Fótbolti

Tottenham í slæmum málum í Sambandsdeildinni

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Dele Alli og félagar hans í Tottenham eru í erfiðri stöðu í Sambandsdeildinni.
Dele Alli og félagar hans í Tottenham eru í erfiðri stöðu í Sambandsdeildinni. Martin Rose/Getty Images

Enska knattspyrnufélagið Tottenham Hotspur heimsótti hollenska liðið Vitesse í þriðju umferð Sambandsdeildar Evrópu í kvöld. Tottenham situr nú í þriðja sæti G-riðils eftir 1-0 tap.

Nuno Espirito santo gerði 11 breytingar á byrjunarliði Tottenham frá seinasta leik og fengu því minni spámenn að spreyta sig í bland við reyndari leikmenn.

Lundúnaliðið var lengst af meira með boltann í leiknum, en náði ekki að skapa sér færi til að koma boltanum í netið. 

Eftir að hvorugu liðinu tókst að skora í fyrri hálfleik tryggði Maximilian Wittek heimamönnum 1-0 sigur á 78. mínútu með góðu marki þar sem hann tók boltann á lofti á vítateigslínunni.

Með sigrinum lyfti Vitesse sér upp í annað sæti riðilsins með sex stig, tveimur stigum meira en Tottenham sem situr í þriðja sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×