Dómarar gætu leyft stefnur vegna þungunarrofsbannsins í Texas Kjartan Kjartansson skrifar 1. nóvember 2021 23:26 Konur mótmæla þungunarrofsbanninu í Texas fyrir utan Hæstarétt Bandaríkjanna í Washington-borg í dag. AP/Jacquelyn Martin Íhaldssamir dómarar við Hæstarétt Bandaríkjanna virtust hallast að því að leyfa heilsugæslustöðvum sem framkvæmda þungunarrof að höfða mál til að fá bann við þungunarrofi í Texas ógilt þegar mál þeirra var tekið fyrir í dag. Lög sem bönnuðu þungunarrof nærri því með öllu sem ríkisþing Texas setti og fengu að taka gildi í byrjun september voru sérstaklega hönnuð til þess að gera fulltrúum heilsugæslustöðva og alríkisstjórnarinnar erfitt fyrir að fella úr gildi fyrir dómstólum. Fjöldi íhaldssamra ríkja hefur reynt að setja sífellt strangari lög um þungunarrof en dómstólar hafa iðulega fellt þau úr gildi jafnóðum þar sem dómafordæmi Hæstaréttar Bandaríkjanna kveður á um að konur eigi stjórnarskrárvarinn rétt til þungunarrofs áður en fóstur er talið lífvænlegt. Venjulega hafa heilsugæslustöðvar eða hagsmunasamtök stefnt embættismönnum í ríkjunum til þess að koma í veg fyrir að þeir framfylgi lögunum. Í Texaslögunum er hins vegar kveðið á um að embættismenn í Texas framfylgi ekki lögunum heldur þurfi almennir borgarar að stefna hverjum þeim sem aðstoðar konu við að komast í þungunarrof. Þungar sektir vofa yfir heilsugæslustöðvum verði þær fundnar sekar um að brjóta lögin. Á þennan hátt vonuðust repúblikana í Texas sem stóðu að lögunum að ekki væri hægt að stefna ríkinu eða embættismönnum þess til að fella þau úr gildi. Bannið við þungunarrofi tæki gildi og enginn gæti látið reyna á lögmæti þeirra nema almennur borgari virkjaði lögin og stefni einhverjum sem aðstoðaði konu með þungunarrof. Gætu ógilt lögin eða vísað aftur til lægri dómstiga Brellan virkaði því íhaldssamir dómarar við Hæstarétt Bandaríkjanna töldu þessi lagatæknilegu álitamál koma í veg fyrir að þeir gætu stöðvað að lögin tækju gildi 1. september þrátt fyrir hávær mótmæli frjálslyndari dómara sem töldu bannið skýrt stjórnarskrárbrot. Þannig tók bannið gildi í Texas þrátt fyrir að það stangist klárlega á við stjórnarskrá eins og Hæstiréttur hefur túlkað hana til þessa. Síðan þá hafa stefnur vegna laganna velkst um á ýmsum neðri dómstigum. Hæstiréttur tók tvö mál fyrir í dag en þau snúast um hvort að heilsugæslustöðvar annars vegar og dómsmálaráðuneytið hins vegar geti höfðað mál til þess að fella lögin úr gildi. Reuters-fréttastofan segir að íhaldssömu dómararnir sem leyfðu lögunum að taka gildi hafi virst hallir undir að leyfa heilsugæslustöðvunum að reyna á lögmæti laganna við málflutninginn í dag. Þeir hafi ekki verið eins vissir um það hvort að dómsmálaráðuneytið ætti að mega það líka. Brett Kavanaugh, einn af íhaldssömu dómurunum þremur sem Donald Trump, fyrrverandi forseti, skipaði, velti þannig upp hvort ekki þyrfti að loka smugu sem ríkisþingmen Texas notfærðu sér til þess að koma í veg fyrir að dómstólar gætu skorið úr um lögmæti laga. Velti hann fyrir sér hvað gerðist ef önnur ríki færu í sambærilegar lagalegar æfingar með önnur stjórnarskrárvarin réttindi eins og að banna sölu á skotvopnum. Hæstiréttur gæti nú ákveðið að fella lögin úr gildi eða leyfa lægri alríkisdómstigum að kveða upp úr um lögmæti þeirra. AP-fréttastofan segir þó óljóst hversu fljótt dómararnir komist að niðurstöðu. Þungunarrof Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Tengdar fréttir Þungunarrofsbannið í Texas fær enn að standa Umdeilt þungunarrofsbann í Texas fær áfram að standa þrátt fyrir að það virðist stríða gegn stjórnarskrá Bandaríkjanna eftir að alríkisdómstóll hafnaði kröfu dómsmálaráðuneytisins um að fella það úr gildi tímabundið í gær. 15. október 2021 09:37 Mest lesið Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Innlent Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Erlent Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Innlent Villi Valli fallinn frá Innlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Fleiri fréttir Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Sjá meira
