Læknir Sogndal segir liðið hafa bjargað lífi Emils Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 5. nóvember 2021 07:00 Emil í leik með Sandefjord. Í dag leikur hann með Sogndal í norsku B-deildinni, en læknir liðsins segir að skjót viðbrögð allra viðstaddra hafi bjargað lífi hans síðastliðinn mánudag. Sandefjord Læknir norska knattspyrnuliðsins Sogndal, Anders Rosø segir liðið hafa bjargað lífi Emils Pálssonar er leikmaðurinn fór í hjartastopp í leik liðsins gegn Stjørdals/Blink í norsku B-deildinni síðastliðinn mánudag. Rosø hefur staðið vaktina á heimaleikjum Sogndal síðastliðin sjö ár, en síðasta mánudagskvöld kom upp mjög svo alvarlegt atvik er Emil Pálsson hné niður á vellinum eftir tólf mínútna leik. „Í svona aðstæðum seturðu þig í hlutverk sem hefur verið æft margoft,“ sagði Rosø í samtali við norska miðilinn VG. „Ég sá ekki þegar Emil féll til jarðar, en dómarinn sá það. Hann veifaði höndum og virtist í uppnámi. Við áttuðum okkur fljótt á því að þetta var alvarlegt.“ Hann segir að sjúkraþjálfari liðsins hafi verið fyrstur á vettvang. „Það er staðlað verklag að sjúkraþjálfarinn fari fyrstur inn á. Oft liggja leikmenn eftir einhverskonar samstuð. Í þetta skipti áttuðum við okkur á að aðstæður voru öðruvísi, þetta var eitthvað meira. Dómarinn veifaði eftir aðstoð og leikmenn brugðust öðruvísi við en við erum vanir.“ Eftir að hafa skoða endursýningar komust blaðamenn VG að frá því að dómarinn byrjaði að veifa og þar til að sjúkraþjálfarinn var mættur á svæðið liðu aðeins sjö sekúndur. Læknirinn segir aðþegar um hjartastopp er að ræða séu tveir þættir sem skipta lykilmáli. Annars vegar að fylgja verklagi, og hins vegar samvinna. „Eftir endurlífgun snýst þetta um að koma sjúklingnum í jafnvægi og ganga úr skugga um að lífsnauðsynlegir hlutir séu í lagi. Hlutir eins og öndun og súrefnisflæði. Þá er ekki síður mikilvægt að koma sjúklingnum fljótt á sjúkrahús.“ „Á mánudaginn gekk allt vel. Það var liðið sem bjargaði lífi Emils,“ sagði Rosø að lokum. Norski boltinn Tengdar fréttir „Gott að sjá Emil brosa“ Eirik Bakke, þjálfari Sogndal, segir að það hafi verið gott að hitta Emil Pálsson og sjá hann brosa. 3. nóvember 2021 16:29 Samherjar Emils: Erfitt að sjá vin sinn liggja eftir Félagar Emils Pálssonar hjá Sogndal segja að það hafi verið hræðileg lífsreynsla að sjá samherja sinn fara í hjartastopp í miðjum leik. 3. nóvember 2021 12:01 Emil vakandi og líðan hans sögð góð eftir aðstæðum Emil Pálsson, sem fór í hjartastopp í leik með Sogndal í gær, er vakandi og líðan hans er eftir aðstæðum góð. Þetta kemur fram í stuttri yfirlýsingu frá Sogndal. 2. nóvember 2021 15:23 Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Dagskráin í dag: Það er pílan Sport Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Sjá meira
Rosø hefur staðið vaktina á heimaleikjum Sogndal síðastliðin sjö ár, en síðasta mánudagskvöld kom upp mjög svo alvarlegt atvik er Emil Pálsson hné niður á vellinum eftir tólf mínútna leik. „Í svona aðstæðum seturðu þig í hlutverk sem hefur verið æft margoft,“ sagði Rosø í samtali við norska miðilinn VG. „Ég sá ekki þegar Emil féll til jarðar, en dómarinn sá það. Hann veifaði höndum og virtist í uppnámi. Við áttuðum okkur fljótt á því að þetta var alvarlegt.“ Hann segir að sjúkraþjálfari liðsins hafi verið fyrstur á vettvang. „Það er staðlað verklag að sjúkraþjálfarinn fari fyrstur inn á. Oft liggja leikmenn eftir einhverskonar samstuð. Í þetta skipti áttuðum við okkur á að aðstæður voru öðruvísi, þetta var eitthvað meira. Dómarinn veifaði eftir aðstoð og leikmenn brugðust öðruvísi við en við erum vanir.“ Eftir að hafa skoða endursýningar komust blaðamenn VG að frá því að dómarinn byrjaði að veifa og þar til að sjúkraþjálfarinn var mættur á svæðið liðu aðeins sjö sekúndur. Læknirinn segir aðþegar um hjartastopp er að ræða séu tveir þættir sem skipta lykilmáli. Annars vegar að fylgja verklagi, og hins vegar samvinna. „Eftir endurlífgun snýst þetta um að koma sjúklingnum í jafnvægi og ganga úr skugga um að lífsnauðsynlegir hlutir séu í lagi. Hlutir eins og öndun og súrefnisflæði. Þá er ekki síður mikilvægt að koma sjúklingnum fljótt á sjúkrahús.“ „Á mánudaginn gekk allt vel. Það var liðið sem bjargaði lífi Emils,“ sagði Rosø að lokum.
Norski boltinn Tengdar fréttir „Gott að sjá Emil brosa“ Eirik Bakke, þjálfari Sogndal, segir að það hafi verið gott að hitta Emil Pálsson og sjá hann brosa. 3. nóvember 2021 16:29 Samherjar Emils: Erfitt að sjá vin sinn liggja eftir Félagar Emils Pálssonar hjá Sogndal segja að það hafi verið hræðileg lífsreynsla að sjá samherja sinn fara í hjartastopp í miðjum leik. 3. nóvember 2021 12:01 Emil vakandi og líðan hans sögð góð eftir aðstæðum Emil Pálsson, sem fór í hjartastopp í leik með Sogndal í gær, er vakandi og líðan hans er eftir aðstæðum góð. Þetta kemur fram í stuttri yfirlýsingu frá Sogndal. 2. nóvember 2021 15:23 Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Dagskráin í dag: Það er pílan Sport Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Sjá meira
„Gott að sjá Emil brosa“ Eirik Bakke, þjálfari Sogndal, segir að það hafi verið gott að hitta Emil Pálsson og sjá hann brosa. 3. nóvember 2021 16:29
Samherjar Emils: Erfitt að sjá vin sinn liggja eftir Félagar Emils Pálssonar hjá Sogndal segja að það hafi verið hræðileg lífsreynsla að sjá samherja sinn fara í hjartastopp í miðjum leik. 3. nóvember 2021 12:01
Emil vakandi og líðan hans sögð góð eftir aðstæðum Emil Pálsson, sem fór í hjartastopp í leik með Sogndal í gær, er vakandi og líðan hans er eftir aðstæðum góð. Þetta kemur fram í stuttri yfirlýsingu frá Sogndal. 2. nóvember 2021 15:23