Tíu sætir og krúttlegir Dalmatíuhvolpar Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 27. október 2021 20:15 Edda Björk og Ragnheiður Bríet með hvolpana hjá sér í sumarbústað fjölskyldunnar rétt hjá Laugarvatni og tíkina Chelsí, sem gaut þeim í byrjun október. Magnús Hlynur Hreiðarsson Þeir eru sætir og krúttlegir Dalmatíuhvolparnir tíu, sem voru að koma í heiminn. Mamma þeirra mjólkar vel og pabbi þeirra fylgist stoltur með afkvæmum sínum. Hvolparnir og foreldrar þeirra eiga heima á höfuðborgarsvæðinu hjá eigendum sínum en stundum fá þeir að fara út á land og þá er farið í sumarbústað í grennd við Laugarvatn. Edda Björk Arnardóttir og fjölskylda hennar eru ræktendur Dalmatíuhundanna og þau eiga tíkina Chelsí og rakkann Sjapplín. Hvolparnir eru nú rúmlega þriggja vikna, fimm tíkur og fimm hundar. Þá á fjölskyldan líka hvolpinn Kiddu, 9 vikna. Chelsí hugsar mjög vel um hvolpana sína og er með nóga mjólk til að gefa þeim. Gotið hjá henni gekk vel.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þeir eru dásamlegir, pissa á mig eins og þú sérð en þetta er samt æðislegt. Já, við fengum tíu hvolpa og svo erum við með einn annan hvolp líka níu vikna, sem er frá vinkonu minni fyrir norðan og undan mínum rakka, þannig að það er líf og fjör“, segir Edda. Hvolparnir fæðast alveg hvítir. „Já, þeir fæðast ekki með neinar doppur og fæðast heyrnarlausir og blindir, þannig að þeir eru bara eins og hvítar litlar rottur en svo fer þetta að skána á fyrstu vikunni. Þegar þeir eru viku gamlir fer maður að sjá fyrstu doppurnar og núna eru þeir þriggja vikna og orðnir alveg full doppóttir,“ bætir Edda við. Chelsí hugsar mjög vel um hvolpana sína og er með nóga mjólk til að gefa þeim. Gotið hjá henni gekk vel.Magnús Hlynur Hreiðarsson Allir hvolparnir nema einn eru seldir. Edda Björk segir að það séu til um fimmtíu Dalmatíuhundar á Íslandi. „Þetta eru rosalega fallegir hundar, þeir eru orkumiklir, þetta eru rosalega skemmtilegir fjölskylduhundar fyrir okkur til dæmis, sem erum mikið fyrir að hreyfa okkur og fara með okkur allt en eru rólegir heima.“ Heimasætan á heimilinu, Ragnheiður Bríet er ánægð og stolt af hvolpunum. „Það er bara skemmtilegt að vera með svona mikið af hundum og fá þessa athygli frá fullt af fólki, Ha, ertu með tíu hvolpa, hvernig tegund, hvað er í gangi, má ég sjá mynd, það er yndislegt að vera með alla þessa athygli en stundum er svolítið mikið að vera með svona marga hunda inni á heimilinu en það er bara skemmtilegt.“ Ragnheiður Bríet segir fjölskylduna fá mikla athygli út á Dalmatíuhundana, ekki síst eftir að hvolparnir fæddust.Magnús Hlynur Hreiðarsson Bláskógabyggð Hundar Dýr Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Hvolparnir og foreldrar þeirra eiga heima á höfuðborgarsvæðinu hjá eigendum sínum en stundum fá þeir að fara út á land og þá er farið í sumarbústað í grennd við Laugarvatn. Edda Björk Arnardóttir og fjölskylda hennar eru ræktendur Dalmatíuhundanna og þau eiga tíkina Chelsí og rakkann Sjapplín. Hvolparnir eru nú rúmlega þriggja vikna, fimm tíkur og fimm hundar. Þá á fjölskyldan líka hvolpinn Kiddu, 9 vikna. Chelsí hugsar mjög vel um hvolpana sína og er með nóga mjólk til að gefa þeim. Gotið hjá henni gekk vel.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þeir eru dásamlegir, pissa á mig eins og þú sérð en þetta er samt æðislegt. Já, við fengum tíu hvolpa og svo erum við með einn annan hvolp líka níu vikna, sem er frá vinkonu minni fyrir norðan og undan mínum rakka, þannig að það er líf og fjör“, segir Edda. Hvolparnir fæðast alveg hvítir. „Já, þeir fæðast ekki með neinar doppur og fæðast heyrnarlausir og blindir, þannig að þeir eru bara eins og hvítar litlar rottur en svo fer þetta að skána á fyrstu vikunni. Þegar þeir eru viku gamlir fer maður að sjá fyrstu doppurnar og núna eru þeir þriggja vikna og orðnir alveg full doppóttir,“ bætir Edda við. Chelsí hugsar mjög vel um hvolpana sína og er með nóga mjólk til að gefa þeim. Gotið hjá henni gekk vel.Magnús Hlynur Hreiðarsson Allir hvolparnir nema einn eru seldir. Edda Björk segir að það séu til um fimmtíu Dalmatíuhundar á Íslandi. „Þetta eru rosalega fallegir hundar, þeir eru orkumiklir, þetta eru rosalega skemmtilegir fjölskylduhundar fyrir okkur til dæmis, sem erum mikið fyrir að hreyfa okkur og fara með okkur allt en eru rólegir heima.“ Heimasætan á heimilinu, Ragnheiður Bríet er ánægð og stolt af hvolpunum. „Það er bara skemmtilegt að vera með svona mikið af hundum og fá þessa athygli frá fullt af fólki, Ha, ertu með tíu hvolpa, hvernig tegund, hvað er í gangi, má ég sjá mynd, það er yndislegt að vera með alla þessa athygli en stundum er svolítið mikið að vera með svona marga hunda inni á heimilinu en það er bara skemmtilegt.“ Ragnheiður Bríet segir fjölskylduna fá mikla athygli út á Dalmatíuhundana, ekki síst eftir að hvolparnir fæddust.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Bláskógabyggð Hundar Dýr Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira