Segja öryggismyndavélar sýna fólk ganga inn og út úr salnum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 20. október 2021 10:28 Þessar myndir af óinnsigluðum atkvæðum í talningarsalnum birtust á Instagram. Instagram Kjarninn hefur greint frá því að á öryggismyndavélum við tvo innganga í sal þar sem óinnsigluð kjörgögn voru geymd í Norðuvesturkjördæmi sjáist fólk ganga inn og út á þeim tíma sem yfirkjörstjórn var heima á milli talningar og endurtalningar. Ingi Tryggvason, formaður yfirkjörstjórnar kjördæmisins, sagðist á sínum tíma vera þess viss að enginn hefði farið inn í salinn á umræddum tíma; milli klukkan 7.30 og 11.46 sunnudagsmorguninn 26. september. Kjarninn segist enn fremur hafa heimildir fyrir því að starfsfólk hótels Borgarness, þar sem talninga atkvæða fór fram, hafi tekið myndir í salnum á milli klukkan 8 og 9. Vísir hefur fengið þetta staðfest hjá eigin heimildarmanni, sem segir lögreglu hafa ljósmyndir undir höndum sem voru teknar á milli klukkan 8 og 10 og sýna óinnsigluð kjörgögnin í salnum. Lokatölur úr Norðvesturkjördæmi voru gefnar út um kl. 7 og í kjölfarið héldu yfirkjörstjórnarmenn heim. Eftir ábendingu frá landskjörstjórn ákvað yfirkjörstjórn upp á sitt eindæmi að endurtelja atkvæðin en sú endurtalning leiddi til hrókeringa á jöfnunarþingmönnum sem urðu til þess að fimm frambjóðendur sem töldu að þeir hefðu verið kjörnir á þing duttu út og fimm aðrir urðu þingmenn þeirra í stað. Að minnsta tólf kærur hafa borist vegna þingkosninganna en undirbúningskjörbréfanefnd liggur nú yfir næstu skrefum í málinu. Umfjöllun Kjarnans. Fréttin hefur verið uppfærð. Alþingiskosningar 2021 Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Norðvesturkjördæmi Borgarbyggð Alþingi Tengdar fréttir Lögregla telur yfirkjörstjórn hafa brotið kosningalög Lögreglustjórinn á Vesturlandi hefur boðið allri yfirkjörstjórn Norðvesturkjördæmis að ljúka máli sem varðar framkvæmd atkvæðatalningar í kjördæminu með sekt. 20. október 2021 10:22 Kynntu sér aðstæður á talningarstað í Borgarnesi Formaður undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis segir nefndina enn vera að afla gagna og reiknar með að hún fundi stíft þessa vikuna. 19. október 2021 20:30 Undirbúningskjörbréfanefnd á vettvang talningar í Borgarnesi Undirbúningskjörbréfanefnd Alþingis fundar í dag á hótel Borgarnesi þar sem talning fór fram í Norðvesturkjördæmi í nýafstaðnum alþingiskosningum. Formaður nefndarinnar segir mikilvægt að nefndin vandi til verka þótt æskilegt væri að uppkosning færi fram sem fyrst ef niðurstaðan yrði að endurtaka þyrfti kosningarnar í kjördæminu. 19. október 2021 11:44 Tengdadóttir hótelstjóra eyddi myndum af óinnsigluðum atkvæðum Tengdadóttir hótelstjóra Hótel Borgarness, þar sem atkvæði í Norðvesturkjördæmi voru talin um helgina, birti mynd af kjörgögnum á Instagram þegar talningu var lokið og áður en endurtalning hófst. 28. september 2021 13:25 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Fleiri fréttir Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Sjá meira
Ingi Tryggvason, formaður yfirkjörstjórnar kjördæmisins, sagðist á sínum tíma vera þess viss að enginn hefði farið inn í salinn á umræddum tíma; milli klukkan 7.30 og 11.46 sunnudagsmorguninn 26. september. Kjarninn segist enn fremur hafa heimildir fyrir því að starfsfólk hótels Borgarness, þar sem talninga atkvæða fór fram, hafi tekið myndir í salnum á milli klukkan 8 og 9. Vísir hefur fengið þetta staðfest hjá eigin heimildarmanni, sem segir lögreglu hafa ljósmyndir undir höndum sem voru teknar á milli klukkan 8 og 10 og sýna óinnsigluð kjörgögnin í salnum. Lokatölur úr Norðvesturkjördæmi voru gefnar út um kl. 7 og í kjölfarið héldu yfirkjörstjórnarmenn heim. Eftir ábendingu frá landskjörstjórn ákvað yfirkjörstjórn upp á sitt eindæmi að endurtelja atkvæðin en sú endurtalning leiddi til hrókeringa á jöfnunarþingmönnum sem urðu til þess að fimm frambjóðendur sem töldu að þeir hefðu verið kjörnir á þing duttu út og fimm aðrir urðu þingmenn þeirra í stað. Að minnsta tólf kærur hafa borist vegna þingkosninganna en undirbúningskjörbréfanefnd liggur nú yfir næstu skrefum í málinu. Umfjöllun Kjarnans. Fréttin hefur verið uppfærð.
