn Blika vel og varðist áhlaupum Kharkiv, og Telma Ívarsdóttir stóð sína vakt einnig vel í markinu. Niðurstaðan varð því markalaust jafntefli og fyrsta stig Blika í Meistaradeildinni því komið í hús. Liðið er enn á botni B-riðils með eitt stig, líkt og andstæðingar kvöldsins sem eru þó með betri markatölu. Real Madrid og Paris Saint-Germain eru jöfn á toppi riðilsins með sex stig hvort, en þau tvö mætast klukkan 20:00 í kvöld. Leikurinn var sýndur í beinni útsendingu á Youtube, en hægt er að horfa á hann aftur í spilaranum hér fyrir neðan. Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Breiðablik
Breiðablik sótti í kvöld sitt fyrsta stig í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu er liðið gerði markalaust jafntefli gegn Kharkiv frá Úkraínu. Heimakonur í Kharkiv voru sterkari aðilinn í upphafi leiks og sóttu stíft að marki Breiðabliks. Blikastúlkur stóðu vörnina þó vel og því var markalaust er flautað var til hálfleiks. Svipaða sögu er að segja af seinni hálfleik. Heimakonur voru meira með boltann og virtust alltaf líklegri til að brjóta ísinn. Enn stóð vörn Blika vel og varðist áhlaupum Kharkiv, og Telma Ívarsdóttir stóð sína vakt einnig vel í markinu. Niðurstaðan varð því markalaust jafntefli og fyrsta stig Blika í Meistaradeildinni því komið í hús. Liðið er enn á botni B-riðils með eitt stig, líkt og andstæðingar kvöldsins sem eru þó með betri markatölu. Real Madrid og Paris Saint-Germain eru jöfn á toppi riðilsins með sex stig hvort, en þau tvö mætast klukkan 20:00 í kvöld. Leikurinn var sýndur í beinni útsendingu á Youtube, en hægt er að horfa á hann aftur í spilaranum hér fyrir neðan.
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti