Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Stjarnan 80-65 | Keflvíkingar unnu fyrsta heimaleikinn sinn Atli Arason skrifar 15. október 2021 23:16 Dominykas Milka, leikmaður Keflavíkur vísir/Bára Dröfn Keflavík vann í kvöld 15 stiga sigur á heimavelli gegn Stjörnunni í Subway-deild karla, 80-65. Leikurinn fór rólega af stað og var jafn framan af. En um miðjan fyrsta leikhluta þá tók Stjarnan leikinn yfir á meðan Keflvíkingar voru í miklu veseni með tapaða bolta. Hopkins og Gabrovsek komu gestunum tvisvar í fjögurra stiga forskot sem var mesti munurinn á milli liðanna í fyrsta fjórðung. Keflvíkingar náðu þó að jafna áður en að Hilmar Smári, leikmaður Stjörnunnar, setti niður loka körfu leikhlutans og gestirnir úr Garðabænum unnu fyrsta leikhluta 14-16. Heimamenn voru með níu tapaða bolta og núll af fjórum fyrir utan þriggja stiga línuna í fyrsta fjórðung. Annar leikhluti fór af stað með svipuðum hátt og sá fyrsti endaði, Stjarnan var áfram skrefi á undan í stigaskorun. Gestirnir komst mest í sjö stiga forskot, 20-27, þegar Robert Turner setur niður tvö vítaskot á 5. mínútu annars leikhluta. Þá fóru heimamenn fyrst í gang og tókst þá að draga úr töpuðum boltum hjá sér og fyrsta heppnaða þriggja stiga tilraun Keflvíkinga kom á 17. mínútu leiksins þegar Arnór Sveinsson kastar boltanum ofan í til að jafna leikinn í 29-29. Arnór setur svo aftur næstu körfu leiksins til að koma Keflavík í forystu, 31-29, forystu sem þeir gáfu svo aldrei eftir. Heimamenn kláruðu leikhlutan með 6-4 kafla og unnu því annan leikhluta 23-17 og liðin gengu til búningsherbergja í stöðunni 37-33. Heimamenn héldu uppteknum hætti í þriðja leikhluta og náðu níu stiga forskoti þegar leikhlutinn var rétt tæplega hálfnaður í stöðunni 51-42, með þriggja stiga körfu frá Val Orra, en þriggja stiga nýting Keflvíkinga var töluvert betri í síðari hálfleik en í þeim fyrri. Heimamenn gengu á lagið og náðu mest 11 stiga forskoti í leikhlutanum þegar tæp mínúta var eftir og aftur var það Valur Orri sem setur boltann ofan í en í þetta sinn með sniðskoti. Stjörnumönnum gekk illa að klóra í bakkann í síðasta leikhlutanum, þeir komust næst Keflvíkingum þegar þeir minnkuðu muninn í sex stig, 65-59, þegar David Gabrovsek setti niður eitt af tveimur vítaskotum sínum þegar rúmlega 3 mínútur voru búnar af leikhlutanum en Gabrovsek var að spila sinn fyrsta leik fyrir Stjörnuna í kvöld. Léleg skotnýting varð þó gestunum að falli það sem eftir lifði leiks þar sem Stjarnan hitti einungis úr 3 af 17 skotum sínum utan af velli á meðan Keflvíkingum gekk betur að nýta sín tækifæri. Fór svo að lokum að Keflvíkingar unnu 15 stiga sigur á Stjörnunni, 80-65. Afhverju vann Keflavík? Það er í raun sérstakt að Keflavík hafi unnið þennan leik þar sem liðið hefur oft spilað betur. Liðið var alls með 21 tapaðan bolta í leiknum en skotnýtingin var betri en hjá gestunum úr Garðabæ og Keflavík tók einnig 20 fráköst meira en Stjarnan, 49-29. Hverjir stóðu upp úr? David Okeke var besti maður vallarins í þessum leik með 24 stig og 11 fráköst. Í slöku liði Stjörnunnar stóð Hlynur Bæringsson upp úr með 10 stig og 9 fráköst. Hvað gekk illa? Hörður Axel Vilhjálmsson hefur átt betri leiki. Hörður endaði með 0 stig úr 6 tilraunum og 8 tapaða bolta. Þrátt fyrir það var Keflavík 20 stigum yfir þær 33 mínútur sem Hörður spilaði. Hvað gerist næst? Keflavík fer næst í heimsókn til ÍR í Breiðholtinu á meðan Stjarnan þarf að taka á móti Íslandsmeisturum Þórs frá Þorlákshöfn. „Þetta var hrikalegur körfuboltaleikur“ Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur.Vísir/Hulda Margrét Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur, var ánægður að sleppa með sigur í þessum leik sem hann taldi vera hrikalegan körfuboltaleik. „Við eigum langt í land, við eigum heillangt í land og mun meira en ég hélt en sigur er sigur og það er það sem við tökum úr þessum leik í dag,“ sagði Hjalti Þór í viðtali við Vísi eftir leik áður en hann bætti svo við, „þetta var hrikalegur körfuboltaleikur, Hörður er með 8 tapaða bolta og við erum alls með 21 tapaðan bolta þar sem við erum að henda honum hingað og þangað. Við þurfum að tvinna okkur saman á allan hátt, bæði í vörn og sókn. Mér fannst vörnin skárri í seinni hálfleik. Fyrstu 15 mínúturnar í þessum leik vorum við glataðir í bæði sókn og vörn.