Jóhannes Karl: Við mætum grjótharðir til leiks á næsta ári 16. október 2021 17:44 Þrátt fyrir svekkelsið var Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA, stoltur af sínum mönnum. Vísir/Hulda Margrét Skagamenn töpuðu úrslitaleik Mjólkurbikarsins í dag í leik sem endaði með 0-3 sigri Víkinga á Laugardalsvelli. Jóhannes Karl, þjálfari ÍA, var mjög svekktur í leikslok en þó stoltur af sínum mönnum. „Já algjörlega svekktir en við vissum að við værum að mæta gríðarlega öflugu Víkingsliði og með rosalega reynslumikla menn þarna innanborðs og mikil gæði líka. Það sem ég er svekktastur yfir er að þeir hafi komist í forystu, ágætlega gert hjá þeim en við hefðum getað varist því mikið betur. Svo þetta 2-0 mark rétt fyrir hálfleik ekki drepur okkur en gerir þetta mjög erfitt. Samt að því sögðu fannst mér við fá besta færið í fyrri hálfleik þegar Gísli Laxdal snemma í leiknum fær gott skallafæri og því miður setti hann boltann framhjá. Auðvitað hefði það breytt öllu fyrir okkur að við hefðum náð forystunni en ekki Víkingar því þeir eru besta lið í landinu að verja forystu að mínu mati,“ sagði Jóhannes Karl. Líkt og Jóhannes Karl sagði þá skoruðu Víkingar sitt annað mark rétt fyrir lok fyrri hálfleiks. Jóhannes sagði að það hafi ekki þurft mikið að peppa sína menn inni í hálfleiknum því þeir voru alveg klárir á því sjálfir hvað þyrfti að gera. „Menn voru alveg klárir inn í seinni hálfleikinn og það þurfti ekkert mikið að peppa þá því þeir sáu um það sjálfir líka. Auðvitað karakter í þessum hóp og við ætluðum okkur að ná 2-1 markinu og fengum færi til þess. Enn og aftur Gísli Laxdal og Steinar komst líka í ágætis stöðu svo við hefðum alveg getað náð marki sem hefði gert þetta mjög spennandi í svona úrslitaleik. Því miður þá náðum við ekki að skora og auðvitað þarf líka að hæla Víkingunum fyrir þeirra varnarvinnu, Ingvar frábær í markinu, Kári, Sölvi og Halldór Smári geggjaðir í vörninni en samt sem áður þá náðum við að skapa okkur færi til þess að skapa okkur aðeins meira. Svekktur, en samt stoltur af mínum mönnum,“ sagði Jóhannes Karl. Skagamenn vildu fá tvær vítaspyrnur í fyrri hálfleik, annars vegar fyrir hendi á Sölva Geir og hins vegar þegar Hákon Ingi Jónsson féll í teig Víkinga. Jóhannes er sannfærður um að boltinn hafi farið í hönd Sölva Geirs en segir það dómarans að meta hvort um víti sé að ræða. „Boltinn fer náttúrulega klárlega í höndina á Sölva en dómarinn þarf að meta það hvort það sé rétt að dæma víti eða ekki. Við erum hérna lengst frá þessu og ég hef ekki séð endursýninguna en boltinn fór klárlega í höndina á honum og ef hann er á leiðinni á markið ætti þetta bara að vera víti. Ég get ekki séð hvort það er brotið á Hákoni eða hvað en auðvitað hefði þetta munað okkur eins og ég sagði áðan að fá víti eða ef hlutirnir hefðu dottið með okkur. Þetta féll ekki með okkur í dag en við reyndum og gáfumst ekki upp og ég er stoltur af því líka að mínir leikmenn gefist ekki upp. Það er enginn sáttur við að tapa bikarúrslitaleik, ekki misskilja mig, ég er mjög ósáttur og við ætlum ekkert að sætta okkur við einhverja tapleiki. Við viljum vinna fleiri leiki heldur en færri en á sama tíma er ég stoltur af þessum strákum með hvað þeir lögðu á sig og líka bara gæðin sem þeir sýndu á köflum,“ sagði Jóhannes Karl um