Simeone hunsaði Klopp eftir leik og strunsaði í burtu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. október 2021 09:31 Diego Simeone fagnar hér jöfnunarmarki Antoine Griezmann fyrir Atletico Madrid í gærkvöldi en Liverpool átti síðasta orðið og tryggði sér sigur í seinni hálfleik. Getty/David Ramos Peter Crouch og Joleon Lescott voru meðal þeirra sem gagnrýndu Diego Simeone fyrir framkomu sínu gagnvart Jürgen Klopp eftir tap Atletico Madrid á móti Liverpool í Meistaradeildinni í gær. Liverpool vann leikinn 3-2 þar sem sigurmarkið kom úr vítaspyrnu eftir að Atletico hafði misst mann af velli með rautt spjald. Það sauð á Simeone sem neitaði að taka í höndina á Klopp eftir leikinn. Simeone left without shaking Klopp s hand and Klopp was NOT happy. They play at Anfield on November 3 (via @btsportfootball) pic.twitter.com/bICVC9AokQ— B/R Football (@brfootball) October 19, 2021 Þjálfari Atletico varð alveg brjálaður eftir að dómari leiksins hætti við að dæma víti í stöðunni 3-2, eftir að hafa skorað atvikið aftur í Varsjánni. Mohamed Salah hafði stuttu áður komið Liverpool yfir í leiknum úr vítaspyrnu og þá hafði Antoine Griezmann fengið beint rautt spjald fyrir hættuspark. Simeone hunsaði Klopp eftir leikinn og strunsaði í burtu í stað þess að taka í höndina á Þjóðverjanum eins og venjan er. Klopp var augljóslega mjög ósáttur með framkomu Argentínumannsins. Diego Simeone didn't mean to offend Jurgen Klopp by not shaking his hand pic.twitter.com/7JPlXh6EX2— Goal (@goal) October 20, 2021 „Við getum ekki annað en borðið virðingu fyrir honum sem knattspyrnustjóra og hvernig honum tókst að espa bæði áhorfendur og leikmenn sína upp á meðan leiknum stóð. En að taka ekki í höndina eftir leik. Hann brást þarna sjálfum sér,“ sagði Peter Crouch á BT Sport eftir leikinn. Kollegi hans Joleon Lescott gekk enn lengra í gagnrýni sinni. „Mér finnst þetta smásálarlegt. Hann virtist ekki láta orð Klopp frá því um árið hafa mikil áhrif á sig ef marka má blaðamannafundinn fyrir leik en að taka í höndina á honum í kvöld sýnir hugleysi hjá honum að mínu mati,“ sagði Joleon Lescott. Diego Simeone kom með þá afsökun eftir leikinn að hann taki aldrei í höndina á mönnum eftir leiki af því að hann sé ekki hrifinn af því. Hann sagði að það sé ekki heilsusamlegt, hvorki fyrir þann sem vinnur eða þann sem tapar. Hann lofaði samt að taka í höndina á Klopp næst. Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Enski boltinn Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ Handbolti Þurfti að fljúga heim í keppnisbúningnum Sport Fleiri fréttir Betlaði einu sinni mat á götunni en er nú hetja Barcelona Haaland fær tíu milljarða hjálp Mörkin úr Meistaradeildinni í gærkvöldi: Sjáðu hrunið hjá Man. City Íslendingarnir orðnir fjórir hjá Kristianstad Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Sér eftir því sem hann sagði Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Sjá meira
Liverpool vann leikinn 3-2 þar sem sigurmarkið kom úr vítaspyrnu eftir að Atletico hafði misst mann af velli með rautt spjald. Það sauð á Simeone sem neitaði að taka í höndina á Klopp eftir leikinn. Simeone left without shaking Klopp s hand and Klopp was NOT happy. They play at Anfield on November 3 (via @btsportfootball) pic.twitter.com/bICVC9AokQ— B/R Football (@brfootball) October 19, 2021 Þjálfari Atletico varð alveg brjálaður eftir að dómari leiksins hætti við að dæma víti í stöðunni 3-2, eftir að hafa skorað atvikið aftur í Varsjánni. Mohamed Salah hafði stuttu áður komið Liverpool yfir í leiknum úr vítaspyrnu og þá hafði Antoine Griezmann fengið beint rautt spjald fyrir hættuspark. Simeone hunsaði Klopp eftir leikinn og strunsaði í burtu í stað þess að taka í höndina á Þjóðverjanum eins og venjan er. Klopp var augljóslega mjög ósáttur með framkomu Argentínumannsins. Diego Simeone didn't mean to offend Jurgen Klopp by not shaking his hand pic.twitter.com/7JPlXh6EX2— Goal (@goal) October 20, 2021 „Við getum ekki annað en borðið virðingu fyrir honum sem knattspyrnustjóra og hvernig honum tókst að espa bæði áhorfendur og leikmenn sína upp á meðan leiknum stóð. En að taka ekki í höndina eftir leik. Hann brást þarna sjálfum sér,“ sagði Peter Crouch á BT Sport eftir leikinn. Kollegi hans Joleon Lescott gekk enn lengra í gagnrýni sinni. „Mér finnst þetta smásálarlegt. Hann virtist ekki láta orð Klopp frá því um árið hafa mikil áhrif á sig ef marka má blaðamannafundinn fyrir leik en að taka í höndina á honum í kvöld sýnir hugleysi hjá honum að mínu mati,“ sagði Joleon Lescott. Diego Simeone kom með þá afsökun eftir leikinn að hann taki aldrei í höndina á mönnum eftir leiki af því að hann sé ekki hrifinn af því. Hann sagði að það sé ekki heilsusamlegt, hvorki fyrir þann sem vinnur eða þann sem tapar. Hann lofaði samt að taka í höndina á Klopp næst.
Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Enski boltinn Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ Handbolti Þurfti að fljúga heim í keppnisbúningnum Sport Fleiri fréttir Betlaði einu sinni mat á götunni en er nú hetja Barcelona Haaland fær tíu milljarða hjálp Mörkin úr Meistaradeildinni í gærkvöldi: Sjáðu hrunið hjá Man. City Íslendingarnir orðnir fjórir hjá Kristianstad Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Sér eftir því sem hann sagði Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Sjá meira