Innlent

Undir­búa heim­siglinguna frá Rotter­dam

Samúel Karl Ólason skrifar
Freyja er 86 metra langt og tuttugu metra breitt.
Freyja er 86 metra langt og tuttugu metra breitt. Landhelgisgæslan

Landhelgisgæslan fékk formlega afhent nýja varðskipið Freyju á fimmtudaginn. Áhöfn skipsins vinnur nú að því að undirbúa heimsiglinguna frá Rotterdam, þar sem skipið var í slipp.

Landhelgisgæslan gerir ráð fyrir að skipið verði komið til hafnar á Siglufirði þann 6. nóvember en það verður heimahöfn skipsins. Með því að gera Freyju út frá Siglufirði og Þór frá Reykjavík vilja forsvarsmenn Landhelgisgæslunnar auka viðbragðsgetu og bæta öryggi sjófarenda.

Varðskipið Freyja er 86 metra langt og tuttugu metra breitt. Skipið var smíðað árið 2010 og hefur undanfarin ár verið notað til að þjónusta olíuiðnaðinn. Kaupverð þess er rúmir 1,7 milljarðar króna.

Landhelgisgæslan birti í gær myndband þar sem sjá má skipið í Rotterdam. Einnig er rætt við Auðunn F. Kristinsson, framkvæmdastjóra Siglingasviðs Landhelgisgæslunnar, og segir hann frá skipinu og undirbúningi kaupa þess.

Freyja í Rotterdam.Landhelgisgæslan

Tengdar fréttir

Gæslan bjargar fjórum skipverjum eftir strand við Æðey

Landhelgisgæslan kom fjórum skipverjum til bjargar í nótt eftir að skúta þeirra strandaði við Æðey í Ísafjarðardjúpi. Fjórmenningarnir voru hífðir um borð í þyrlu Gæslunnar um klukkan tvö í nótt og flogið með þá til Ísafjarðar til aðhlynningar.

Gera Freyju út frá Siglufirði

Landhelgisgæsla Íslands hefur gert samning um kaup á varðskipinu Freyju af Offshore Support GmbH. Skipið var smíðað árið 2010 og hefur undanfarin ár verið notað til að þjónusta olíuiðnaðinni. Það verður gert út frá Siglufirði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×