Segir að gagnrýni Jóhanns Bergs hafi ekki beinst gegn sér Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. nóvember 2021 14:00 Jóhann Berg Guðmundsson hefur ekki gefið kost á sér í síðustu tvö verkefni landsliðsins. vísir/Hulda Margrét Arnar Þór Viðarsson telur að gagnrýni Jóhanns Bergs Guðmundssonar á störf KSÍ hafi ekki beinst gegn sér. Jóhann Berg gaf ekki kost á sér fyrir landsleikina í október vegna nárameiðsla. Hann kvaðst þó vera ósáttur við vinnubrögð KSÍ án þess þó að skýra það frekar. „Ég get alveg viðurkennt að það hafði áhrif á ákvörðun mína í þetta sinn að ég hef ekki verið fyllilega sáttur við vinnubrögð sambandsins undafarin misseri,“ sagði Jóhann við 433.is í síðasta mánuði. Jóhann Berg gaf heldur ekki kost á sér í landsleikina í þessum mánuði þar sem hann vildi einbeita sér að því að komast á fulla ferð með sínu félagsliði, Burnley á Englandi. „Jói er á þannig stað með sínu félagsliði, svolítið inn og út úr liðinu, og líður ekki 100 prósent með líkamann og hvernig er að ganga hjá Burnley. Hann sagði við okkur; Ég vil vera 100 prósent til að geta gefið 100 prósent fyrir landsliðið,“ sagði Arnar Þór á blaðamannafundi í gær. Svava Kristín Grétarsdóttir spurði Arnar Þór út í gagnrýni Jóhanns Berg á vinnubrögð KSÍ í viðtali eftir blaðamannafundinn. „Ég fékk það aldrei á tilfinninguna að Jói hefði eitthvað út á hópinn eða mig að setja. Okkar samskipti hafa alltaf verið mjög góð,“ sagði Arnar Þór. Hann segist að Jóhann Berg vilji festa sig almennilega í sessi hjá Burnley áður en hann snýr aftur í landsliðið. Hann segir að stundum sé ástríðan og áhuginn fyrir landsliðinu mismikill hjá leikmönnum. „Hann er í þeirri stöðu sem hann er í hjá sínu félagi. Ég þekki það sem leikmaður, ég var oft frekar þreyttur á landsliðinu eða mínu félagsliði. Langaði mikið að komast í landsliðið eða nennti ekkert að koma í landsliðið. Þetta eru bara hlutir sem gerast á ferli,“ sagði Arnar Þór. „Þetta getur haft með meiðsli að gera, þetta getur haft með fjölskylduástæður að gera, andlega líðan. Það er svo margt sem spilar inn í. Það er akkúrat þetta, ef stemmningin er góð og árangurinn er góður eru meiri líkur á að menn gefi eitt prósent í viðbót fyrir landið. Og aftur, þetta eru ekki bara leikmenn, heldur ég, Eiður Smári [Guðjohnsen], allt starfsliðið og öll þjóðin.“ Klippa: Arnar Þór um Jóhann Berg Jóhann Berg hefur leikið 81 landsleik og skorað átta mörk. Síðasti landsleikur hans var gegn Þýskalandi 8. september. Ísland mætir Rúmeníu 8. nóvember og Norður-Makedóníu 11. nóvember í síðustu tveimur leikjum sínum í undankeppni HM 2022. HM 2022 í Katar KSÍ Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam Sjá meira
Jóhann Berg gaf ekki kost á sér fyrir landsleikina í október vegna nárameiðsla. Hann kvaðst þó vera ósáttur við vinnubrögð KSÍ án þess þó að skýra það frekar. „Ég get alveg viðurkennt að það hafði áhrif á ákvörðun mína í þetta sinn að ég hef ekki verið fyllilega sáttur við vinnubrögð sambandsins undafarin misseri,“ sagði Jóhann við 433.is í síðasta mánuði. Jóhann Berg gaf heldur ekki kost á sér í landsleikina í þessum mánuði þar sem hann vildi einbeita sér að því að komast á fulla ferð með sínu félagsliði, Burnley á Englandi. „Jói er á þannig stað með sínu félagsliði, svolítið inn og út úr liðinu, og líður ekki 100 prósent með líkamann og hvernig er að ganga hjá Burnley. Hann sagði við okkur; Ég vil vera 100 prósent til að geta gefið 100 prósent fyrir landsliðið,“ sagði Arnar Þór á blaðamannafundi í gær. Svava Kristín Grétarsdóttir spurði Arnar Þór út í gagnrýni Jóhanns Berg á vinnubrögð KSÍ í viðtali eftir blaðamannafundinn. „Ég fékk það aldrei á tilfinninguna að Jói hefði eitthvað út á hópinn eða mig að setja. Okkar samskipti hafa alltaf verið mjög góð,“ sagði Arnar Þór. Hann segist að Jóhann Berg vilji festa sig almennilega í sessi hjá Burnley áður en hann snýr aftur í landsliðið. Hann segir að stundum sé ástríðan og áhuginn fyrir landsliðinu mismikill hjá leikmönnum. „Hann er í þeirri stöðu sem hann er í hjá sínu félagi. Ég þekki það sem leikmaður, ég var oft frekar þreyttur á landsliðinu eða mínu félagsliði. Langaði mikið að komast í landsliðið eða nennti ekkert að koma í landsliðið. Þetta eru bara hlutir sem gerast á ferli,“ sagði Arnar Þór. „Þetta getur haft með meiðsli að gera, þetta getur haft með fjölskylduástæður að gera, andlega líðan. Það er svo margt sem spilar inn í. Það er akkúrat þetta, ef stemmningin er góð og árangurinn er góður eru meiri líkur á að menn gefi eitt prósent í viðbót fyrir landið. Og aftur, þetta eru ekki bara leikmenn, heldur ég, Eiður Smári [Guðjohnsen], allt starfsliðið og öll þjóðin.“ Klippa: Arnar Þór um Jóhann Berg Jóhann Berg hefur leikið 81 landsleik og skorað átta mörk. Síðasti landsleikur hans var gegn Þýskalandi 8. september. Ísland mætir Rúmeníu 8. nóvember og Norður-Makedóníu 11. nóvember í síðustu tveimur leikjum sínum í undankeppni HM 2022.
HM 2022 í Katar KSÍ Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam Sjá meira