Segja Jóhannes Harðarson verða aðstoðarþjálfara ÍA Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. október 2021 09:25 Rikki G fer yfir fótboltalandslagið ásamt þeim Mikael Nikulássyni og Kristjáni Óla Sigurðssyni í hlaðvarpsþættinum Þungavigtinni. þungavigtin Breytingar eru fyrirhugaðar á þjálfarateymi karlaliðs ÍA. Samkvæmt heimildum Þungavigtarinnar verður Jóhannes Harðarson næsti aðstoðarþjálfari liðsins. Jóhannes stýrði Start á árunum 2019-21. Hann kom liðinu upp í norsku úrvalsdeildina 2019 en það féll aftur niður í B-deildina árið eftir. Jóhannesi var svo sagt upp störfum um miðjan júní þegar aðeins fimm umferðir voru búnar af norsku B-deildinni. Hann var áður aðstoðarþjálfari Start og lék með liðinu á árunum 2004-08. Jóhannes er nú á heimleið og tekur við stöðu aðstoðarþjálfara hjá uppeldisfélagi sínu ef marka má heimildir Kristjáns Óla Sigurðssonar í Þungavigtinni. „Hann verður aðstoðarþjálfari og hlýtur að fá eitthvað stærra hlutverk innan félagsins. Þetta er risastórt nafn. Starfið hans hjá Start er á topp tíu yfir stærstu störf sem Íslendingar hafa fengið í þjálfun,“ sagði Kristján Óli. Í samtali við Vísi vildi Geir Þorsteinsson, framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar ÍA, ekki staðfesta að Jóhannes væri á leið til ÍA en sagði að breytingar á þjálfarateymi karlaliðs félagsins væru fyrirhugaðar. Jóhannes Karl Guðjónsson er þjálfari ÍA en honum til aðstoðar á síðasta tímabili var Fannar Berg Gunnólfsson. Jóhannes Karl hefur stýrt ÍA undanfarin fjögur ár. Á síðasta tímabili björguðu Skagamenn sér frá falli úr Pepsi Max-deildinni á ævintýralegan hátt og komust í úrslit Mjólkurbikarsins. Jóhannes Harðarson þjálfaði Flekkerøy í Noregi 2013-14 og tók svo við karlaliði ÍBV fyrir tímabilið 2015. Hann fór í leyfi á miðju sumri og sneri ekki aftur til starfa hjá ÍBV. Alla þætti af Þungavigtinni má nálgast á tal.is/vigtin. Pepsi Max-deild karla ÍA Þungavigtin Mest lesið Gagnrýna vinnubrögð HSÍ og segja eftirmálana „skammarlega“ Handbolti De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Enski boltinn Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar Íslenski boltinn „Svo stolt af þér að vera alltaf trú sjálfri þér“ Sport Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna Sport Fær fyrirliðabandið nítján ára gömul og aðeins á öðru ári í atvinnumennsku Fótbolti Biður liðið um að láta ekki blekkjast af sigri gærdagsins Fótbolti Sigurður stýrir báðum liðum Keflavíkur Körfubolti Sætti mikilli gagnrýni en framþróunin sé bersýnileg Fótbolti Í beinni: Fram - Afturelding | Afturelding ætlar á toppinn Handbolti Fleiri fréttir Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Sjá meira
Jóhannes stýrði Start á árunum 2019-21. Hann kom liðinu upp í norsku úrvalsdeildina 2019 en það féll aftur niður í B-deildina árið eftir. Jóhannesi var svo sagt upp störfum um miðjan júní þegar aðeins fimm umferðir voru búnar af norsku B-deildinni. Hann var áður aðstoðarþjálfari Start og lék með liðinu á árunum 2004-08. Jóhannes er nú á heimleið og tekur við stöðu aðstoðarþjálfara hjá uppeldisfélagi sínu ef marka má heimildir Kristjáns Óla Sigurðssonar í Þungavigtinni. „Hann verður aðstoðarþjálfari og hlýtur að fá eitthvað stærra hlutverk innan félagsins. Þetta er risastórt nafn. Starfið hans hjá Start er á topp tíu yfir stærstu störf sem Íslendingar hafa fengið í þjálfun,“ sagði Kristján Óli. Í samtali við Vísi vildi Geir Þorsteinsson, framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar ÍA, ekki staðfesta að Jóhannes væri á leið til ÍA en sagði að breytingar á þjálfarateymi karlaliðs félagsins væru fyrirhugaðar. Jóhannes Karl Guðjónsson er þjálfari ÍA en honum til aðstoðar á síðasta tímabili var Fannar Berg Gunnólfsson. Jóhannes Karl hefur stýrt ÍA undanfarin fjögur ár. Á síðasta tímabili björguðu Skagamenn sér frá falli úr Pepsi Max-deildinni á ævintýralegan hátt og komust í úrslit Mjólkurbikarsins. Jóhannes Harðarson þjálfaði Flekkerøy í Noregi 2013-14 og tók svo við karlaliði ÍBV fyrir tímabilið 2015. Hann fór í leyfi á miðju sumri og sneri ekki aftur til starfa hjá ÍBV. Alla þætti af Þungavigtinni má nálgast á tal.is/vigtin.
Pepsi Max-deild karla ÍA Þungavigtin Mest lesið Gagnrýna vinnubrögð HSÍ og segja eftirmálana „skammarlega“ Handbolti De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Enski boltinn Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar Íslenski boltinn „Svo stolt af þér að vera alltaf trú sjálfri þér“ Sport Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna Sport Fær fyrirliðabandið nítján ára gömul og aðeins á öðru ári í atvinnumennsku Fótbolti Biður liðið um að láta ekki blekkjast af sigri gærdagsins Fótbolti Sigurður stýrir báðum liðum Keflavíkur Körfubolti Sætti mikilli gagnrýni en framþróunin sé bersýnileg Fótbolti Í beinni: Fram - Afturelding | Afturelding ætlar á toppinn Handbolti Fleiri fréttir Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Sjá meira