Innlent

Allir sammála: Hrekkjavaka er betri en öskudagur

Árni Sæberg og Snorri Másson skrifa
Unga fólkið í dag er hrifið af hrekkjavökunni.
Unga fólkið í dag er hrifið af hrekkjavökunni. Stöð 2

Hrekkjavakan er haldin hátíðleg í kvöld víða um heim, þar á meðal hér á landi. Fréttamaður okkar leit við í Hamrahlíð þar sem búið var að skreyta hús í anda hátíðarinnar.

Þar hitti hann fyrir hóp af kátum krökkum sem voru hæstánægð með magn sælgætis sem þeim hafði áskotnast í kvöldgöngunni.

Krakkarnir voru á einum rómi um það að hrekkjavakan væri miklum mun skemmtilegri en öskudagurinn. Hann sé orðinn gamaldags þótt hann sé ágætur líka.

Þeir segjast hafa gert nokkra grikki í kvöld en húsráðandi segist heldur velja að gefa gott en að verða fyrir barðinu á grikkjum.

Að lokum fór svo að fréttamaður okkar lofaði ungum herramanni að hér á landi yrði tekin upp önnur hefð að amerískum stíl, svokölluð páskaeggjaleit.

Hér að neðan má sjá skuggalegar svipmyndir frá hrekkjavökuhúsinu í Hamrahlíð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×