vítaspyrnurnar. Skagamenn unnu síðustu fjóra leikina á tímabilinu áður en komið var að þessum úrslitaleik í dag. Það er klárlega eitthvað til að byggja á segir Jóhannes Karl. „Við höfum helling sem við getum lært af þessu tímabili. Þetta mótlæti sem við vorum í hvernig hlutirnir féllu ekki með okkur fyrri hluta móts og það er mjög dýrmætur tími að fara í gegnum svona mikið mótlæti og komast í gegnum það og tryggja veru okkar áfram í efstu deild því auðvitað viljum við vera þar. Við förum inn í veturinn með það að leiðarljósi að bæta okkur og nýta þessa dýrmætu reynslu í það að átta okkur á því að við getum, þegar við stöndum saman bæði áhorfendur, leikmenn og aðrir, þegar samstaðan og stuðningurinn er góður þá getum við náð árangri. Samhliða því ætlum við að reyna að þróa okkar fótbolta og koma betur spilandi inn í næsta tímabil, öflugri karakterar og reynslunni ríkari. Við mætum grjótharðir til leiks á næsta ári,“ sagði Jóhannes Karl að lokum. Fótbolti ÍA Mjólkurbikarinn Tengdar fréttir Umfjöllun: ÍA - Víkingur 0-3| Víkingur Íslands- og bikarmeistari 2021 Víkingur Reykjavík varð bikarmeistari í þriðja skiptið í sögu félagsins. Víkingur lagði ÍA 3-0 og endaði magnað keppnistímabil 2021 sem Íslands- og bikarmeistari. 16. október 2021 17:31 Mest lesið Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Gary sem stal jólunum Enski boltinn Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta Sport Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Telur daga McGregor í UFC talda Sport „Ég var að skjóta“ Enski boltinn Komnir með upp í kok: „Seldu liðið“ Sport Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Fleiri fréttir Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Sjá meira
„Já algjörlega svekktir en við vissum að við værum að mæta gríðarlega öflugu Víkingsliði og með rosalega reynslumikla menn þarna innanborðs og mikil gæði líka. Það sem ég er svekktastur yfir er að þeir hafi komist í forystu, ágætlega gert hjá þeim en við hefðum getað varist því mikið betur. Svo þetta 2-0 mark rétt fyrir hálfleik ekki drepur okkur en gerir þetta mjög erfitt. Samt að því sögðu fannst mér við fá besta færið í fyrri hálfleik þegar Gísli Laxdal snemma í leiknum fær gott skallafæri og því miður setti hann boltann framhjá. Auðvitað hefði það breytt öllu fyrir okkur að við hefðum náð forystunni en ekki Víkingar því þeir eru besta lið í landinu að verja forystu að mínu mati,“ sagði Jóhannes Karl. Líkt og Jóhannes Karl sagði þá skoruðu Víkingar sitt annað mark rétt fyrir lok fyrri hálfleiks. Jóhannes sagði að það hafi ekki þurft mikið að peppa sína menn inni í hálfleiknum því þeir voru alveg klárir á því sjálfir hvað þyrfti að gera. „Menn voru alveg klárir inn í seinni hálfleikinn og það þurfti ekkert mikið að peppa þá því þeir sáu um það sjálfir líka. Auðvitað karakter í þessum hóp og við ætluðum okkur að ná 2-1 markinu og fengum færi til þess. Enn og aftur Gísli Laxdal og Steinar komst líka í ágætis stöðu svo við hefðum alveg getað náð marki sem hefði gert þetta mjög spennandi í svona úrslitaleik. Því miður þá náðum við ekki að skora og auðvitað þarf líka að hæla Víkingunum fyrir þeirra varnarvinnu, Ingvar frábær í markinu, Kári, Sölvi og Halldór Smári geggjaðir í vörninni en samt sem áður þá náðum við að skapa okkur færi