“ „Ég er þó ánægður með sigurinn. Við vissum að við áttum töluvert langt í land og þetta er fyrsta þrepið af mörgum sem við þurfum að taka í vetur.“ Næsti leikur Keflavíkur er gegn ÍR á útivelli og Hjalti segir að liðið þurfi að bæta sig töluvert fyrir þann leik. „Við þurfum að bæta allt saman. Við gerðum betur í að tvinna Milka og David [Okeke] saman í dag. Til dæmis á móti Vestra þá voru þeir bara fyrir hvorum öðrum. Þetta var aðeins skárra í dag. Mér fannst Jaka [Brodnik] ekki vera í flæðinu og CJ [Burks] eins í fyrri hálfleik en við þurfum bara að læra betur inn á hvern annan,“ svaraði Hjalti Þór Vilhjálmsson, aðspurður að því hvað Keflavík þyrfti að bæta í sínum leik. Arnar: „Við hittum ekki rassgat“ Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar.Vísir/Bára Dröfn Arnar Guðjónsson var pirraður og svekktur með slakan leik Stjörnunnar í kvöld. „Við vorum bara ekkert sérstaklega góðir og ekkert vissir í því sem við vorum að gera. Keflvíkingar voru betri en við í dag og þess vegna töpum við,“ sagði Arnar í viðtali við Stöð 2 Sport eftir leik. Arnar telur að slæm fráköst og léleg skotnýting hafi orðið liðinu að falli í þessum leik. „Við vorum lélegir heilt yfir, fráköstin voru léleg hjá okkur. Varnarleikurinn var allt í lagi en við spiluðum hægt og hittum illa. Þetta var ekki nógu gott.“ „Við hittum ekki rassgat, þegar þú hittir ekki ofan í þá er þetta helvíti lélegt og við fráköstum illa. Þetta eru þættirnir sem vantaði,“ svaraði pirraður Arnar Guðjónsson, aðspurður af því hvað honum fannst vanta upp á leik Stjörnunnar í kvöld. Subway-deild karla Keflavík ÍF Stjarnan
Keflavík vann í kvöld 15 stiga sigur á heimavelli gegn Stjörnunni í Subway-deild karla, 80-65. Leikurinn fór rólega af stað og var jafn framan af. En um miðjan fyrsta leikhluta þá tók Stjarnan leikinn yfir á meðan Keflvíkingar voru í miklu veseni með tapaða bolta. Hopkins og Gabrovsek komu gestunum tvisvar í fjögurra stiga forskot sem var mesti munurinn á milli liðanna í fyrsta fjórðung. Keflvíkingar náðu þó að jafna áður en að Hilmar Smári, leikmaður Stjörnunnar, setti niður loka körfu leikhlutans og gestirnir úr Garðabænum unnu fyrsta leikhluta 14-16. Heimamenn voru með níu tapaða bolta og núll af fjórum fyrir utan þriggja stiga línuna í fyrsta fjórðung. Annar leikhluti fór af stað með svipuðum hátt og sá fyrsti endaði, Stjarnan var áfram skrefi á undan í stigaskorun. Gestirnir komst mest í sjö stiga forskot, 20-27, þegar Robert Turner setur niður tvö vítaskot á 5. mínútu annars leikhluta. Þá fóru heimamenn fyrst í gang og tókst þá að draga úr töpuðum boltum hjá sér og fyrsta heppnaða þriggja stiga tilraun Keflvíkinga kom á 17. mínútu leiksins þegar Arnór Sveinsson kastar boltanum ofan í til að jafna leikinn í 29-29. Arnór setur svo aftur næstu körfu leiksins til að koma Keflavík í forystu, 31-29, forystu sem þeir gáfu svo aldrei eftir. Heimamenn kláruðu leikhlutan með 6-4 kafla og unnu því annan leikhluta 23-17 og liðin gengu til búningsherbergja í stöðunni 37-33. Heimamenn héldu uppteknum hætti í þriðja leikhluta og náðu níu stiga forskoti þegar leikhlutinn var rétt tæplega hálfnaður í stöðunni 51-42, með þriggja stiga körfu frá Val Orra, en þriggja stiga nýting Keflvíkinga var töluvert betri í síðari hálfleik en í þeim fyrri. Heimamenn gengu á lagið og náðu mest 11 stiga forskoti í leikhlutanum þegar tæp mínúta var eftir og aftur var það Valur Orri sem setur