Dómarar gætu leyft stefnur vegna þungunarrofsbannsins í Texas Kjartan Kjartansson skrifar 1. nóvember 2021 23:26 Konur mótmæla þungunarrofsbanninu í Texas fyrir utan Hæstarétt Bandaríkjanna í Washington-borg í dag. AP/Jacquelyn Martin Íhaldssamir dómarar við Hæstarétt Bandaríkjanna virtust hallast að því að leyfa heilsugæslustöðvum sem framkvæmda þungunarrof að höfða mál til að fá bann við þungunarrofi í Texas ógilt þegar mál þeirra var tekið fyrir í dag. Lög sem bönnuðu þungunarrof nærri því með öllu sem ríkisþing Texas setti og fengu að taka gildi í byrjun september voru sérstaklega hönnuð til þess að gera fulltrúum heilsugæslustöðva og alríkisstjórnarinnar erfitt fyrir að fella úr gildi fyrir dómstólum. Fjöldi íhaldssamra ríkja hefur reynt að setja sífellt strangari lög um þungunarrof en dómstólar hafa iðulega fellt þau úr gildi jafnóðum þar sem dómafordæmi Hæstaréttar Bandaríkjanna kveður á um að konur eigi stjórnarskrárvarinn rétt til þungunarrofs áður en fóstur er talið lífvænlegt. Venjulega hafa heilsugæslustöðvar eða hagsmunasamtök stefnt embættismönnum í ríkjunum til þess að koma í veg fyrir að þeir framfylgi lögunum. Í Texaslögunum er hins vegar kveðið á um að embættismenn í Texas framfylgi ekki lögunum heldur þurfi almennir borgarar að stefna hverjum þeim sem aðstoðar konu við að komast í þungunarrof. Þungar sektir vofa yfir heilsugæslustöðvum verði þær fundnar sekar um að brjóta lögin. Á þennan hátt vonuðust repúblikana í Texas sem stóðu að lögunum að ekki væri hægt að stefna ríkinu eða embættismönnum þess til að fella þau úr gildi. Bannið við þungunarrofi tæki gildi og enginn gæti látið reyna á lögmæti þeirra nema almennur borgari virkjaði lögin og stefni einhverjum sem aðstoðaði konu með þungunarrof. Gætu ógilt lögin eða vísað aftur til lægri dómstiga Brellan virkaði því íhaldssamir dómarar við Hæstarétt Bandaríkjanna töldu þessi lagatæknilegu álitamál koma í veg fyrir að þeir gætu stöðvað að lögin tækju gildi 1. september þrátt fyrir hávær mótmæli frjálslyndari dómara sem töldu bannið skýrt stjórnarskrárbrot. Þannig tók bannið gildi í Texas þrátt fyrir að það stangist klárlega á við stjórnarskrá eins og Hæstiréttur hefur túlkað hana til þessa. Síðan þá hafa stefnur vegna laganna velkst um á ýmsum neðri dómstigum. Hæstiréttur tók tvö mál fyrir í dag en þau snúast um hvort að heilsugæslustöðvar annars vegar og dómsmálaráðuneytið hins vegar geti höfðað mál til þess að fella lögin úr gildi. Reuters-fréttastofan segir að íhaldssömu dómararnir sem leyfðu lögunum að taka gildi hafi virst hallir undir að leyfa heilsugæslustöðvunum að reyna á lögmæti laganna við málflutninginn í dag. Þeir hafi ekki verið eins vissir um það hvort að dómsmálaráðuneytið ætti að mega það líka. Brett Kavanaugh, einn af íhaldssömu dómurunum þremur sem Donald Trump, fyrrverandi forseti, skipaði, velti þannig upp hvort ekki þyrfti að loka smugu sem ríkisþingmen Texas notfærðu sér til þess að koma í veg fyrir að dómstólar gætu skorið úr um lögmæti laga. Velti hann fyrir sér hvað gerðist ef önnur ríki færu í sambærilegar lagalegar æfingar með önnur stjórnarskrárvarin réttindi eins og að banna sölu á skotvopnum. Hæstiréttur gæti nú ákveðið að fella lögin úr gildi eða leyfa lægri alríkisdómstigum að kveða upp úr um lögmæti þeirra. AP-fréttastofan segir þó óljóst hversu fljótt dómararnir komist að niðurstöðu. Þungunarrof Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Tengdar fréttir Þungunarrofsbannið í Texas fær enn að standa Umdeilt þungunarrofsbann í Texas fær áfram að standa þrátt fyrir að það virðist stríða gegn stjórnarskrá Bandaríkjanna eftir að alríkisdómstóll hafnaði kröfu dómsmálaráðuneytisins um að fella það úr gildi tímabundið