Hoppaði upp á gamlan liðsfélaga í stríðni en fékk rauða spjaldið að launum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. október 2021 10:30 Luiz Felipe hoppar upp á axlir Joaquin Correa eftir að lokaflautið gall. Hann hefði betur sleppt því. Getty/Matteo Ciambelli Leikurinn er ekki búinn fyrr en það er flautað af en þá er samt ennþá tími til að fá rauða spjaldið. Því kynntist Lazio maðurinn Luiz Felipe á eigin skinni í Seríu A deildinni í fótbolta um helgina. Brasilíski miðvörðurinn fékk þá rauða spjaldið eftir lokaflautið í sigurleik Lazio á móti Internazionale. Það var engin ástæða til að skapa vandræði enda hans lið nýbúinn að landa flottum sigri en stundum taka menn upp á ótrúlegustu hlutum eins og sást í þessu tilfelli. Lazio s Luiz Felipe jumped on his friend and former team-mate Joaquin Correa after Lazio beat Inter 3-1 yesterday.It started a brawl, Felipe was shown a red card, and left the field in tears. pic.twitter.com/XvXKXgnhhr— B/R Football (@brfootball) October 17, 2021 Fyrir aðeins nokkrum mánuðum voru þeir Luiz Felipe og Joaquín Correa liðsfélagar hjá Lazio og að auki góðir vinir. Í ágúst fór Correa á láni til Inter. Það gekk vel hjá Correa og félögum í byrjun því þeir komust 1-0 yfir. Lazio tryggði sér hins vegar sigurinn með þremur mörkum frá þeim Ciro Immobile, Felipe Anderson og Sergej Milinkovic-Savic. Eftir að leiknum lauk þá ætlaði Luiz Felipe greinilega að stríða aðeins gamla liðsfélaganum með því að hoppa upp á axlir hans eins og að þær væru enn samherjar. Correa tók þessu illa og dómarinn enn verr því hann sýndi Luiz Felipe rauða spjaldið. Luiz Felipe reyndi að útskýra hegðun sína eftir leikinn. Joaquin Correa left Lazio to join Inter Milan on loan in the summer.Inter lost 3-1 to Lazio on Saturday and this is how his former teammate Luiz Felipe celebrated.It got him sent off pic.twitter.com/yxYi8q2vzF— ESPN FC (@ESPNFC) October 17, 2021 „Í lok leiksins þá hoppaði ég upp á axlir Tucu því hann er einn af bestu vinunum sem fótboltinn hefur gefið mér. Fjölskyldur okkar eru vinir og við höfum alltaf verið mjög nánir. Ég vildi faðma hann og grínast með úrslitin eins og vinskapur okkar leyfði. Ég varð bara of æstur,“ skrifaði Luiz Felipe á Instagram. „Eftir á að hyggja var þetta hvorki besti tíminn né rétti staðurinn til slíks. Ég vil biðja alla afsökunar sem ég móðgaði með þessu háttalagi mínu en ég ætlaði aldrei að sína neinum vanvirðingu, ekki honum, ekki öðrum leikmönnum, ekki Internazionale og ekki þeirra ástríðufullu stuðningsmönnum. Þetta var saklaust grín hjá manni sem þykir mjög vænt um Tucu,“ skrifaði Luiz Felipe. Ítalski boltinn Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti McTominay hetja Napoli Fótbolti Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Fótbolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Sjá meira
Brasilíski miðvörðurinn fékk þá rauða spjaldið eftir lokaflautið í sigurleik Lazio á móti Internazionale. Það var engin ástæða til að skapa vandræði enda hans lið nýbúinn að landa flottum sigri en stundum taka menn upp á ótrúlegustu hlutum eins og sást í þessu tilfelli. Lazio s Luiz Felipe jumped on his friend and former team-mate Joaquin Correa after Lazio beat Inter 3-1 yesterday.It started a brawl, Felipe was shown a red card, and left the field in tears. pic.twitter.com/XvXKXgnhhr— B/R Football (@brfootball) October 17, 2021 Fyrir aðeins nokkrum mánuðum voru þeir Luiz Felipe og Joaquín Correa liðsfélagar hjá Lazio og að auki góðir vinir. Í ágúst fór Correa á láni til Inter. Það gekk vel hjá Correa og félögum í byrjun því þeir komust 1-0 yfir. Lazio tryggði sér hins vegar sigurinn með þremur mörkum frá þeim Ciro Immobile, Felipe Anderson og Sergej Milinkovic-Savic. Eftir að leiknum lauk þá ætlaði Luiz Felipe greinilega að stríða aðeins gamla liðsfélaganum með því að hoppa upp á axlir hans eins og að þær væru enn samherjar. Correa tók þessu illa og dómarinn enn verr því hann sýndi Luiz Felipe rauða spjaldið. Luiz Felipe reyndi að útskýra hegðun sína eftir leikinn. Joaquin Correa left Lazio to join Inter Milan on loan in the summer.Inter lost 3-1 to Lazio on Saturday and this is how his former teammate Luiz Felipe celebrated.It got him sent off pic.twitter.com/yxYi8q2vzF— ESPN FC (@ESPNFC) October 17, 2021 „Í lok leiksins þá hoppaði ég upp á axlir Tucu því hann er einn af bestu vinunum sem fótboltinn hefur gefið mér. Fjölskyldur okkar eru vinir og við höfum alltaf verið mjög nánir. Ég vildi faðma hann og grínast með úrslitin eins og vinskapur okkar leyfði. Ég varð bara of æstur,“ skrifaði Luiz Felipe á Instagram. „Eftir á að hyggja var þetta hvorki besti tíminn né rétti staðurinn til slíks. Ég vil biðja alla afsökunar sem ég móðgaði með þessu háttalagi mínu en ég ætlaði aldrei að sína neinum vanvirðingu, ekki honum, ekki öðrum leikmönnum, ekki Internazionale og ekki þeirra ástríðufullu stuðningsmönnum. Þetta var saklaust grín hjá manni sem þykir mjög vænt um Tucu,“ skrifaði Luiz Felipe.
Ítalski boltinn Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti McTominay hetja Napoli Fótbolti Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Fótbolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Sjá meira