Efast um að borgin kaupi fleiri smáhýsi Kristín Ólafsdóttir skrifar 25. október 2021 20:00 Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar. Vísir/Einar Smáhýsi fyrir heimilislausa hafa nú verið ónotuð í geymslu í rúmt ár þar sem erfiðlega hefur gengið að finna þeim samastað. Formaður velferðarráðs Reykjavíkur segir andstöðu við málið hafa komið sér á óvart og efast um að borgin kaupi fleiri smáhýsi. Reykjavíkurborg keypti alls tuttugu smáhýsi, sem hugsuð eru sem tímabundin lausn fyrir heimilislausat fólk. Fimm hýsum hefur verið komið fyrir í Gufunesi og þá er nú verið að koma öðrum fimm fyrir í borginni en samþykktar hafa verið staðsetningar í til dæmis Laugardal og á Höfða. Ekki hafa allir verið á eitt sáttir með fyrirætlanir borgarinnar og borið hefur á nokkuð háværri andstöðu íbúa við fyrirhugaða smáhýsastaði, til dæmis í Hlíðum og Laugardal. „Það hafa komið upp fordómar og hræðsla og annað slíkt, aðeins meira heldur en ég bjóst við, en mér finnst við vera að læra mjög mikið á þessu, ekki bara við í pólitíkinni og inni í kerfinu heldur bara við Reykvíkingar,“ segir Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar og borgarfulltrúi Samfylkingar. „Það hafa ekki allar lóðirnar gengið upp sem við höfum farið af stað með og það er líka bara alveg eðlilegt, þannig að þetta má taka tíma en þetta hefur kannski tekið fulllangan tíma samt.“ Tíu smáhýsi eru nú geymd í Skerjafirði. Þau hafa staðið óhreyfð í um ár.Vísir/Einar Þá bendir Heiða á að svona verkefni hafi gefist vel í Danmörku. En af hverju gengur það svona erfiðlega hér? „Ég held að við séum styttra komin í því að átta okkur á að í samfélaginu erum við allskonar og við berum ábyrgð á hvort öðru. Ég held að það vanti pínu þennan skilning. Að ég segi „ég vil ekki fá svona fólk í hverfið mitt“. Ég hef bara ekkert um það að segja.“ Gripið hafi verið til annarra úrræða og heimilislausir því ekki þurft að líða fyrir seinaganginn. Framvegis verði einblínt á aðrar lausnir fyrir heimilislausa í Reykjavík. „Ég efast reyndar um að við kaupum fleiri smáhýsi og þá biðla ég til Reykvíkinga að þeir taki fólki opnum örmum inni í fjölbýlishúsum og inni í hverfum þar sem við erum að kaupa íbúðir því, þetta er bara verkefni sem við verðum að fara öll í saman,“ segir Heiða. Andstaða íbúa vonbrigði Marín Þórsdóttir, forstöðumaður Rauða krossins, segir smáhýsin bjóða upp á fjölbreytileika í húsakosti sem stendur Reykvíkingum til boða. „Af því að við erum ekki öll eins þá eru ólík húsnæði sem henta ólíkum einstaklingum. Við fögnuðum mjög þegar þessi smáhýsi komu, en svo virðist vera að það séu ekki allir á sama máli. Okkur þykir miður að borgin sé að fara þessa leið því þessi hópur hefur ekki í þau hús að venda sem hann hafði fyrir,“ sagði Marín í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hún segir vandamálið ekki leyst, þar sem hópurinn sem undir er sé enn húsnæðislaus. „Við teljum ekki að húsnæðið sé vandamálið, heldur akkúrat lausnin á vandamálinu.“ Hún segir Rauða krossinn harma að fleiri smáhýsi verði ekki keypt. „Af því að þetta er flóra af húsnæði sem hentar mjög vel fyrir ákveðinn hóp með flókna þjónustuþörf.“ Marín segir vonbrigði að íbúar í hverfum borgarinnar setji sig upp á móti smáhýsunum, sem hún ítrekar að sé lausn á húsnæðisskorti þess fólks sem þeim er ætlað að þjóna. „Á daginn er fólk þá ekki í húsnæði og þarf þá að leita annað. Ef það hefur tök á að vera í eigin húsi þá er fólk þar. Rannsóknir hafa sýnt að fyrsta leiðin til að ná tökum á góðu lífi er að vera í góðu húsnæði. Þar er hægt að byggja upp lífið, ef maður hefur húsakost. Ef þú ert alltaf að leita að næturstað nóttu eftir nóttu, þá er erfitt að byggja upp einhvers konar líf.