Viðskipti innlent

Tryggvi nýr tækni­stjóri Borgar­plasts

Eiður Þór Árnason skrifar
Tryggvi E Mathiesen gengur til liðs við Borgarplast á fimmtíu ára afmæli fyrirtækisins. 
Tryggvi E Mathiesen gengur til liðs við Borgarplast á fimmtíu ára afmæli fyrirtækisins.  Aðsend

Tryggvi E Mathiesen hefur verið ráðinn tæknistjóri Borgarplasts en hann starfaði áður sem framleiðslustjóri hjá KeyNatura og SagaNatura.

Tryggvi mun stýra framleiðslu í verksmiðjum Borgarplasts ásamt því að leiða framleiðsluþróun fyrirtækisins með áherslu á vöruþróun, nýsköpun, endurvinnslu og ábyrga nýtingu.

Þetta kemur fram í tilkynningu en Tryggvi er með M.Sc. í Matvælafræði frá Háskóla Íslands og lagði stund á hátækniverkfræði við SDU í Sönderborg í Danmörku.

Borgarplast framleiðir fiskiker, frauðkassa fyrir ferskan fisk, húseinangrun og ýmsar fráveitulausnir á borð við olíuskiljur, brunna og rotþrær. 

Í Mosfellsbæ rekur Borgarplast hverfisteypu fyrir fráveitulausnir og fiskiker. Borgarplast er stærsti söluaðili einangraðra fiskikerja á Íslandi ásamt því að selja fiskiker til allra heimsálfa, að því er fram kemur í tilkynningu. Í Reykjanesbæ starfrækir fyrirtækið frauðverksmiðju. Borgarplast var stofnað í Borgarnesi árið 1971 og fagnar því 50 ára afmæli á árinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×