Lög sem bönnuðu þungunarrof nærri því með öllu sem ríkisþing Texas setti og fengu að taka gildi í byrjun september voru sérstaklega hönnuð til þess að gera fulltrúum heilsugæslustöðva og alríkisstjórnarinnar erfitt fyrir að fella úr gildi fyrir dómstólum. Fjöldi íhaldssamra ríkja hefur reynt að setja sífellt strangari lög um þungunarrof en dómstólar hafa iðulega fellt þau úr gildi jafnóðum þar sem dómafordæmi Hæstaréttar Bandaríkjanna kveður á um að konur eigi stjórnarskrárvarinn rétt til þungunarrofs áður en fóstur er talið lífvænlegt. Venjulega hafa heilsugæslustöðvar eða hagsmunasamtök stefnt embættismönnum í ríkjunum til þess að koma í veg fyrir að þeir framfylgi lögunum. Í Texaslögunum er hins vegar kveðið á um að embættismenn í Texas framfylgi ekki lögunum heldur þurfi almennir borgarar að stefna hverjum þeim sem aðstoðar konu við að komast í þungunarrof. Þungar sektir vofa yfir heilsugæslustöðvum verði þær fundnar sekar um að brjóta lögin. Á þennan hátt vonuðust repúblikana í Texas sem stóðu að lögunum að ekki væri hægt að stefna ríkinu eða embættismönnum þess til að fella þau úr gildi. Bannið við þungunarrofi tæki gildi og enginn gæti látið reyna á lögmæti þeirra nema almennur borgari virkjaði lögin og stefni einhverjum sem aðstoðaði konu með þungunarrof. Gætu ógilt lögin eða vísað aftur til lægri dómstiga Brellan virkaði því íhaldssamir dómarar við Hæstarétt Bandaríkjanna töldu þessi lagatæknilegu álitamál koma í veg fyrir að þeir gætu stöðvað að lögin tækju gildi 1. september þrátt fyrir hávær mótmæli frjálslyndari dómara sem töldu bannið skýrt stjórnarskrárbrot. Þannig tók bannið gildi í Texas þrátt fyrir að það stangist klárlega á við stjórnarskrá eins og Hæstiréttur hefur túlkað hana til þessa. Síðan þá hafa stefnur vegna laganna velkst um á ýmsum neðri dómstigum. Hæstiréttur tók tvö mál fyrir í dag en þau snúast um hvort að heilsugæslustöðvar annars vegar og dómsmálaráðuneytið hins vegar geti höfðað mál til þess að fella lögin úr gildi. Reuters-fréttastofan segir að íhaldssömu dómararnir sem leyfðu lögunum að taka gildi hafi virst hallir undir að leyfa heilsugæslustöðvunum að reyna á lögmæti laganna við málflutninginn í dag. Þeir hafi ekki verið eins vissir um það hvort að dómsmálaráðuneytið ætti að mega það líka. Brett Kavanaugh, einn af íhaldssömu dómurunum þremur sem Donald Trump, fyrrverandi forseti, skipaði, velti þannig upp hvort ekki þyrfti að loka smugu sem ríkisþingmen Texas notfærðu sér til þess að koma í veg fyrir að dómstólar gætu skorið úr um lögmæti laga. Velti hann fyrir sér hvað gerðist ef önnur ríki færu í sambærilegar lagalegar æfingar með önnur stjórnarskrárvarin réttindi eins og að banna sölu á skotvopnum. Hæstiréttur gæti nú ákveðið að fella lögin úr gildi eða leyfa lægri alríkisdómstigum að kveða upp úr um lögmæti þeirra. AP-fréttastofan segir þó óljóst hversu fljótt dómararnir komist að niðurstöðu.
Þungunarrof Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Tengdar fréttir Þungunarrofsbannið í Texas fær enn að standa Umdeilt þungunarrofsbann í Texas fær áfram að standa þrátt fyrir að það virðist stríða gegn stjórnarskrá Bandaríkjanna eftir að alríkisdómstóll hafnaði kröfu dómsmálaráðuneytisins um að fella það úr gildi tímabundið í gær. 15. október 2021 09:37 Mest lesið Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Innlent Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Erlent Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Innlent Villi Valli fallinn frá Innlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Fleiri fréttir Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Sjá meira
Þungunarrofsbannið í Texas fær enn að standa Umdeilt þungunarrofsbann í Texas fær áfram að standa þrátt fyrir að það virðist stríða gegn stjórnarskrá Bandaríkjanna eftir að alríkisdómstóll hafnaði kröfu dómsmálaráðuneytisins um að fella það úr gildi tímabundið í gær. 15. október 2021 09:37