West Ham tapaði sínum fyrstu stigum 4. nóvember 2021 19:39 West Ham tapaði sínum fyrstu stigum í kvöld. Rico Brouwer/Soccrates/Getty Images Enska knattspyrnufélagið West Ham tapaði sínum fyrstu stigum í Evrópudeildinni í fótbolta er liðið heimsótti Genk í kvöld. Lokatölur 2-2, en þetta voru fyrstu mörkin sem Lundúnaliðið fær á sig í keppninni. Joseph Paintsil kom heimamönnum í Genk yfir strax á fimmtu mínútu eftir stoðsendingu frá Junya Ito, en þetta var fyrsta markið sem West Ham fær á sig í riðlakeppninni. Þetta reyndist eina mark fyrri hálfleiks og staðan því 1-0 þegar gengið var til búningsherbergja. Said Benrahma jafnaði metin fyrir gestina eftir tæplega klukkutíma leik, og hann var aftur á ferðinni á 82. mínútu þegar hann breytti stöðunni í 2-1. Heimamenn fengu svo hjálp úr óvæntri átt á 88. mínútu þegar varamaðurinn Tomas Soucek varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark. Niðurstaðan varð því 2-2 jafntefli, en West Ham er enn í góðum málum á toppi H-riðils með tíu stig eftir fjóra leiki, sex stigum meira en Genk sem situr í öðru sæti. We remain undefeated in Europe 💪#GNKWHU #UEL pic.twitter.com/LTA46Jg0MP— West Ham United (@WestHam) November 4, 2021 Evrópudeild UEFA
Enska knattspyrnufélagið West Ham tapaði sínum fyrstu stigum í Evrópudeildinni í fótbolta er liðið heimsótti Genk í kvöld. Lokatölur 2-2, en þetta voru fyrstu mörkin sem Lundúnaliðið fær á sig í keppninni. Joseph Paintsil kom heimamönnum í Genk yfir strax á fimmtu mínútu eftir stoðsendingu frá Junya Ito, en þetta var fyrsta markið sem West Ham fær á sig í riðlakeppninni. Þetta reyndist eina mark fyrri hálfleiks og staðan því 1-0 þegar gengið var til búningsherbergja. Said Benrahma jafnaði metin fyrir gestina eftir tæplega klukkutíma leik, og hann var aftur á ferðinni á 82. mínútu þegar hann breytti stöðunni í 2-1. Heimamenn fengu svo hjálp úr óvæntri átt á 88. mínútu þegar varamaðurinn Tomas Soucek varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark. Niðurstaðan varð því 2-2 jafntefli, en West Ham er enn í góðum málum á toppi H-riðils með tíu stig eftir fjóra leiki, sex stigum meira en Genk sem situr í öðru sæti. We remain undefeated in Europe 💪#GNKWHU #UEL pic.twitter.com/LTA46Jg0MP— West Ham United (@WestHam) November 4, 2021