til þess að skapa okkur aðeins meira. Svekktur, en samt stoltur af mínum mönnum,“ sagði Jóhannes Karl. Skagamenn vildu fá tvær vítaspyrnur í fyrri hálfleik, annars vegar fyrir hendi á Sölva Geir og hins vegar þegar Hákon Ingi Jónsson féll í teig Víkinga. Jóhannes er sannfærður um að boltinn hafi farið í hönd Sölva Geirs en segir það dómarans að meta hvort um víti sé að ræða. „Boltinn fer náttúrulega klárlega í höndina á Sölva en dómarinn þarf að meta það hvort það sé rétt að dæma víti eða ekki. Við erum hérna lengst frá þessu og ég hef ekki séð endursýninguna en boltinn fór klárlega í höndina á honum og ef hann er á leiðinni á markið ætti þetta bara að vera víti. Ég get ekki séð hvort það er brotið á Hákoni eða hvað en auðvitað hefði þetta munað okkur eins og ég sagði áðan að fá víti eða ef hlutirnir hefðu dottið með okkur. Þetta féll ekki með okkur í dag en við reyndum og gáfumst ekki upp og ég er stoltur af því líka að mínir leikmenn gefist ekki upp. Það er enginn sáttur við að tapa bikarúrslitaleik, ekki misskilja mig, ég er mjög ósáttur og við ætlum ekkert að sætta okkur við einhverja tapleiki. Við viljum vinna fleiri leiki heldur en færri en á sama tíma er ég stoltur af þessum strákum með hvað þeir lögðu á sig og líka bara gæðin sem þeir sýndu á köflum,“ sagði Jóhannes Karl um vítaspyrnurnar. Skagamenn unnu síðustu fjóra leikina á tímabilinu áður en komið var að þessum úrslitaleik í dag. Það er klárlega eitthvað til að byggja á segir Jóhannes Karl. „Við höfum helling sem við getum lært af þessu tímabili. Þetta mótlæti sem við vorum í hvernig hlutirnir féllu ekki með okkur fyrri hluta móts og það er mjög dýrmætur tími að fara í gegnum svona mikið mótlæti og komast í gegnum það og tryggja veru okkar áfram í efstu deild því auðvitað viljum við vera þar. Við förum inn í veturinn með það að leiðarljósi að bæta okkur og nýta þessa dýrmætu reynslu í það að átta okkur á því að við getum, þegar við stöndum saman bæði áhorfendur, leikmenn og aðrir, þegar samstaðan og stuðningurinn er góður þá getum við náð árangri. Samhliða því ætlum við að reyna að þróa okkar fótbolta og koma betur spilandi inn í næsta tímabil, öflugri karakterar og reynslunni ríkari. Við mætum grjótharðir til leiks á næsta ári,“ sagði Jóhannes Karl að lokum.
Fótbolti ÍA Mjólkurbikarinn Tengdar fréttir Umfjöllun: ÍA - Víkingur 0-3| Víkingur Íslands- og bikarmeistari 2021 Víkingur Reykjavík varð bikarmeistari í þriðja skiptið í sögu félagsins. Víkingur lagði ÍA 3-0 og endaði magnað keppnistímabil 2021 sem Íslands- og bikarmeistari. 16. október 2021 17:31 Mest lesið Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Gary sem stal jólunum Enski boltinn Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta Sport Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Telur daga McGregor í UFC talda Sport „Ég var að skjóta“ Enski boltinn Komnir með upp í kok: „Seldu liðið“ Sport Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Fleiri fréttir Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Sjá meira
Umfjöllun: ÍA - Víkingur 0-3| Víkingur Íslands- og bikarmeistari 2021 Víkingur Reykjavík varð bikarmeistari í þriðja skiptið í sögu félagsins. Víkingur lagði ÍA 3-0 og endaði magnað keppnistímabil 2021 sem Íslands- og bikarmeistari. 16. október 2021 17:31