Trump ætlar að opna eigin samfélagsmiðil Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 21. október 2021 08:23 Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna. Photo by Jabin Botsford/The Washington Post via Getty Images Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur tilkynnt að hann hyggist opna nýjan samfélagsmiðil, sem eigi að standa gegn „ofríki stórra tæknifyrirtækja“. Financial Times greinir frá og vísar í tilkynningu frá Trump þar sem fram kemur að samfélagsmiðlinum, sem á að heita TRUTH Social, muni vera stýrt af Trump Media & Technology Group (TMTG). „Ég skapaði TRUTH Social til þess að verjast ofríki stórra tæknifyrirtæki,“ vitnar Financial Times í Trump. „Við búum í heimi þar sem Talibanar eru úti um allt á Twittter, en þaggað hefur verið niður í ykkar uppáhalds Bandaríkjaforseta. Þetta er óásættanlegt.“ Trump var sem kunnugt er útilokaður frá Facebook og Twitter eftir tap hans í forsetakosningunum ytra á síðasta ári. Forsetinn fyrrverandi nýtti sér þessa miðla óspart í forsetatíð hans til þess að koma skilaboðum sínum á framfæri. Hefur Trump verið mjög ósáttur við bannið og sakað Facebook og Twitter um ritskoðun, en forsetinn fyrrverandi var bannaður á Twitter og öðrum samfélagsmiðlum fyrir að hvetja til ofbeldis, eftir að stuðningsmenn hans reyndu að ryðja sér leið inn í þinghúsið í janúar. Markmið þeirra var að stöðva formlega staðfestingu úrslita forsetakosninganna í fyrra, sem Trump tapaði og Joe Biden vann. Samkvæmt frétt Financial Times er þegar hægt að forskrá sig til þess að ná í TRUTH Social forritið í App Store, netverslun Apple, en stefnt er að því að það muni fara í loftið á næsta ári. Donald Trump Samfélagsmiðlar Facebook Twitter Árás á bandaríska þinghúsið Tengdar fréttir Trump krefst þess að komast aftur á Twitter Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur höfðað mál gegn Twitter í Texas. Hann krefst þess að verða hleypt aftur inn á samfélagsmiðilinn eftir að hafa verið bannaður þar í kjölfar árásarinnar á þinghúsið í Bandaríkjunum þann 6. janúar. 2. október 2021 16:30 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Sjá meira
Financial Times greinir frá og vísar í tilkynningu frá Trump þar sem fram kemur að samfélagsmiðlinum, sem á að heita TRUTH Social, muni vera stýrt af Trump Media & Technology Group (TMTG). „Ég skapaði TRUTH Social til þess að verjast ofríki stórra tæknifyrirtæki,“ vitnar Financial Times í Trump. „Við búum í heimi þar sem Talibanar eru úti um allt á Twittter, en þaggað hefur verið niður í ykkar uppáhalds Bandaríkjaforseta. Þetta er óásættanlegt.“ Trump var sem kunnugt er útilokaður frá Facebook og Twitter eftir tap hans í forsetakosningunum ytra á síðasta ári. Forsetinn fyrrverandi nýtti sér þessa miðla óspart í forsetatíð hans til þess að koma skilaboðum sínum á framfæri. Hefur Trump verið mjög ósáttur við bannið og sakað Facebook og Twitter um ritskoðun, en forsetinn fyrrverandi var bannaður á Twitter og öðrum samfélagsmiðlum fyrir að hvetja til ofbeldis, eftir að stuðningsmenn hans reyndu að ryðja sér leið inn í þinghúsið í janúar. Markmið þeirra var að stöðva formlega staðfestingu úrslita forsetakosninganna í fyrra, sem Trump tapaði og Joe Biden vann. Samkvæmt frétt Financial Times er þegar hægt að forskrá sig til þess að ná í TRUTH Social forritið í App Store, netverslun Apple, en stefnt er að því að það muni fara í loftið á næsta ári.
Donald Trump Samfélagsmiðlar Facebook Twitter Árás á bandaríska þinghúsið Tengdar fréttir Trump krefst þess að komast aftur á Twitter Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur höfðað mál gegn Twitter í Texas. Hann krefst þess að verða hleypt aftur inn á samfélagsmiðilinn eftir að hafa verið bannaður þar í kjölfar árásarinnar á þinghúsið í Bandaríkjunum þann 6. janúar. 2. október 2021 16:30 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Sjá meira
Trump krefst þess að komast aftur á Twitter Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur höfðað mál gegn Twitter í Texas. Hann krefst þess að verða hleypt aftur inn á samfélagsmiðilinn eftir að hafa verið bannaður þar í kjölfar árásarinnar á þinghúsið í Bandaríkjunum þann 6. janúar. 2. október 2021 16:30