“ Reykjavík Húsnæðismál Skipulag Tengdar fréttir Leggjast gegn smáhýsum fyrir heimilislausa í Laugardal Borgarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins líst ekkert á áform meirihlutans um að koma upp smáhýsum fyrir heimilislaust fólk í Laugardalnum og finnst að dalurinn eigi að „fá að vera í friði fyrir íbúðaáformum“. Meirihlutinn vill koma þeim fyrir í Laugardalnum þar sem ekki hefur reynst auðvelt að ná sátt um slík úrræði fyrir heimilislausa í íbúðabyggð. 7. október 2021 17:54 „Sárt að sjá að íbúar smáhýsa hafi orðið fyrir aðkasti“ Formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar segir sárt að sjá að íbúar smáhýsa í Gufunesi hafi orðið fyrir innbrotum og ónæði. Hann segir verkefnið, að úthluta heimilislausum húsnæði í smáhýsum, enn að nýtt og segist bjartsýnn á að verkefnið muni ganga vel. 24. apríl 2021 17:00 Borgarstjóri táraðist yfir uppkomnum smáhýsum, ekki gámahúsnæði Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segist ekki tárast oft í vinnunni. Hann hafi þó komist við þegar framkvæmdadeild Reykjavíkurborgar sendi honum mynd í morgun af uppkomnum smáhýsum fyrir heimilislaust fólk í Gufunesi. 3. desember 2020 12:23 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Reykjavíkurborg keypti alls tuttugu smáhýsi, sem hugsuð eru sem tímabundin lausn fyrir heimilislausat fólk. Fimm hýsum hefur verið komið fyrir í Gufunesi og þá er nú verið að koma öðrum fimm fyrir í borginni en samþykktar hafa verið staðsetningar í til dæmis Laugardal og á Höfða. Ekki hafa allir verið á eitt sáttir með fyrirætlanir borgarinnar og borið hefur á nokkuð háværri andstöðu íbúa við fyrirhugaða smáhýsastaði, til dæmis í Hlíðum og Laugardal. „Það hafa komið upp fordómar og hræðsla og annað slíkt, aðeins meira heldur en ég bjóst við, en mér finnst við vera að læra mjög mikið á þessu, ekki bara við í pólitíkinni og inni í kerfinu heldur bara við Reykvíkingar,“ segir Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar og borgarfulltrúi Samfylkingar. „Það hafa ekki allar lóðirnar gengið upp sem við höfum farið af stað með og það er líka bara alveg eðlilegt, þannig að þetta má taka tíma en þetta hefur kannski tekið fulllangan tíma samt.“ Tíu smáhýsi eru nú geymd í Skerjafirði. Þau hafa staðið óhreyfð í um ár.Vísir/Einar Þá bendir Heiða á að svona verkefni hafi gefist vel í Danmörku. En af hverju gengur það svona erfiðlega hér? „Ég held að við séum styttra komin í því að átta okkur á að í samfélaginu erum við allskonar og við berum ábyrgð á hvort öðru. Ég held að það vanti pínu þennan skilning. Að ég segi „ég vil ekki fá svona fólk í hverfið mitt“. Ég hef bara ekkert um það að segja.“ Gripið hafi verið til annarra úrræða og heimilislausir því ekki þurft að líða fyrir seinaganginn. Framvegis verði einblínt á aðrar lausnir fyrir heimilislausa í Reykjavík. „Ég efast reyndar um að við kaupum fleiri smáhýsi og þá biðla ég til Reykvíkinga að þeir taki fólki opnum örmum inni í fjölbýlishúsum og inni í hverfum þar sem við erum að kaupa íbúðir því, þetta er bara verkefni sem við verðum að fara öll í saman,“ segir Heiða. Andstaða íbúa vonbrigði Marín Þórsdóttir, forstöðumaður Rauða krossins, segir smáhýsin bjóða upp á fjölbreytileika í húsakosti sem stendur Reykvíkingum til boða. „Af því að við erum ekki öll eins þá eru ólík húsnæði sem henta ólíkum einstaklingum. Við fögnuðum mjög þegar þessi smáhýsi komu, en svo virðist vera að það séu ekki allir á sama máli. Okkur þykir miður að borgin sé að fara þessa leið því þessi hópur hefur ekki í þau hús að venda sem hann hafði fyrir,“ sagði Marín í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hún segir vandamálið ekki leyst, þar sem hópurinn sem undir er sé enn húsnæðislaus. „Við teljum ekki að húsnæðið sé vandamálið, heldur akkúrat lausnin á vandamálinu.