í gær. 15. október 2021 09:37 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Lög sem bönnuðu þungunarrof nærri því með öllu sem ríkisþing Texas setti og fengu að taka gildi í byrjun september voru sérstaklega hönnuð til þess að gera fulltrúum heilsugæslustöðva og alríkisstjórnarinnar erfitt fyrir að fella úr gildi fyrir dómstólum. Fjöldi íhaldssamra ríkja hefur reynt að setja sífellt strangari lög um þungunarrof en dómstólar hafa iðulega fellt þau úr gildi jafnóðum þar sem dómafordæmi Hæstaréttar Bandaríkjanna kveður á um að konur eigi stjórnarskrárvarinn rétt til þungunarrofs áður en fóstur er talið lífvænlegt. Venjulega hafa heilsugæslustöðvar eða hagsmunasamtök stefnt embættismönnum í ríkjunum til þess að koma í veg fyrir að þeir framfylgi lögunum. Í Texaslögunum er hins vegar kveðið á um að embættismenn í Texas framfylgi ekki lögunum heldur þurfi almennir borgarar að stefna hverjum þeim sem aðstoðar konu við að komast í þungunarrof. Þungar sektir vofa yfir heilsugæslustöðvum verði þær fundnar sekar um að brjóta lögin. Á þennan hátt vonuðust repúblikana í Texas sem stóðu að lögunum að ekki væri hægt að stefna ríkinu eða embættismönnum þess til að fella þau úr gildi. Bannið við þungunarrofi tæki gildi og enginn gæti látið reyna á lögmæti þeirra nema almennur borgari virkjaði lögin og stefni einhverjum sem aðstoðaði konu með þungunarrof. Gætu ógilt lögin eða vísað aftur til lægri dómstiga Brellan virkaði því íhaldssamir dómarar við Hæstarétt Bandaríkjanna töldu þessi lagatæknilegu álitamál koma í veg fyrir að þeir gætu stöðvað að lögin tækju gildi 1. september þrátt fyrir hávær mótmæli frjálslyndari dómara sem töldu bannið skýrt stjórnarskrárbrot. Þannig tók bannið gildi í Texas þrátt fyrir að það stangist klárlega á við stjórnarskrá eins og Hæstiréttur hefur túlkað hana til þessa. Síðan þá hafa stefnur vegna laganna velkst um á ýmsum neðri dómstigum. Hæstiréttur tók tvö mál fyrir í dag en þau snúast um hvort að heilsugæslustöðvar annars vegar og dómsmálaráðuneytið hins vegar geti höfðað mál til þess að fella lögin úr gildi. Reuters-fréttastofan segir að íhaldssömu dómararnir sem leyfðu lögunum að taka gildi hafi virst hallir undir að leyfa heilsugæslustöðvunum að reyna á lögmæti laganna við málflutninginn í dag. Þeir hafi ekki verið eins vissir um það hvort að dómsmálaráðuneytið ætti að mega það líka. Brett Kavanaugh, einn af íhaldssömu dómurunum þremur sem Donald Trump, fyrrverandi forseti, skipaði, velti þannig upp hvort ekki þyrfti að loka smugu sem ríkisþingmen Texas notfærðu sér til þess að koma í veg fyrir að dómstólar gætu skorið úr um lögmæti laga. Velti hann fyrir sér hvað gerðist ef önnur ríki færu í sambærilegar lagalegar æfingar með önnur stjórnarskrárvarin réttindi eins og að banna sölu á skotvopnum. Hæstiréttur gæti nú ákveðið að fella lögin úr gildi eða leyfa lægri alríkisdómstigum að kveða upp úr um lögmæti þeirra. AP-fréttastofan segir þó óljóst hversu fljótt dómararnir komist að niðurstöðu.
Þungunarrof Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Tengdar fréttir Þungunarrofsbannið í Texas fær enn að standa Umdeilt þungunarrofsbann í Texas fær áfram að standa þrátt fyrir að það virðist stríða gegn stjórnarskrá Bandaríkjanna eftir að alríkisdómstóll hafnaði kröfu dómsmálaráðuneytisins um að fella það úr gildi tímabundið í gær. 15. október 2021 09:37 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Þungunarrofsbannið í Texas fær enn að standa Umdeilt þungunarrofsbann í Texas fær áfram að standa þrátt fyrir að það virðist stríða gegn stjórnarskrá Bandaríkjanna eftir að alríkisdómstóll hafnaði kröfu dómsmálaráðuneytisins um að fella það úr gildi tímabundið í gær. 15. október 2021 09:37