Fótbolti

Fyrrverandi landsliðsmaður Englands þarf á lifraígræðslu að halda

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Kieron Dyer þarf á nýrri lifur að halda.
Kieron Dyer þarf á nýrri lifur að halda. Pete Norton/Getty Images

Kieron Dyer, fyrrverandi landsliðsmaður enska landsliðsins í knattspyrnu, þarf á nýrri lifur að halda eftir að hafa greinst með lifrabilun.

Frá þessu er greint í tilkynningu frá uppeldisfélagi Dyer, Ipswich Town, þar sem hann þjálfar nú U23-lið karla.

Í tilkynningu frá félaginu kemur fram að Dyer hafi glímt við lifravandamál seinustu ár. Hann var fluttur á sjúkrahús síðastliðinn miðvikudag og hefur nú verið greindur með PSC lifrabilun (e. primary sclerosing cholangitis). 

Hann bíður nú eftir niðurstöðum úr rannsóknum sem munu segja til um hvenær hann þarf á ígræðslunni að halda.

Á sínum ferli lék Dyer með Ipswich, Newcastle, West Ham, QPR og Middlesbrough, en hann lék einnig 33 leiki fyrir enska landsliðið á árunum 1999 til 2007.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×