“ Hún segir Rauða krossinn harma að fleiri smáhýsi verði ekki keypt. „Af því að þetta er flóra af húsnæði sem hentar mjög vel fyrir ákveðinn hóp með flókna þjónustuþörf.“ Marín segir vonbrigði að íbúar í hverfum borgarinnar setji sig upp á móti smáhýsunum, sem hún ítrekar að sé lausn á húsnæðisskorti þess fólks sem þeim er ætlað að þjóna. „Á daginn er fólk þá ekki í húsnæði og þarf þá að leita annað. Ef það hefur tök á að vera í eigin húsi þá er fólk þar. Rannsóknir hafa sýnt að fyrsta leiðin til að ná tökum á góðu lífi er að vera í góðu húsnæði. Þar er hægt að byggja upp lífið, ef maður hefur húsakost. Ef þú ert alltaf að leita að næturstað nóttu eftir nóttu, þá er erfitt að byggja upp einhvers konar líf.“
Reykjavík Húsnæðismál Skipulag Tengdar fréttir Leggjast gegn smáhýsum fyrir heimilislausa í Laugardal Borgarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins líst ekkert á áform meirihlutans um að koma upp smáhýsum fyrir heimilislaust fólk í Laugardalnum og finnst að dalurinn eigi að „fá að vera í friði fyrir íbúðaáformum“. Meirihlutinn vill koma þeim fyrir í Laugardalnum þar sem ekki hefur reynst auðvelt að ná sátt um slík úrræði fyrir heimilislausa í íbúðabyggð. 7. október 2021 17:54 „Sárt að sjá að íbúar smáhýsa hafi orðið fyrir aðkasti“ Formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar segir sárt að sjá að íbúar smáhýsa í Gufunesi hafi orðið fyrir innbrotum og ónæði. Hann segir verkefnið, að úthluta heimilislausum húsnæði í smáhýsum, enn að nýtt og segist bjartsýnn á að verkefnið muni ganga vel. 24. apríl 2021 17:00 Borgarstjóri táraðist yfir uppkomnum smáhýsum, ekki gámahúsnæði Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segist ekki tárast oft í vinnunni. Hann hafi þó komist við þegar framkvæmdadeild Reykjavíkurborgar sendi honum mynd í morgun af uppkomnum smáhýsum fyrir heimilislaust fólk í Gufunesi. 3. desember 2020 12:23 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Leggjast gegn smáhýsum fyrir heimilislausa í Laugardal Borgarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins líst ekkert á áform meirihlutans um að koma upp smáhýsum fyrir heimilislaust fólk í Laugardalnum og finnst að dalurinn eigi að „fá að vera í friði fyrir íbúðaáformum“. Meirihlutinn vill koma þeim fyrir í Laugardalnum þar sem ekki hefur reynst auðvelt að ná sátt um slík úrræði fyrir heimilislausa í íbúðabyggð. 7. október 2021 17:54
„Sárt að sjá að íbúar smáhýsa hafi orðið fyrir aðkasti“ Formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar segir sárt að sjá að íbúar smáhýsa í Gufunesi hafi orðið fyrir innbrotum og ónæði. Hann segir verkefnið, að úthluta heimilislausum húsnæði í smáhýsum, enn að nýtt og segist bjartsýnn á að verkefnið muni ganga vel. 24. apríl 2021 17:00
Borgarstjóri táraðist yfir uppkomnum smáhýsum, ekki gámahúsnæði Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segist ekki tárast oft í vinnunni. Hann hafi þó komist við þegar framkvæmdadeild Reykjavíkurborgar sendi honum mynd í morgun af uppkomnum smáhýsum fyrir heimilislaust fólk í Gufunesi. 3. desember 2020 12:23