boltann ofan í en í þetta sinn með sniðskoti. Stjörnumönnum gekk illa að klóra í bakkann í síðasta leikhlutanum, þeir komust næst Keflvíkingum þegar þeir minnkuðu muninn í sex stig, 65-59, þegar David Gabrovsek setti niður eitt af tveimur vítaskotum sínum þegar rúmlega 3 mínútur voru búnar af leikhlutanum en Gabrovsek var að spila sinn fyrsta leik fyrir Stjörnuna í kvöld. Léleg skotnýting varð þó gestunum að falli það sem eftir lifði leiks þar sem Stjarnan hitti einungis úr 3 af 17 skotum sínum utan af velli á meðan Keflvíkingum gekk betur að nýta sín tækifæri. Fór svo að lokum að Keflvíkingar unnu 15 stiga sigur á Stjörnunni, 80-65. Afhverju vann Keflavík? Það er í raun sérstakt að Keflavík hafi unnið þennan leik þar sem liðið hefur oft spilað betur. Liðið var alls með 21 tapaðan bolta í leiknum en skotnýtingin var betri en hjá gestunum úr Garðabæ og Keflavík tók einnig 20 fráköst meira en Stjarnan, 49-29. Hverjir stóðu upp úr? David Okeke var besti maður vallarins í þessum leik með 24 stig og 11 fráköst. Í slöku liði Stjörnunnar stóð Hlynur Bæringsson upp úr með 10 stig og 9 fráköst. Hvað gekk illa? Hörður Axel Vilhjálmsson hefur átt betri leiki. Hörður endaði með 0 stig úr 6 tilraunum og 8 tapaða bolta. Þrátt fyrir það var Keflavík 20 stigum yfir þær 33 mínútur sem Hörður spilaði. Hvað gerist næst? Keflavík fer næst í heimsókn til ÍR í Breiðholtinu á meðan Stjarnan þarf að taka á móti Íslandsmeisturum Þórs frá Þorlákshöfn. „Þetta var hrikalegur körfuboltaleikur“ Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur.Vísir/Hulda Margrét Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur, var ánægður að sleppa með sigur í þessum leik sem hann taldi vera hrikalegan körfuboltaleik. „Við eigum langt í land, við eigum heillangt í land og mun meira en ég hélt en sigur er sigur og það er það sem við tökum úr þessum leik í dag,“ sagði Hjalti Þór í viðtali við Vísi eftir leik áður en hann bætti svo við, „þetta var hrikalegur körfuboltaleikur, Hörður er með 8 tapaða bolta og við erum alls með 21 tapaðan bolta þar sem við erum að henda honum hingað og þangað. Við þurfum að tvinna okkur saman á allan hátt, bæði í vörn og sókn. Mér fannst vörnin skárri í seinni hálfleik. Fyrstu 15 mínúturnar í þessum leik vorum við glataðir í bæði sókn og vörn.“ „Ég er þó ánægður með sigurinn. Við vissum að við áttum töluvert langt í land og þetta er fyrsta þrepið af mörgum sem við þurfum að taka í vetur.“ Næsti leikur Keflavíkur er gegn ÍR á útivelli og Hjalti segir að liðið þurfi að bæta sig töluvert fyrir þann leik. „Við þurfum að bæta allt saman. Við gerðum betur í að tvinna Milka og David [Okeke] saman í dag. Til dæmis á móti Vestra þá voru þeir bara fyrir hvorum öðrum. Þetta var aðeins skárra í dag. Mér fannst Jaka [Brodnik] ekki vera í flæðinu og CJ [Burks] eins í fyrri hálfleik en við þurfum bara að læra betur inn á hvern annan,“ svaraði Hjalti Þór Vilhjálmsson, aðspurður að því hvað Keflavík þyrfti að bæta í sínum leik. Arnar: „Við hittum ekki rassgat“ Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar.Vísir/Bára Dröfn Arnar Guðjónsson var pirraður og svekktur með slakan leik Stjörnunnar í kvöld. „Við vorum bara ekkert sérstaklega góðir og ekkert vissir í því sem við vorum að gera. Keflvíkingar voru betri en við í dag og þess vegna töpum við,“ sagði Arnar í viðtali við Stöð 2 Sport eftir leik. Arnar telur að slæm fráköst og léleg skotnýting hafi orðið liðinu að falli í þessum leik. „Við vorum lélegir heilt yfir, fráköstin voru léleg hjá okkur. Varnarleikurinn var allt í lagi en við spiluðum hægt og hittum illa. Þetta var ekki nógu gott.“ „Við hittum ekki rassgat, þegar þú hittir ekki ofan í þá er þetta helvíti lélegt og við fráköstum illa. Þetta eru þættirnir sem vantaði,“ svaraði pirraður Arnar Guðjónsson, aðspurður af því hvað honum fannst vanta upp á leik Stjörnunnar í kvöld.