Erlent

Landamæravörðum veitt heimild til að vísa fólki frá án málsmeðferðar

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Stjórnvöld í Póllandi lýstu í september yfir neyðarástandi í 183 bæjum við landamærin að Hvíta-Rússlandi. Þau hafa sakað þarlend yfirvöld um að beina múslimum á flótta yfir landamærin í þeim tilgangi að stuðla að óstöðugleika í Póllandi.
Stjórnvöld í Póllandi lýstu í september yfir neyðarástandi í 183 bæjum við landamærin að Hvíta-Rússlandi. Þau hafa sakað þarlend yfirvöld um að beina múslimum á flótta yfir landamærin í þeim tilgangi að stuðla að óstöðugleika í Póllandi. epa/Artur Reszko

Pólska þingið hefur samþykkt ný lög sem gefa landamæravörðum heimild til að vísa flóttafólki frá landinu nær samstundis og án nokkurrar málsmeðferðar. Þetta á bæði við um farandverkamenn og þá sem óska formlega eftir hæli í Póllandi.

Í slíkum tilfellum getur vörðurinn upp á sitt einsdæmdi ákveðið að hafna umsókninni.

Mannréttindasamtök hafa gagnrýnt ákvörðunina harðlega en alþjóðalög kveða skýrt á um að flóttafólk eigi að fá viðeigandi málsmeðferð, jafnvel þótt það komi ólöglega inn í viðkomandi land. 

Málið má að hluta til rekja til Hvíta-Rússlands. Pólland og Evrópusambandið hafa sakað forseta Hvítrússa, Alexander Lukashenko, um að beita flóttamönnum í deilum sínum við Pólland og sambandið. 

Þannig hafi hann hvatt fólk til að koma til Hvíta Rússlands en síðan sé það umsvifalaust sent að landamærum Póllands. Evópusambandið segir að Lukashenko sé með þessu að reyna að skapa ófrið hjá nágrannaþjóðum sínum sem hafa beitt Hvítrússa viðskiptaþvingunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×