Alþingiskosningar 2021 Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Norðvesturkjördæmi Borgarbyggð Alþingi Tengdar fréttir Lögregla telur yfirkjörstjórn hafa brotið kosningalög Lögreglustjórinn á Vesturlandi hefur boðið allri yfirkjörstjórn Norðvesturkjördæmis að ljúka máli sem varðar framkvæmd atkvæðatalningar í kjördæminu með sekt. 20. október 2021 10:22 Kynntu sér aðstæður á talningarstað í Borgarnesi Formaður undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis segir nefndina enn vera að afla gagna og reiknar með að hún fundi stíft þessa vikuna. 19. október 2021 20:30 Undirbúningskjörbréfanefnd á vettvang talningar í Borgarnesi Undirbúningskjörbréfanefnd Alþingis fundar í dag á hótel Borgarnesi þar sem talning fór fram í Norðvesturkjördæmi í nýafstaðnum alþingiskosningum. Formaður nefndarinnar segir mikilvægt að nefndin vandi til verka þótt æskilegt væri að uppkosning færi fram sem fyrst ef niðurstaðan yrði að endurtaka þyrfti kosningarnar í kjördæminu. 19. október 2021 11:44 Tengdadóttir hótelstjóra eyddi myndum af óinnsigluðum atkvæðum Tengdadóttir hótelstjóra Hótel Borgarness, þar sem atkvæði í Norðvesturkjördæmi voru talin um helgina, birti mynd af kjörgögnum á Instagram þegar talningu var lokið og áður en endurtalning hófst. 28. september 2021 13:25 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Fleiri fréttir Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Sjá meira
Lögregla telur yfirkjörstjórn hafa brotið kosningalög Lögreglustjórinn á Vesturlandi hefur boðið allri yfirkjörstjórn Norðvesturkjördæmis að ljúka máli sem varðar framkvæmd atkvæðatalningar í kjördæminu með sekt. 20. október 2021 10:22
Kynntu sér aðstæður á talningarstað í Borgarnesi Formaður undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis segir nefndina enn vera að afla gagna og reiknar með að hún fundi stíft þessa vikuna. 19. október 2021 20:30
Undirbúningskjörbréfanefnd á vettvang talningar í Borgarnesi Undirbúningskjörbréfanefnd Alþingis fundar í dag á hótel Borgarnesi þar sem talning fór fram í Norðvesturkjördæmi í nýafstaðnum alþingiskosningum. Formaður nefndarinnar segir mikilvægt að nefndin vandi til verka þótt æskilegt væri að uppkosning færi fram sem fyrst ef niðurstaðan yrði að endurtaka þyrfti kosningarnar í kjördæminu. 19. október 2021 11:44
Tengdadóttir hótelstjóra eyddi myndum af óinnsigluðum atkvæðum Tengdadóttir hótelstjóra Hótel Borgarness, þar sem atkvæði í Norðvesturkjördæmi voru talin um helgina, birti mynd af kjörgögnum á Instagram þegar talningu var lokið og áður en endurtalning hófst. 28. september 2021 13:25